19.5.2007 | 09:54
Hver hefði ÞORAÐ að vona ?
Já eins og þeir vita sem hafa lesið bloggið mitt að þá er ég í skýjunum yfir samræðum þeirra Geirs og Ingibjargar.
Össur búinn að segja að allt gangi hratt og vel fyrir sér, svo að núna bíðum við öll bara og sjáum hvað gerist. Ég vona bara og ég reyndar veit að þau munu ganga frá þessu á þann hátt að bæði séu sátt, því þarna er um mjög vana stjórnmálamenn að ræða og hvorugt þeirra eru einhverjir bjánar ....þess vegna veit ég að samstarf þeirra mun ekki slitna eftir smá tíma því ég tel þau vita hvað þau eru að gera og ég treysti þeim og það er ég sko alveg ófeimin með að skrifa hér.
Annað, fyrir þá sem ekki vissu að þá er ég í hverfafélagi Sjálfstæðismanna, en ég óskaði svo innilega að mínir menn færu í samstarf með Samfylkingu að ég þáði rós af þeim sem komu með til mín frá Samfylkingunni og hélt í henni lífi í von um að það boðaði gott...... samt er ég nú langt frá því að vera hjátrúarfull ...nema þarna.
Kveðja, Inga Lára Helgadóttir
Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þessu bloggi þínu:)
Bjarki Tryggvason, 19.5.2007 kl. 10:27
Fyrir hægri mann eins og mig, lít svo á að um vinstristjórn sé að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn er farinn of mikið til vinstri finnst mér og það boðar ekki gott. Þetta veit á átök innan flokksins og flokkadrættir munu koma í ljós sem munu leiða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil er ég hræddur um.
Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:08
Stendur þig vel Inga Lára/og haltu þvi áfram/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 19.5.2007 kl. 16:23
Inn við beinið ertu jafnaðarmaður Inga Lára
Sveinn Arnarsson, 19.5.2007 kl. 17:21
Já ég veit allavega af þeim sem ég tala við í kringum mig, að þá eru margir mjög spenntir og ánægðir með þetta . Ég verð að segja fyrir mig að Sjálfstæðisflokkur er hægri flokkur og Samfylkingin er miðjuflokkur (hef aldrei þótt hann vera vinstriflokkur). Ef ég tek flokk sem er svona kannski 85-95% hægri og svo einn sem er miðju, þá get ég ekki fengið vinstri út úr því. Það væri eins og að leggja saman tvær plús tölur og að fá út eina mínus tölu að segja hér að um vinstri stjórn sé að ræða.
Ég veit vel að bæði Geir og Ingibjörg eru klárir stjórnmálamenn og hvorugt þeirra er að ganga að samningum og láta fara illa með sig í leiðinni, það er ég nokkuð viss um því að þarna eru einstaklingar með bein í nefinu .
Ég er líka tilbúin sem sjálfstæðismanneskja að treysta honum Geir fyrir því sem hann er að gera, ég veit að hann er ekki að fara að svíkja alla þá sem standa við bakið á honum, enda er hann ekki maðurinn í það, ég hef upplifað hann sem hreynan og beinan og heiðarlegan.
Kveðja Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 18:55
Kvitt
Edda Agnarsdóttir, 19.5.2007 kl. 20:49
Ágæta vinkona, þó við þekkjumst ekki neitt. Ég vil taka undir með þér að þetta var það besta sem gat hent fyrir flokkin og ÞJÓÐINA. Okkur tekst að leiða Samfylkinguna á farsæla braut og saman munum við byggja bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Tel það sem er í gangi núna geta orðið til heilla fyrir íslenska þjóð næstu tvö til þrjú kjörtímabil. Eða eins og Sylvía vinkona okkar nótt hefði sagt: "Til hamingju Ísland!"
Ólafur Valgeirsson, 19.5.2007 kl. 21:25
Samfylkíngarstúlkashystusjallballinnminn...
S.
Steingrímur Helgason, 19.5.2007 kl. 22:53
Góð ríkisstjórn í burðarliðnum,til hamingju öll.
Magnús Paul Korntop, 20.5.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning