Ber enginn ábyrgðina ???

Mér verður hugsað til þess þegar ég sé núna í fjórða sinn á stuttum tíma, bruna í móanum á milli Bakkahverfis og Vesturbergs í hverfinu mínu Breiðholti, hvort einginn eigi að bera ábyrgð á því sem gert er ?

Ég man eftir því þegar ég bjó nær miðbænum, þá var gjarnan veggjkrot og fleira í gangi. Hér er mói og því tilvalið að kveikja íBlush

Nú segja lögin til um að börn undir fimmtán ára aldri séu ósakhæf og er ekkert hægt að refsa þeim fyrir að gera rangt. Nema í raun að þurfi að fjarlægja þau af heimili sínu ef foreldrar eru ekki í ástandi til að ala upp börn.
En er ekki í lagi að lofa foreldrum að bera ábyrgð á börnum sínum, að lofa þeim að greiða hluta þeirra kostnaðar sem skemmdarverkin hafa í för með sér ? Að gera foreldra ábyrga og lofa þeim að hugsa um að þeir þurfi virkilega að siða og aga börnin sín til ? ....eða á ríkið bara alltaf að borga brúsann ?Woundering

Mér finnst sjálfri í lagi að koma upp sektum við íkveikjum, veggjakroti og fleiru og væri það þá verk foreldra ósakhæfðra barna sem mættu greiða þá fyrir skemmdarverk barna sinna. Væri ekki í lagi að sjá hvort eitthvað mundi lagast ?

Ég vil um leið taka það fram að ég þekki helling af börnum og unglingum og flestir úr þeim hópum alveg prýðiseinstaklingar, en svo er inn á milli einstaklingar sem þyrfti aðeins að grípa í taumana á og er þetta hugmynd mín til þess. Annað... þá vil ég taka það fram að leiðinleg og neikvæð umræða um unglinga getur skapast út frá svona verknaði og er það leiðinlegt þar sem manneskjur í þessum aldurshópi eru jafn mismunandi eins og fólk á öllum öðrum aldri.

Bestu kveðjur,

Inga Lára HelgadóttirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Inga Lára það ætti að byggja þarna Ibuðir og ekkert annað,þetta er ekki til annars þetta svæði við skulum koma þessu að!!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 20.5.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum allt þar til börn bera ábyrgðina sjálf, hefur ekkert með sakhfi að gera ef um er að ræða eignir.  Þetta reyndar veltur á því hvort eftirliti með börnum er ábótavant, hversu gömul þau eru og fleira til. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.6.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1708

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband