Langar að deila því með ykkur......

Ég er nemandi í HÍ eins og kemur fram í persónuupplýsingum um mig og margir af mínum bloggvinum vita.

Háskólatorg var byggt á síðasta ári og er nýbúið að taka það í notkun. Þar eru matsalur, skrifstofur, tölvustofur og kennslustofur.

EN ! þrátt fyrir þetta rándýra hús, sem er að mínu mati mjög flott, þá get ég ekki betur séð en að það sé bara ónýtt Woundering Vorönnin núna er fyrsta önnin sem verið er að kenna í byggingunni og það er rúmur mánuður búinn af skólanum og það eru komnar svo ljótar rakaskemmdir inni í kennslustofum að það hálfa væri nóg.

Eru önnur ný hús í takt við þetta ? ég veit um marga sem hafa talað um að búi í nýjum húsum sem halda varla vatni né vind og hef ég séð nokkur slæm dæmi.

Kveðja,

Inga L. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég get vel skilið þetta vandamál.  Ég hef lengi unnið við smíðar og húsaviðgerðir lærði húsasmíði á sinnum tíma.  Það sem er að gerast er að byggingahraðinn er orðinn svo mikill að steypan fær ekki þann tíma sem hún þarf til að taka sig.  Það er alltaf smá raki í steypu þegar hún er ný og ekki er æskilegt að mála steypu sem er ný.  Ef steypa er máluð of fljótt þá kemur rakinn sem er í steypunni fram í ljótum blettum á málningu.  Þetta er að gerast í mörgum húsum í dag. 

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 25.2.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þetta er ömulegt Þórður Ingi, af hverju er ekki eitthvað gert í þessu ? það eru svo margir sem kvarta ? Ps. ég ætla að lesa bloggið þitt í kvöld þegar ég er búin að læra ......hafðu gott félagi.

Thor eða _ _ _ _ a _ .......já þú segir það bara.

Kveðja til ykkar strákar,

Inga

Inga Lára Helgadóttir, 25.2.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband