Jæja, hvað segi´ði ?

.....bara svona að tékka hvað fólkið segir ?

Ég lít á ákvörðun hans sem svo að hann treystir sér til að taka aftur við stólnum, hann veit hvað hann gerði og veit að "öll þjóðin" meira og minna hefur verið ósátt með það sem hann gerði, þátt fyrir að hann hafi nú bara verið borgarstjóri yfir Reykjavíkinni.

Hann gerir sér grein fyrir því að hann verður undir smásjá og það er í lagi mín vegna að gefa fólki tækifæri. Hann hefur ekki réttlætt það sem hann gerði, hvort sem það eru þeir lögfr. sem hann bar mál sitt undir við, þær aðferðir sem hann notaði, hraðinn á öllu saman og allt annað. Hann segist sjá eftir þessu.

Við höfum örugglega öll brotið á einhverjum sem hefur fyrirgefið okkur og við höfum fengið tækifæri til að gera betur og sanna okkur fyrir okkur sjálfum.

Bjóðum Vilhjálm velkominn sem borgarstjóra eftir eitt ár.

Kveðja,

Inga Lára Smile

Ps. við vitum ekki hversu margir stjórnmálamenn hafa gert hluti sem einkennast af spillingu og komast upp með það, en hann gerði nokkuð sem hann sér eftir og hefur beðið afsökunnar á. Því vil ég gefa Vilhjálmi tækifæri aftur. 


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Piiffff!!!

Hvernig í ósköpunum færðu það út að hann sjái eftir því sem að hann gerði. Í fyrsta lagi er hann ekki með neinn stuðning á bakvið sig, í öðru lagi þá reyndi hann að ljúga en upp komst um hann þegar talað var við lögmannin, í þriðja lagi hvernig dettur honum í hug að ætla að halda áfram, eftir að hann sagði á sínum tíma að Þórólfur væri maður með meiru að axla ábyrgð á sínum gjörðum og segja af sér... Hann veit alveg að fólk er ósátt við hann en hann! en hann er bara of gráðugur það er eina ástæða þess að hann vill koma aftur. Ekki fyrir borgarbúa heldur fyrir sig af því hann vill aftur fá meira enn milljón á mánuði í laun sem borgarstjóri og hann vill líka fá peninginn sem fylgir því að sitja í nefndum fyrir borgarráð.... Hann er bara ógeðslega gráðugur og er alveg sama hvað hverjum finnst.

Ef sjálfstæðismenn fá ekki minna fylgi eftir þetta, þá sé ég ekki tilgang með því að hafa kosningar. Okkur er alveg sama hvað hver gerir og pólitíkusar þurfa ekki bera neinar ábyrgð á gjörðum sínum... Sjá bara Árna Johnsen, dæmdur glæpamaður sem fór í fangelsi vegna brota sinn og varð að stíga úr ríkisstjórn en hvað gerir sjálfstæðisflokkurinn....? kemur honum aftur inn á þing.

Kannski er ég bara ekki að skilja þetta en mér finnst að fólkið sem við kjósum... Sem við gefum vald til að stjórna okkar daglega lífi. Mér finnst þetta eigi að vera heiðvirt fólk. Þetta á að vera rjóminn af samfélaginu.... Það er það KLÁRLEGA EKKI núna.

Gerum það sem við viljum, stelum, ljúgum og gerum hvað sem er af því Íslendingar eru fífl og þeim er DRULLU SAMA!!!!!

Fannsi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Inga Lára hin besta!

Ég segi nú bara að þetta kom ekki beinlínis á óvart með fyrri gjörðir og ákvarðanir vilhjálms í huga.

Þú færð annars nokkuð svo að heyra það hérna að ofan, ætlaði reyndar sjálfur að minna þig á tvennt sem þar er nefnt, ósannsögli hans og ósamræmi í flestu er varðaði REI málið og svo þessi orð hans um Þórólf, er rifjuð voru upp á dögunum.

Og ertu svo viss um mín ágæta, að hin sex séu í raun og sannleika glöð með þetta og taki undir með þér!?

Það má nú draga í efa!

DAbbi karlinn hefði fyrir löngu verið búin að grípa inn í þetta rugl, eins og hann gerði reyndar um árið er markúsi var kippt út fyrir Árna Sigfússon til að halda borginni, sem þó dugði reyndar ekki til!

og þú ert svo bjartsýn að Ólafur hangi í eitt ár? Við skulum vona það hans vegna að minnsta kosti!

En á meðan heldur "Gamnið Sirkús Reykjavík" áfram skrattanum til skemmtunar og Össur heldur örugglega áfram að skrifa snilldarverk um það!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ágætu drengir,

Það sem ég er að segja hér að ofan er það að Vilhjálmur hefur núna ákveðið að setjast aftur í stól borgarstjóra eftir eitt ár. Hvort sem það er rétta ákvörðunin að mínu mati eða ekki, kemur í raun ekki í ljós hér að ofan. En það sem ég hugsaði þegar ég sá fréttina var að hann ákvað að taka aftur við starfi sínu svo að við skulum þá taka honum með aðeins opnari hug en ég býst við að fólk geri.

Ég og enginn annar mundi segja að væri í lagi að stela, ljúga og fleira eins og kemur fram í fyrri færslunni, og ég skil það viðhorf alveg afskaplega vel, og viðhorf ykkar beggja, Fannsi og Magnús Geir. En Vilhjálmur einn gat tekið ákvörðun, svo að mér finnst við í raun ekki getað gert neitt fyrr en kemur að kosningu eftir tvö ár í viðbót........ fattiði hvað ég á við ?

Kær kveðja og góða helgi piltar

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er ennþá harðviss um það að það voru kommarnir sem að létu Villa ljúga að kjósendum sínum um að það væri alveg í lagi að gefa vinum sínum smá fé til útrásar.

Sömuleiðis er ekki vafi í mínum huga að helvítis kommarnir létu hann gleyma því strax að hann hefi gert það.

Vonda fólkið á bláskjánum RÚV átti heldur ekkert með það að spyrja hann svona óþægilegra spurnínga, hvað þá reka ofan í hann lygina á eftir.

Ég meina, maðurinn er búinn að vera virkur í Sjálfstæðisflokknum í fjörtíu ár, svona koma nú vinir ekki fram við vini sína.  Hann átti alveg inni, eins & allir hinir að komast upp með þetta.

Greysan Villi...

Steingrímur Helgason, 23.2.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Villi gerði alveg rétt i stöðunni ,við styðjum hann til góðra verka/ Ef flokkunin þolir þetta ekki er hann ekki á vetur setjandi!!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.2.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta kom ekki á óvart að Villi skildi vera áfram sem oddviti.  Nú er bara að vona að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá honum. 

Þórður Ingi Bjarnason, 23.2.2008 kl. 13:20

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Kannski að flokkurinn sé ekki á vetur setjandi.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Maður sem er margbúin að vera uppvís að lygum getur vart búist við að fá mörg tækifæri. Það virðist  ekki að neinn taki  með í reikninginn, að það eru sjö borgarstjórnarfulltrúar, og þeir kjósa borgarstjóran úr sínum röðum. Og þar með hefur Vilhjálmur í raun ekkert í hendi sem gefur honum  "rétt á stólnum ".

Og það er sorglegt og hlálegt í senn að horfa,og hlusta á félaga hanns,lýsa yfir stuðningi sínum með svo greinilegum óánægjusvip, og máttleysislegu orðalagi, að lengra verður ekki komist í þeim efnum

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.2.2008 kl. 09:23

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Til hamingju með konudaginn Inga mín ...

Gísli Hjálmar , 24.2.2008 kl. 09:42

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilega til hamingju með daginn unga kona!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 17:24

11 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Til hamingju með daginn Inga mín

Þórður Ingi Bjarnason, 24.2.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1651

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband