26.5.2007 | 17:46
Takk fyrir það
Loksins eru fyrirtæki farin að líta að geðsviðinu líka á LSH, en þar skortir fjármagn og þar eru unnin afar góð störf. Ég er sjálf að starfa á deild 33A, semsagt fíkni- og fjölkvillageðdeild og sé ég eftir að ég hóf störf þar að fjármagn skortir verulega, þá bæði mætti greiða hærri laun, koma með fleiri úrræði og annað.
Hvað ætli nýji heilbrigðisráðherrann væri tilbúinn að fá í laun fyrir að vinna það starf sem ég er að vinna ? Það væri gaman að vita
Með þessum orðum mínum er ég ekki að gera lítið úr því fé sem aðrar deildir fá, því að allt það fé sem deildir LSH fá er mikilvægt fé.
Hvað ætlar nýji heilbrigðisráðherrann að gera til að bregðast við brýnni fjármagnsþörf spítalans ?
Bestu kveðjur til ykkar lesenda
Inga Lára Helgadóttir
Actavis færði geðsviði LSH styrk að verðmæti ein milljón kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef meiri fjármagn yrði veitt til geðheilbrigðismála mundi örugglega sparast fjármunir á öðrum sviðum í heilbrigðiskerfinu. Það eru sjúklingar sem ganga marga hringi í heilbrigðiskerfinu áður en þeir átta sig á að vandinn er að einhverju leyti sálrænn og ef það væri betra samræmi í kerfinu og meiri peningar settir í forvarnir væri ástandið örugglega betra. Það er skömm að það séu langir biðlistar af ungu fólki sem hefur ekki aðgang að geðheilbriðisþjónustu nema rándýrum sálfræðingum. Þetta þarf nýr heilbrigðisráherra að skoða!
Kristján Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 18:27
Ein milljón frá fyrirtæki eins og Actavis er nú eins og að gefa fátækum leyfarnar af matatborðinu. Það verður seint sagt að þetta sé rausnarlegt framlag.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 20:44
Í rauninni eru þetta peningar sem verða næstum að engu í svona kerfi, ein milljón eru aðeins smáaurar miðað við það sem allt sviðið þarf á að halda. Hvað kostar eitt tæki ? hvað kostar starfsliðið allt bara yfir einn dag ? það er alveg ótrúegt hvað kostar að halda svona stað uppi, en ef það væri lagt vel í það og fleiri úrræði kæmu og væri hægt að gera þetta eins vel og hægt væri, þá mundi þjónustan skila sér enn meira...
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 27.5.2007 kl. 00:22
Góð færsla hjá þér shysta, & góðar athugasemdir hér að framan.
Án þess að gera strax viljandi lítið úr þessari rausnarlegu gjöf þá rann mér nú til hugar hin hliðin á peníngnum.
Hvað ætli LHS greiði Actavis árlega fyrir þau lyf sem að keypt eru af þeim ? LHS er líklega stærsti einstaki lyfjakaupandinn á Íslandi.
Vitað er að Actavis er íslenskt lyfjafyrirtæki sem að selur í geng um íslenskar lyfjaverslanir vörur sínar almennum neytendum/sjúklíngum hér á landi, á mun hærra verði, en þeir selja þessar sömu vörur í nágrannalöndum okkar.
Ef að íslensk vara, framleidd á íslandi kostar meira fyrir íslendínga, er þá einhver ástæða til þess að ætla það að stærsti íslenski kaupandinn af lyfjum frá þessu fyrirtæki, njóti betri kjara en aðrir slíkir magninnkaupendur erlendis ?
Ég ætla ekki að þora að skjóta á hvað LHS kaupir á dag af lyfjum frá Actavis, enda hef ekki vit á, en það kæmi mér ekkert á óvart að þessi milljón hyrfi létt yfir daginn, bara fyrir álagnínguna á samheitalyfjunum einum saman.
Leiðrétti mig þá mér vísari menn..
S.
Steingrímur Helgason, 27.5.2007 kl. 01:12
Gaman að sjá að fólk er að velta vöngum yfir þessari frétt, það fyrsta sem mér datt einmitt í hug var hvort styrkurinn hefði verið í töfluformi ??? Algjört sukk og vægast sagt lásý og ódýr auglýsing fyrir lyfja-risann.
Elísabet (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 01:35
Inga Lára eg er sammála þessu folki herna á undan/Actavis gefur engvum neitt bara okrar á okkur sem þurfum á lifjum að halda/Þetta er að hluta Glæpafyrirtæki!!!!Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 16:02
Það er mikið rétt það sem þið öll eruð að segja hér að ofan, að Actavis okrar mikið á okkur. Það er mjög dapurlegt að heyra td. þá sem hafa búið erlendis tala um hve lyfin þar voru mikið ódýrari en hér heima.
En það sem ég var ánægðust með var að geðsviðið fær einhverja athygli, þó að þessi eina milljón sé ekki mikill peningur. Eins og hann bróðir minn Lehamzdr talar um hér að ofan, hvað ætli þessi eina milljón skili sér margfallt til þeirra í Actavis bara útaf okri og álagningu
Mér finnst þetta ógeðslegt, hvað með þá einstaklinga sem þurfa á lyfjum að halda alveg stöðugt, þeir þurfa sko alveg að borga sinn brúsa og það er slæmt að okra svona á þeim hópi..... reyndar finnst mér vera okrað á of mörgum mörkuðum í dag
Kveðja til ykkar allra,
Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 27.5.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning