17.10.2007 | 16:24
Sjaldan verið jafn rosalega kvíðin :-/
Jamm... þannig er nú mál með vexti að ég er að fara í próf á morgun og er að deyja úr stressi..... prófið er reyndar krossapróf og er úr Aðferðarfræði II, sem eru rannsóknaraðferðir sem notaðar eru í félagsvísindum og víða í vísindaheiminum
Alveg ótrúlegt.... við megum hafa með okkur öll gögn og allt sem við höfum gert, en það er held ég það sem veldur kvíðanum í mér, ég er svo hrædd um að prófið verði mjög svínslegt og snúið fyrir vikið
Vildi bara deila því með einhverjum, sonur minn er þriggja ára og hefur ekki vit á því sem ég er að gera núna, maðurinn minn er sjálfur upp fyrir haus í lærdómi og ég alveg að flippa út .... svo að þið kæru lesendur eruð fórnarlömb stessins í mér þessa stundina, en ég vona að það hafi ekki komið af mikilli sök.
Jæja, mér er ekki til setunnar boðið við að hanga hér inni, heldur lesa og lesa og lesa fram að hádegi á morgun.... eða reyndar að reikna og reikna og lesa líka
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel Inga mín í prófinu og ég bið að heilsa litla manninum og auðvitað þeim stóra einnig.
kv,
Tengdó
Gísli Hjálmar , 17.10.2007 kl. 18:21
Gangi þér vel í prófinu. Þessi próf sem öll gögn eru leif geta verið snúinn en ef þú ert búinn að skipuleggja þig vel áður en prófið hefst þá er þetta ekki mikið mál. Ég er búinn að taka nokkur svona próf og þá er ég búinn raða öllum glærum og gögnum upp skipuleggja svo ég vita hvar ég eigi að leita ef ég þarf að líta í bók. Gangi þér vel.
Kveðja
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 17.10.2007 kl. 19:01
Já, öngvu að kvíða, ég hakkaði mig inn á 'HEKLU' sem að er einn af netþjónum reiknistofu Háskólans & fann þetta próf þar. Hérna eru svörin í réttri númeraröð.
a,d,d,c,a,b,d,d,a,c,d,b,a,d,a,a,d,d,a,c,d,b,e,a,d,c,a,a,c,c,c,d,b,d,b,a,b,c,b,a,d.
Reyndar finnst mér svarið við spurníngu 16 líka getað verið d.
Gjössovel.
S.
Steingrímur Helgason, 17.10.2007 kl. 23:47
Gangi þer allt i haginn ,Inga Lára/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 17.10.2007 kl. 23:55
Takk allir hér fyrir kveðjurnar frá ykkur ég leit hér inn rétt áður en ég fór í prófið og hlýjaði í hjartaræturnar við að sjá kveðjurnar hjá ykkur.
En Steini minn, þetta eru aðeins of mörg svör hjá þér, því að prófið var aðeins 16 krossar hahaha
En til að deila því með ykkur held ég að hafi gengið ágætlega, ...ég á allavega ekki von á öðru.
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 17:05
Þú sumsé kláraðir ekki prófið.
S.
Steingrímur Helgason, 19.10.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning