Af hverju ekki að láta þjóðina kjósa ?

Ég horfði í dag á umræður á þingi varðandi að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Eins og ég hef áður tekið hér fram á bloggi mínu þá er ég mikið á móti þessari tillögu.

Ótrúlegt samt hvað við drögum ályktanir af því sem fólk segir eftir okkar eigin skoðunum. Ég horfði á Kastljós rétt áðan og þar var prófessor að gera grein fyrir þróun áfengismála annarsstaðar í heiminum og hvaða afleiðingar aukið aðgengi að áfengi hefði í för með sér. Hann sagði að ef aukið yrði aðgengi að áfengi, þá mundi áfengisneysla aukast sem mundi hafa aukin vandamál í för með sér.

Mér er spurt, þar sem ég fer ekki einu sinni út í búð á hverjum degi eftir  mjólk, skyr, brauði, kjöti og öðru, af hverju geta einstaklingar ekki farið einstaka sinnum í ÁTVR og keypt kannski eina kvíta og eina rauða og tvær eða þrjár kippur að bjór til að eiga ? Er eitthvað vandamál að kaupa þetta í sér verslun og eiga það til og opna þegar tækifæri gefst ?
Mér finnst á þeim þingmönnum sem berjast svona fyrir þessu að þeir  séu hreinlega í einhverri áfengiskreppu. Hvað er að málunum eins og þau eru í dag ? Liggur alveg lífið við að geta keypt vín um leið og nautasteikin er valin ? .........mér finnst þetta svo aumt baráttumál að ég á ekki til orð.

Við tölum um áhyggjur okkar af áfengis- og vímuefnaneyslu, en ég vil minna þá á sem eru svona hlyntir þessu, að þeir eru ekki að mínu mati og annarra, eins og prófessorsins í sjónvarpinu áðan, að stuðla að betri andlegri heilsu hjá fólki í landinum Að auki hefur áfengisneysla slæm áhrif á félagslegu hliðina líka.

En ég hef móðgaði þig lesandi góður með þessum skrifum hér að ofan, þá vil ég koma því á framfæri að kannski eru ekki allir eins og þú að geta farið vel með áfengi. Það eru einfaldlega ekki allir eins og þú..........

Bestu kveðjur til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ein af þeim sem finnst gott að eiga einn kaldan í ísskápnum svona til að grípa í en mér er svosem slétt sama hvar ég kaupi hann. Hitt finnst mér aftur verra mál að það skuli vera ríkið sem hafi einkarétt á að selja mér bjórinn minn. Ég held td að það sé lítið samhengi á milli þess sem áfengissala skilar í ríkiskassann og þess sem stjórnvöld "spreða" í forvarnir og úrræði... Er það ekki hræsni?

Verðum í bandi fljótlega mín kæra !

Halla (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1708

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband