28.1.2008 | 14:33
Gaman á þorrablóti Sjálfstæðisflokksins :)
Síðasta laugardagskvöld fórum við saman á þorrablót. Formaðurinn í mínu hverfi hélt fyrst boð fyrir okkur hér í hverfinu og fleirum og var mjög fínt að hitta fólkið áður en við mættum á blótið sem haldið var í Súlnasal á Hótel Sögu klukkan 20:00. Reyndar opnaði húsið klukkan 19:00.
Mér var nú mikið hugsað til sonar míns þegar ég kom heim til formannsins míns því að þar var Geir Haarde einn fyrstur manna sem ég sá og þegar ég tók í höndina á honum, þá datt mér í hug að sonur minn hefði nú alveg farið yfir um af öfund.... hann heldur svo upp á manninn .... við maðurinn minn höfum ekki verið að koma því inn hjá honum, heldur þótt ótrúlegt sé þá tók hann því upp hjá sér sjálfur eftir að hafa séð hann eitt sinn í sjónvarpi og hafði ég ekki hugmynd um það að hann sonur minn vissi einu sinni hvað hann héti.
En á blótinu hitti ég fullt af skemmtilegu fólki sem gaman var að spjalla við. Við í hverfinu mínu sátum saman við borð og hlustuðum á söngva, skemmtiatriði og tókum þátt í happadrætti.
En vitið, þegar ég fekk mér á diskinn, þá var mér óvart sagt vitlaust til um hvar ósúra lifrarpylsan var og ég tók lítinn bita af henni og reyndi virkilega mitt besta, en það gekk ekki upp alveg hrikaleg rolla ég að geta ekki tekist á við þetta, en ég bara ræð ekki við þetta, ég get ekki borðað súrt, ekki hákarl eða neitt annað svona óhefðbundið, ekki sússý eða neitt slíkt. En ég fekk hinsvegar hangikjöt og meðlæti með því, flatkökur, helling af harðfisk og fleira góðgæti og svo auðvitað bara vatn og sprite no alcohol for me baby !
Hljómsveitin 6ísveit kom og spilaði fyrir okkur og voru þau alveg frábær, hún hét Rósa stúlkan sem söng með þeim og var alveg ótrúlega flott. Röddin í henni er alveg einstök og tónlistin þeirra var alveg æðisleg hreint út sagt. Mjög gaman og notalegt að hlusta á þau.
Svo eru nú engir smá brandarakallar þarna hjá Sjálfstæðisflokknum, þeir komu nú með svo marga góða (sem ég reyndar man ekki lengur) að ég alveg lág út hlátri allan tímann
Kær kveðja og takk fyrir samveruna þið sem þarna voruð,
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil þig vel að borða ekki súran mat. Þetta er ekkert annað en skemmdur matur. Það besta við þorramat er Hangikjötið og Harðfiskurinn. Ég er að fara á þorrablót eftir tvær vikur hjá Hóla og víðvíkursveit og þar tökum við sjálf með okkur það sem við viljum og mun ég taka nóg af Hangikjöti.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 28.1.2008 kl. 17:16
Eg gleðst með glöðum Inga Lára ,leiðinlegt þóti okkur hjónum að komst ekki og gleðjast,en veikindi min komu i veg fyrir það/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 28.1.2008 kl. 20:51
Já Þórður Ingi taktu sko nóg af hangikjötinu, ég allavega læt restina að mestu eiga sig
En leitt að heyra með veikindi þín Halli minn, ég reyndar varð veik í gær og svo voru sonur minn og maður búnir að vera í veikindum og sonur minn er aftur lasinn í dag.... en góðan bata Halli minn,
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 21:14
Ég myndi líka alveg verða veikur ef að ég þyrfti að mæta á þorrablót sjálfstæðismanna viljandi & ódrukkinn. Myndi hreinlega ekki gera fjölskyldu minni slíkann óleik.
En ég myndi frekar dýfa mér að fornum ofan í næsta sýrukerald & eta á mig gat þar, frekar en að láta núorðið sjá mig í þvílíkum félagsskap.
Þannig brynni ég ekki alltént inni með mínar skoðanir & fengi líka í leiðinni eitthvað gott í gogginn.
Steingrímur Helgason, 28.1.2008 kl. 22:55
Þú ert algjör snilld Steingrímur minn, you are my big brother
Knús og kossar,
Litla systir
Inga Lára Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning