Stóð ekki á sama :(

Ég var heima að læra fyrir próf í gær og svo reyndar þurfti ég að fara hálfa leiðina á Suðurnesin í gærkvöldi.

Ótrúlegt að þegar fólk er að keyra í svona veðri og er orðið myrkur, að það skuli ekki sjá til þess að ljósin séu í lagi. Bensínstöðvar voru opnar svo að það er ekki afsökun. Ég var semsagt að keyra á leið í bæinn aftur, brjálaður vindur og rigning, og mér alveg dauðbregður þegar bíll kemur á móti mér sem er alveg ljóslaus, sá hann ekki fyrr en ég var alveg við hliðina á honum Woundering

En í gærkvöldi, aðeins seinna, þá var ég hér heima að læra fyrir próf...... lætin sem ég heyrði að utan voru alveg gríðarleg. Ég veit ekki hvort að einhverjar þakplötur hafi fokið í burtu hér einhversstaðar, en rosalega fylgdi því mikill hávaði þegar "auglóslega" eitthvað datt niður og/eða þeyttist um út í rokinu...... úff þetta var ekki kósýFrown

Jæja, betra veður núna Halo

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Koparþak hafnaði á bifreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er búið að vera mikill stormur.  Við skulum vona að þetta fari að ganga yfir.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 13.12.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hér nyrðra er alltaf sama blíðan, en bölvuð hálka!

Svona er þetta bara, mikil blíða var hjá ykkur meira og minna allt sl. sumar.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hér á Hólum er alltaf blíða,Mikil hálka  sumarið var líka mjög gott. 

Kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 13.12.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já strákar

það besta við veðrið núna er að það er kominn "jóla"snjór hér í Reykjavík og ég bara biiiiiið að fari ekki að hlýna núna

Hafið gott drengir,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 19:08

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Því miður Inga þá fer snjórinn aftur í nótt,  Það á að vera stormur í nótt við skulum vona að það snjói ekki um leið því þá verður ástandið mjög slæmt í borginni.  Ég talaði við Sigga Storm í dag og var að spyrja hann um morgundaginn.  Það á að vera mjög hvasst á morgun fer að lægja aðeins uppúr hádegi versta veðrið verður á suðvestur landi.  Gott að geta nýtt sér mann úr fjölskylduni til að skoða veðrið fyrir sig.

Þórður Ingi Bjarnason, 13.12.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já, ég tek undir með þér, fólk mætti huga betur að útbúnaði bifreiða sinna. Sérstaklega þar sem líf annarra getur verið í í húfi.

kv, Tengdó

Gísli Hjálmar , 14.12.2007 kl. 14:35

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta með ljósin er nú eitt af því sem löggan mætti nú alveg gera meira af að kíkja á svo og hinir ýmsu kerrudrættir sem fara fram hér um alla vegi án ljósa og margar svo yfirhlaðnar að stórhætta er af og eða aftaní alltof litlum bílum.

Þetta með veðrið á Hólum er tilfellið, það er bara annað veðurkerfi þar, þó svo að það sé kolvitlaust í Skagafirði þá er blíða á Hólum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.12.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband