25.11.2007 | 16:58
Ég held að tæknin yfir höfðu sé okkur öllum til trafala :(
Ég get tekið nokkur dæmi því til stuðnings. Ég man þegar verið var að koma alltaf með betri búnað eins og í bankana, þá var kerfið hjá þeim oft frosið. Ég hef nú enga þekkingu á þessari tækni og tölvudóti, en mér finnst ég ansi oft hafa heyrt fólk tala um að eftir því sem tæknin hefur orðið meiri, því meira vesen er oft að standa í hinum ýmsu hlutum. Flóknara að vinna, koma oft margar villur upp og fleira. Ég er að tala núna sem viðskiptavinur banka og annarra sem hafa sagt þetta. Get hinsvegar ekki tekið miklar ábyrgð á þeirra orðum.
Í dag finnst mér tæknin (tölvur og fleira) vera mjög dýrt á meðan þetta er svo mikið anskotans drasl að það hálfa væri nóg. Heyrði einn góðan um daginn: "Ef maður ætlaði að vera með alltaf það besta í tölvunum, þá borgar sig að fara inn í verslun, kaupa tölvu, henda henni á leið út, fara inn og ná í aðra, henda henni líka á leið út og svona koll af kolli" Þá mundir þú alltaf vera með tölvu í höndunum sem væri ekki orðin úreld og væri heldur ekki hætt að virka
Mér finnst alveg ömulegt að kaupa tölvu fyrir hellings pening í dag og sagt er að líftíminn á þeim sé um 2 ár
En þetta með þýsku lögguna er alveg ömulegt, þessi tækni á nú alveg misjafnlega mikinn rétt á sér.
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Tæknin gerir hleranir erfiðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé það alveg fyrir mér hvernig afsakanir fólks munu breytast í framtíðinni...
"Afsakið hvað ég kem seint, fékk vírus í bílinn"...
Annars finnst mér þetta bara gott, ég er almennt ekki fylgjandi hlerunum. Ég veit að t.d. hérna á Íslandi getur númerið lent á hlerunarlista fyrir það eitt að hafa átt samtal við einhvern annan á slíkum lista. T.d. þekkja allir einhvern sem hefur verið í dópi (oft án þess að vita það), vill maður að ókunnugir hlusti á persónuleg samtöl vegna þess að maður var svo óheppinn að hringja í "rangan" ættingja eða vin?
Geiri (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:14
ég verð að segja fyrir mig að þar sem ég hef ekkert að fela, þá breytir það mig ekki öllu ef að síminn minn væri hleraður útaf öryggisráðstöfunum. Ég veit alveg að leyndarmálin mín kæmu ekki fram í DV daginn eftir, þó að DV geri nú ýmislegt til að fá fréttir af nánast hverjum sem er
En ég er ekki að segja Geiri að þú hafir eitthvað að fela, langt því frá, það er bara misjafnt hvað fólk kærir sig um. En mér gæti ekki verið meira sama ef að um öryggisráðstafanir væri að ræða. En mér fannst þessi djók hjá þér með vírus í bílinn mjög góður og hjá þér Línbergur, þá ertu að lýsa þjóðfélaginu finnst mér mjög vel (eða allavega stórum hluta þess). Þú ættir Línbergur að skoða færslu mína nr. 2 frá upphafi, þar tala ég um nútímafjölskyldugerð og ég held að þú gætir verið nokkuð sammála mér þar
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 21:36
Nú er alveg kominn tími á alvarlegan Níngs hittíng, shysta mín, sem að kýs samt Sjálfstæðisflokkinn af því að Siggi Kári er svo sætur & hefur gaman að hella upp á kaffið fyrir hann & félagana fyrir kosníngar, en er kratísk Samfylkíngarkona í hjarta, er farin að blogga eins & Framsóknarmaður frá fyrri hluta síðustu aldrar ?
Þetta ber að stoppa áður en hún verður verri vinstri græn.
Steingrímur Helgason, 25.11.2007 kl. 22:42
Já Steini, við erum farin að standa í skuld með Ning´s ferð
Hvenar verður þú í bænum í vikunni ? (eða þeirri næstu )?
Kveðja
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 22:48
Þessi tækniþróun er svakalega hröð. Það er staðreynd að eftir því sem tækninn er meiri því meira um bilanir.
Þórður Ingi Bjarnason, 26.11.2007 kl. 08:08
Kaupa sér Makka, þeir endast í fimm ár minnst. Annars er það fínt ef yfirvöld geta ekki sett puttana inn í öll okkar mál.
Villi Asgeirsson, 26.11.2007 kl. 10:17
@Inga lára:
Varðandi "ég hef ekkert að fela" vill ég benda á mjög skemmtilega fræðandi grein um friðhelgi einkalífsins; "I've got nothing to hide" and other misunderstandings of privacy. Ég mæli með að sem flestir lesi þessa grein.Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning