Hmmm :-/

Er þetta virkilega rétt ? Ég hef svosem aldrei skoðað þessi lög, en ekki vissi ég að væri td. reykherbergi á Alþingi, ég trúi því nú varla að mennirnir sem setja lögin byggi ekki lögin í kringum sig í leiðinni...... Woundering Veit einhver eitthvað um það fyrir víst hér inni á blogginu ?

Mér finnst reyndar annað gilda með Leifstöðina, hún er svona meira eins og einskonar landamæri eða eitthvað slíkt og finnst mér í lagi þar sem ferðafólk kemst ekki út úr fríhöfninni þegar það er komið þar inn, að þeir fái að kveikja sér í.... en ég tek það fram um leið að ég sjálf er sko reyklaus Smile

Ég mundi nú ekki held ég styðja skemmtistaðaeigendur að leyfa reykingar alfarið, en mér finnst svona reykkompur alveg hið besta mál fyrir þá sem reykja, þeir eiga að fá að njóta sín eins og við sem reykjum ekki fáum að njóta okkar Grin

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Yfirvöld geta ekki gert neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég læt sama svar fylgja alstaðar í bloggum við þessari frétt !

2 sjómenn brutu lög til þess að fá úr því skorið hvort að lögin mundu standast alþjóleg lög.. Þeir unnu málið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég er anti reykingamaður og hef verið frá blautu barnsbeini og aldrei reykt.. ég styð þennan kráareiganda í þessum aðgerðum vegna þess að einungis svona fæst úr því skorið hvort lögin standist eða eru framkvæmanleg

Óskar Þorkelsson, 13.1.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég reyki ekki og er því mjög ánægður með þetta reykingarbann.  En það er samt dálítið skrítið að sumir staðir meiga vera með reykherbergi en önnur ekki.  Alþingi er með sér herbergi sem ég hef séð og afaverju meiga þá ekki aðrir staðir vera með slík herbergi.  Það er ekki hægt að banna reykingar á sama tíma og þeir sem lögðu bannið á geta ekki gert sitt hús reyklaust.

Eitt sinn var ég að aka leigubíl og í reglugerð um fólkflutninga er bannað að reykja í bílunum.  Þegar ég var að bíða á einum staur þá var annar leigubíll á undan mér og bílstjórinn þar var að reykja inn í bílnum.  Ég spurði hann hvort hann leifði farþegum að reykja í bilunum en sagði nei það er bannað.  Þá spurði ég hann hvernig hann gæti staðið á banninu ef einhver myndi koma  gangandi að bilunum og tæki hann þar sem hann var laus og myndi svo reykja þar sem hann sá bílstjórann reykja.  Þá sagði hann að það gæti verið erfitt að banna en hann hafði aldrei hugsað út í það á þennan hátt.  Svo ef bannið á að ganga yfir alla þá þurfa allar opinberar stofnanir að vera reyklausar. 

Þórður Ingi Bjarnason, 14.1.2008 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband