Já vitið hvað ?

Ég varð eitt sinn fyrir því óhappi að vera stödd á kaffihúsi í Miðbæ RVK að kvöldi til og þá var keyrt utan í bílinn hjá mér. Lögreglan hefur samband við mig og biður mig að koma. Ég var mjög svekkt að sjá bílinn minn alveg gjörsamlega beyglaðan að aftan, en lögreglumaðurinn tilkynnti mér um leið að hafi orðið vitni að ákeyrslunni, svo að ég fekk allt bætt.

Ef vitnið hefði keyrt í burtu án þess að gera nokkuð hefði ég sitið uppi með ónýtan bíl að aftan... en til er heiðarlegt fólk og vonandi fullt af því Smile

Ekki hika við að tilkynna !!!!!

Kveðja,

Inga LáraWink


mbl.is Lýst eftir vitnum að árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Allt er gott sem endar vel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að það var keyrt á mig og stungið af.  Það var vitni af þessu og það vildi svo skemmtilega til að ég var að vinna við afgreiðslu og það var komið til mín til að fá lánaðan penna því vitnið þurfti að skrifa niður númer bílsins sem öli þessu. Ég hafði þá ekki hugmynd um að stelpan sem var vitni var að skrifa miða til mín fyrir framan mig til að setja á bílinn minn.  Þegar ég sá þetta þá kærði ég strax til lögreglu en þeir gerðu ekkert fyrr en rúmri viku seinna.  Þeir höfðu samband við eiganda bílsins símleiðis og spurðu hvort hann hafi verið á ferðinni á þessum tíma.  Viðkomandi eigandi svaraði neitandi.  Þegar ekkert gerðist þá kvartaði  ég til lögreglustjóra fyrir slæm vinnubrögð, þá var farið að skoða bílinn og kom þá í ljós að hann var ný viðgerður en ekki hægt að sanna  að þetta hafi verið tjón sem kom þegar hann keyrði á minn bíl.  Ég var áður búinn að skoða viðkomandi bíl áður  og þá var hann beyglaður og litur af mínum bíl á honum. ´Ég var ekki ánægður með vinnubrögð lögreglu svo ég lagði fram formlega kæru  á lögregluna.  Lögreglustjóri viðurkenndi svo fyrir mér seinna að það var greinilega að lögreglan hafi gert stór mistök í þessu máli.  Ég sat uppi með tjónið þar sem hurðin hjá mér var ónýt  En ég slapp þó nokkuð vel þar sem ég átti eins bíl með sama lit sem ég notaði í varahluti og gat tekið hurðina af honum. Ef ég hefði ekki átt varahlut þá hefði þetta verið tjón fyrir mig upp ca 100.000kr á þeim tíma. Það getur verið mjög slæmt að lenda í svona tjónum. 

Kv Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 29.1.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

vá Þórður Ingi, þetta er nú ekkert smá sem þú hefur lent í því miður mætti lögreglan stundum skammast sín fyrir vinnubrögðin, og margir vilja segja að hún geri mistök eins og aðrir. En einstaklingar eiga ekki að vera að taka svona störf að sér nema þeir ætli sér að vinna þau, þetta er svo ábyrgðarfullt starf. Hvað mundi fólk segja ef að einstaklingar sem ætti að vakta á spítölum og fleira færu illa af því að starfsfólkið væri bara að "gleyma sér" Fólk þarf að læra að taka ábyrgð.... þetta er ömuleg saga af lögreglunni Þórður Ingi og mér finnst að hún hefði átt að bæta þér þetta upp sjálf... djö ég er orðin reið núna

Kveðja til ykkar og takk fyrir kommentin,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér finnst, það er svo margt sem mér finnst, að úr því að lögreglan viðurkennir mistök þá sé hún bótaskild í þessu tilfelli, Þórður.

Ein "skemmtisaga"

Það voru nokkrir karlar uppi á annari hæð að steypa plötu og smá smókpása á milli steypubíla þá sáu þeir hvar fínn maður kom og settist upp í BMWinn sinn og bakkaði, var að mjaka sér úr stæði, og bakkaði á bílinn fyrir aftan, það sást upp að það varð smá högg, þeir fylgdust með og fóru að tala um hvort hann mundi bíða eftir eigandanum eða skilja eftir blað eða bara stinga af flestir voru á því að hann mundi stinga af, en nei nei minn maður kom út úr bimmanum og skoðaði þetta aðeins og fór svo inn í bíl og náði í blað og blyant og skrifaði: það

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.1.2008 kl. 01:21

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Veit ekki hvað gerðist enn hér kemur það: ÞAÐ HORFÐU SVO MARGIR Á AÐ ÉG VARÐ AÐ SKRIFA EITTHVAÐ Á MIÐA. Þennan miða lét hann svo undir þurkuna, allir í kring óskaplega sáttir við "heiðarleika" mannsins, það tók einginn niður númer bílsins, það þurfti ekki. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.1.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband