Mjög jákvætt fyrir okkur :)

Það er auðvitað mjög jákvætt að Evrópusambandið hafi komist að þeirri niðurstöðu að við séum það land í Evrópu sem hægt er að finna svona lágt hlutfall af fátækt miðað við önnur Evrópulönd.

Við megum ekki gleyma því góða sem hefur gerst hér, útgjöld ríkisins hafa aukist mikið hér á landi og hefur það fé farið í velferðarmál. En (áður en skothríðin hefst á mig) er ég ekki að segja að megi ekki bæta stöðuna enn meira. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig fer eftir að hagsmunaaðilar eru að þrýsta á okkar ráðamenn að bregðast við fátækt öryrkja og hvernig stefna Jóhönnu Sigurðardóttur muni breyta stöðunni hér hjá okkur.

En það er samt jákvætt að mér finnst að hér skuli ekki vera eins mikil fátækt og gengur og gerist annarsstaðar............. en þó líður manni samt ekki vel að hugsa til þess að í þeim löndum sem er hærra hlutfall fátækra einstaklinga búa líka börn og fleiri sem geta ekki breytt stöðu sinni Crying.....það alveg þoli ég ekki....... við erum hluti af samfélagi sem er svo mikið mikið stærra en strendur Íslands ná.

Kveðja,

Inga Lára HelgadóttirBlush


mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Náttla last þetta í mogganum okkar...

Ég kópípeizda bara það sem ég skrfaði annars staðar fyrr i kvöld, það nægir sem skothríð helgarinnar, þú tókst nú einhverja kúrsa í hagfræði.

Ef að ég á litla lopasokkasaumasmiðju & er með níu góðar konur á prjónunum, borga þeim 100.000.-kr hverri á mánuði fyrir bara hálfs dags vinnu, en mér 5.000.000.-kr á mánuði, því að ég vinn sko rúmann fullann vinnudag, enda sem forstjóri, framkvæmdastjóri, bílstjóri, símadama & aðalsölustjóri, þá á ég það bara skilið.

Af þessu má þá ályktun draga að saumastofur sem & annar íslenskur iðnaður sé í góðum málum, enda meðallaun í greininni 590.000.-kr á mánuði, ef mark má taka á þessu einstaka dæmi.

Jíbbíækey ..

Steingrímur Helgason, 9.12.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er hagfræði, Steingrímur og jafnvel verkfræði líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.12.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég veit alveg hvað þíð eruð að fara og er svo gjörsamlega sammála ykkur það eru of margir hér fastir í fátækrargildrum og eins og þeir eigi sér ekki viðreysnarvon.

En ég vona samt að eitthvað sé til í þessu.... reyndar er sá sem kom með í mbl-ið sá sem hefur barist á móti Stefáni Ólafssyni, sem er nú einn þeirra sem ég tek mikið mark á og hann á til með að sýna skýrara ljósi hvernig hægt sé að grafa sannleikann upp á yfirborðið..... enda er sá maður heiðursmaður

Kveðja,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 9.12.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir þetta með Stefán, en á fátæktinni eru auðvitað tveir fletir eða fleiri, það er fólk sem einhverra hluta vegna hefur lennt úti á kannti og svo er fólk sem fór út á kannt, en í báðum tilfellum ber auðvitað að hjálpa ef að hjálp er þá þegin, en svo er sumum bara ekki viðbjargandi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.12.2007 kl. 22:49

5 identicon

hmm, eru meðallaunin ekki í þessu dæmi, í fyrstu athugasemd 725.000. krónur á mánuði?  (100.000*4*2+5.000.000)/5=725.000, nema reiknivélin mín sé líka biluð.. :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:11

6 identicon

sorry, hélt að það stæði 4rar saumakonur. Leiðrétti dæmið í (100.000*9*2+5.000.000)/10 = 680.000 á mánuði í meðallaun. Þetta ætlar ekki að koma hjá mér :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband