9.11.2007 | 12:23
Af hverju hafa stefnumálin með leikskólana breyst ?
Sko, fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar borgarstjórakosningar voru, þá vildi Samfylkingin veiða til sín atkvæði með því að segja að leikskólar yrðu gjaldfrjálsir.
Í dag í Mogganum er sagt frá því að eigi að hækka kjöldin um tæplega 3% núna næsta janúar ?
Halló góðan daginn, en er þetta ekki eitthvað í ótakt við það sem þeir lofuðu ef þeir kæmust að...... núna eru þeir komnir að og hvað er eiginlega það sem breyttist svona rosalega hjá þeim ?
Einhver sem vill útskýra
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er miklu auðveldara að lofa fyrir kosningar heldur en að standa við það sem sagt er. Ég sagði strax þegar þetta loforð var gefið að þetta yrði ekki hægt. Á meðan ekki er hægt að borga leikskólakennurum mannsæmandi laun þá er ekki hægt að gera leikskóla gjaldfrjálsa. Konan mín er leikskólakennari og er deildarstjóri og veit ég því vel á hvaða launum leikskólakennarar eru. Ég á eitt barn sem er á leikskóla og tvö sem eru hætt á leikskóla. Ég vill borga fyrir það sjálfur en ekki láta aðra sem ekki eru með börn greiða fyrir mín börn. Þetta var ódýrt kosningarloforð sem ekki er möguleiki að framkvæma.
Þórður Ingi Bjarnason, 9.11.2007 kl. 12:48
Ég tek undir með þér, ég er að borga lítið á mánuði fyrir leikskóla sonar míns því ég er námsmanneskja. Honum líður mjög vel í leikskólanum, hann talar um bæði fóstrurnar og hina krakkana eftir að hann kemur heim. Hann er öruggur hjá fóstrunum og er ekkert smá ánægður að mæta í leikskólann. Hann fær hollan og góðan mat og lærir samskipti við aðra.
Mér finnst ekki hægt að sjá eftir peningunum þarna, alls ekki, en mér finnst bara óeðlilegt að breyta svona stefnum sínum sem þeir höfðu áður lofað, því núna veit enginn við hverju er að búast.
Eins og allir sem mig þekkja vita, þá kaus ég ekki Samfylkinguna, ég taldi þetta loforð þeirra vera ekki við hæfi. Foreldrar sem þurfa að koma fyrr heim því að leikskólinn er lokaður, því að það náði ekki að manna deildir það er ekkert sjaldan sem ég hef heyrt aðra foreldra tala um það...
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 12:57
Ég er nú ekki íbúi í reykjavík Inga Lára, en voru það ekki VG sem vildu alveg ókeypis leikskóla? Kannski misminni, en ef slíkt ætti að gerast, myndi það ekki gerast á einni nóttu! Svo eru þrír aðrir flokkar en S með í ráðum, ekki gleyma því! Og Þórður Ingi, þú vilt ekki greiða fyrir það sem þú nýtir ekki eða að aðrir greiði fyrir þá þjónustu sem þú færð, samt sem áður er það nú þannig, að við erum að slíku alla daga, með- eða ómeðvitað. Besta dæmið eru sjúkrahúsin, þú þarft kannski blessunarlega aldrei að leggjast inn á sjúkrahús, en samt fer nú drýgstur hluti skattanna þinna í að borga fyrir þá sem þurfa á kröftum heilbrigðiskerfisins að halda!
D-listinn í Reykjavík var einu sinni með gylliboð um að senda ykkur konurnar aftur inn á heimilin gegn sérstökum greiðslum, sú hugmynd fannst me´r helmingi óraunhæfari en nokkurn tíman að lofa gjaldfrjálsum leikskóla! Hér í stóra bænum í norðri stjórna D og S saman núna og hefur gengið upp og ofan. Eitt eru þó bæjarbúar yfir sig ánægðir með og það var einmitt að gefa aðgang í strætó gjaldfrjálsan! Kostar um 30 m. á ári og er reyndar tilraunaverkefni, en nýtingin hefur margfaldast,umferðarþungin því nokkuð minkað og bærin því e.t.v. að spara sér gatnaviðhald og fleira. Þennan niðurgreidda akstur greiða auðvitað allir sem á annað borð borga skatta í bænum, mun fleiri en sem nemur nýtingunni, en ekki ein einasta rödd hefur kvartað svo ég viti eða hafi heyrt, Þórður INgi!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 16:44
Magnús Geir Ég er ekki á mót því að borga fyrir hluti sem ég nýt mér ekki. En á meðan sveitafélög geta ekki rekið leikskóla á eðlilegum forsendum og ekki er hægt að fá starfsfólk til að sinna þeim störfum sem eru þar þá á ekki tala um að gera slíka staði gjaldfrjálsa. Leikskólar eru uppeldisstofnun sem er mikilvæg fyrir barnafólk og þar á líka að vera vel mentað fólk við störf. Þess vegna finnst mér að barna fólk sem nýti sér leikskóla eigi að borga fyrir þá þjónustu sem er verið að nýta. Barnafólk veit það með góðum fyrirvara ef það þarf á þjónustu leikskóla að halda. Spítalar verða að vera hlutu af okkar skattkerfi því að vonandi þurfa fæstir að nýta sér þá þjónustu sem er þar að finna, en við vitum ekki hvenær við þurfum að leita til þeirra og þá verður það að vera réttur allra að geta nýtt sér þekkingu og færni okkar sjúkrahúsa án fjárhags viðkomandi. Ég hef þurft að leita á sjúkrahús og veit því vel hversu gott starf er unnið þar. Ég hef líka oft talað um það að strætó eigi að vera gjaldfrjáls eða allavega lækka gjald verulega fyrir farþega til að nýta þá betur. Með því að hafa þá gjaldfrjálsa sparast miklir fjármunir fyrir ríkið á örðum sviðum. Með því áð fá fleiri til að nýta sér strætó væri hægt að fækka bílum í umferðinni og spara því í gatnaframkvæmdum. Ég hef unnið í mörg ár hjá fyrirtæki sem gerir út strætisvagna og þekki vel til nýtingu þeirra. Vandamálið við strætó er að þrátt fyrir að gjaldið sé hátt þá eru sveitafélöginn að borga fleiri milljónir með rekstri strætó. Með því að hafa þetta gjaldfrjálst þá þarf að bæta nokkrum milljónum við reksturinn en það gæti komið til baka annarsstaðar. Suma hluti er´hægt að réttlæta sem gjaldfrjálst en aðra verður að rukka fyrir og leikskólar er þar á meðal.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 9.11.2007 kl. 18:54
Það er sama rassgatið undir öllu þessu liði og er það ástæðan Inga, ég tek undir það sem Þórður Ingi er að segja hér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 23:54
Eg tek undir þessi orð Þórðar Inga,þetta er svarið,nema það á að borga öllum mannsæmandi laun,svo þeir geti borgað það sem þeim ber/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 10.11.2007 kl. 00:40
Nú það er gott að taka undir með Þórði Inga, því að ég er á sama máli en hann, en ég er að gagnrýna Samfylkinguna fyrir að gefa loforð um eitthvað sem þeir geta ekki staðið við, það er tilgangur færslunnar minnar !!!
Kveðja Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 10.11.2007 kl. 10:47
Svona er samfylkingin hún lofar og lofar en stendur ekki við neitt af því sem hún lofar. Þau loforð sem þau koma með eru ekki raunhæf.
Þórður Ingi Bjarnason, 10.11.2007 kl. 11:18
Já Inga það er málið ,, það er sama rassgatið á þeim öllum,, s.s. pólitíkusar eru ómarktækir og eru að öllu jöfnu í þeirri stöðu að þurfa ekki að standa við orð sín.
Það sem er að gerast í borgarstjórn núna er svo aftur á móti gjörsamlega óskiljanlegt með öllu - í það minnsta fyrir mér.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2007 kl. 11:19
Vel sagt Halli gamli. Það ættu að teljast sjálfsögð mannréttindi að sjá til þess að fólk geti haldið virðingu sinni og sjálfstæði.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.11.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning