11.10.2007 | 23:45
Úr Kastljósinu í kvöld
Standa vörð um auðlindir í eigu almennings ????? hvað þýðir þetta ? er Dagur virkilega að segja að þetta segi eitthvað ? Mér þykir þetta nú ekki mjög treystandi
Mér finnst alveg ótrúlegt af honum að leggja þetta fram, því að allir flokkar eru jú oft að stefna að því sama, semagt "almannaheill", en hvernig túlkar hver og einn slíka hugsun ? hvað býr að baki þess að standa vörð um auðlindir í eigu almennings ? Hvað felur þetta í sér fyrir hvern og einn, þetta snýst allt um túlkun, viðhorf og mismunandi markmið og leiðir, þetta er alveg fáranlegt.... aumingja Villi og co.
Mér þótti Svandís óttalega kjánaleg að geta ekki svarað einföldum spurningum hvort að hægt væri að ná saman um þau mál sem við öll höfum fengið nóg af þessa daganna. "Við erum sammála um að fara í þessa vinnu og þurfi að ræða þessi mál" hvað er manneskjan eiginlega að segja, þau geta jú verið sammála um að eitthvað þurfi að ræða, en ég meina þau geta alveg verið á sitthvorum vængnum. Hún getur ekkert sagt til um það hvað hún vill eða vill ekki, þetta finnst mér ekki traustvekjandi. Orkuveitumálin eru alveg í lausu lofti núna. Mér finnst staðan sem núverandi meirihluti er búin að koma sér í vera mjög vandræðaleg, ég vona hinsvegar að þau eigi ekki eftir að rústa þessu algerlega hjá okkur, en ég vona svo innilega að árið 2010 þegar borgarstjórnarkosningar verða næst, þá verði ekki þessi sama fjögurra stjórna meirihluti.
Gott að finna þegar almenningur var spurður í Kringlunni um viðhorf þeirra gagnvart málinu að þá upplifði ég mikla samúð gagnvart Vilhjálmi og ég vona að þetta verði til þess að borgarbúar sjái þarna ástæðu til þess að setja XD í hreinan meirihluta í borgarstjórn eftir tvö og hálft ár.
Björn Ingi fór að mínu mati illa með góðan mann eins og Vilhjálm og ég get ekki sagt annað fyrir mína hönd og þeirra annara sem ég hef rætt við í dag, að ég treysti ekki Birni Inga og þeirra sem hafa nú myndað meirihlutasamstarf PUNKTUR !!!
Kveðja Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, alveg ferlega fúlt að sjá að þeir flokksfélagar þínir sem að áttu enn & aftur að fá almannaeigur frítt, þurfi núna máske að bíða eftir því.
S.
Steingrímur Helgason, 11.10.2007 kl. 23:56
Þessi sambúð í Ráðhúsinu verður stutt.
Jensen (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:00
Samstarfsmenn Villa í hans eigin flokki slátruðu þessu dæmi. Það kom bara í hlut Björns Inga að setja punktinn í lokin. Allt annað hafði þegar átt sér stað.
Þegar hópurinn er farinn að halda krísufundi dag eftir dag án borgarstjóra þangað til þeir sveinbeygja hann til að skipta um skoðun í málinu og ætlast síðan til að Björn Ingi geri það líka þá er auðvitað ekki lengur hægt að vinna með þeim. Ég vona að þessi hópur dragi lærdóm af þessu máli því þetta er hæfileikaríkt fólk sem gjörsamlega sprakk á límingunum undanfarna daga og bera 100% ábyrgð á þessum slitum.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.10.2007 kl. 00:02
Ég er ekki sjálfstæðismaður, en í þessu máli stið ég sjálfstæðiflokkinn. Björn Ingi er ekki traust sins verður, það hefði verið hægt að leysa þetta mál á annan hátt. Eins og kom fram í Kastljósinu þá er nýi meirihlutinn ekki búinn að ræða hvort þau geti unnið saman. Þetta var bara spurning að fá betri stóla. Þessi meirihluti verður ekki langlífur því það eru svo mörg mál sem þessir fjórir flokkar eru ósammála með.
Sem betur fer bý ég ekki í Reykjavík þegar svona vitleysingar stjórna borginna sem hugsa ekki um málinn heldur embætti.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 12.10.2007 kl. 08:33
Ég er alveg sammála um það að vonandi er þessi stjórn ekki langlíf. Mér fannst þau koma illa út í Kastjlósinu í gær. Mér finnst þau koma fram eins og þau hafi verið að vinna lottovinning sem þau hafi alls ekki átt skilið.
Með Svandísi, eða hvað sem hún heitir þarna í VG, mér fannst hún kjánaleg, hún þykist vera málefnaleg með því að tala mjög ákveðið og virkar á mig sem frekar spennt og æst manneskja, hún ætti kannski að fara að finna sér kall ef hún á ekki einn nú þegar..... en hún er ómálefnaleg, gagnrýnir bara aðra og er með hávaða.
Ég lít ekki á hann Dag Sigurðsson sem nýjan borgarstjóra þar sem hann tekur við stólnum á svona óheiðarlegan hátt.
ÉG er búin að segja allt sem ég vil segja um Björn Inga hér að ofan, og ég sagði eitt sinn þegar þeir voru í viðræðum eftir kosningar að aldrei mundi ég treysta þessum manni.... ég hefði þar átt bara að hringja í Villa
Með hina kelluna í þessu, sem veit ekkert í hvaða flokki hún tilheyrir til að ná fram völdum, hún ásamt hinni í VG gefa mér allavega þá gamaldagstilfinningu að stjórnmál séu bara fyrir karlmenn og að þetta sé vettvangur sem konur geti alls ekki orðið færar á. Hún veit ekkert held ég fyrir hverju hún er að berjast, það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún potaði sér inn í Íslandshreyfinguna og núna ætlar hún að meika það þarna. Það fer að styttast í forsetakosningar, ætli hún stökkvi ekki úr þessum meirihluta og reyni að komast að þar ? hún er að mínu mati ringluð og áttavillt og veit ekkert hvað hún vill.
Kveðja Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 10:24
Fyrir borgarstjórna kosningarnar síaðast þá kynntist ég mörgum af þeim sem buðu sig fram gegnum mína vinnu. Fyrirtækið sem ég vann hjá unnum mikið fyrir alþingi og ráðuneytin og marga þessara flokka, og var ég mest í þessari vinnu. og kynntist því öllum okkar borgarstjórnar mönnum og alþingismönum. og hef því heyrt í þessu fólki í mörgum ólíku aðstæðum. Ég keyri Svandísi mikið fyrir síðustu kosningar og kom hún að mörgu leiti vel fram á þeim stöðum sem við fórum. En ég sá það að flest allir sem voru í gamla R listanum voru hræddir um stólinn og reyndu allt til að halda borgarstjórna stólnum. Þetta heyrði ég á tali þeirra. Svo ekki kemur mér á óvart að þau fari þessa leið því þeim er alveg saman um málstaðinn það er aðeins völdin sem þau vilja. Ég fór í ferð fyrir borgarstjórn Reykjavíkur og þar var þá Villhjálmur ný búinn að taka við, Þau kynni sem ég fékk af honum var traustur maður sem gott var að tala við, Við spjölluðum lengi saman og sá ég að þarna var kominn borgastjóri sem var jarðbundinn og stóllinn var ekki aðalatriðið heldur að koma þeim málum á framværi sem væri best fyrir borgina. Það sem ég held með þennan nýja meirihluta að hann hugsa um hvað hann geti gert til að sitja sem lengst á stólnum sama hvað það kostar borgina.
Þórður Ingi Bjarnason, 12.10.2007 kl. 11:43
Takk fyrir frábær komment Þórður Ingi, það er frábært að vita af þessari skoðun þinni og ég held að þetta sé það viðhorf sem ansi margir höfðu gagnvart honum.
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning