Loksins má ekki sýna lögreglu óvirðingu !!!!!

Það er of oft sem hefur komið fyrir að lögregla verði fyrir aðkasti og virðist eitthvað svo réttindalaus, en mér finnst mikið búið að herða lögregluna núna síðasta árið, td. heilsa þeir upp á lýðinn sem tekur upp á því að pissa á almannafæri, brjóta glerflöskur og eru bara vel strangir við fólkið í landinu.... sem er hið besta mál.

Mér fannst fínt að fara að taka vel á þegar lögreglu er hótað og sýnd vanvirðing og finnst mér flott að þetta komi fram í Morgunblaðinu þar sem aðrir sjá að þessi hegðun er ekki leyfð !

Kveðja,
Inga Lára


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Já, það er gott að lögreglan er ströng við borgarana.  Þeir ættu að fara og handtaka alla sem ekki eru í öryggisbelti eða reykja á börum borgarinnar.  Einnig er rétt að beita harðari refsingum gagnvart brotum eins og að leggja ekki rétt í stæði, hugsa ekki rétt og svo framvegis.  Handtaka svoleiðis lið og setja í steininn!

Sigurjón, 26.2.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

það má nú alveg vera eitthvað þarna á milli sko, en sumir verða víst argir þegar koma stíf lög um að hegða sér og sýna öðrum virðingu

Kveðja,

Inga L. 

Inga Lára Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 00:00

3 identicon


Ef maður vill ekki pissa má lögreglan gera hvað sem henni sýnist, en ef maður er útlendingur og gengur í skrokk á lögregluþjón er ekkert gert.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 01:46

4 identicon

Katrín lestu nú dóminn og segðu okkur hvernig lögreglan hefði átt að snúa sér öðruvísi í málinu.  Dómurinn segir að þeir hafi gert allt samkvæmt lögum og reglum og að öðruvísi hefði þetta mál ekki verið til lykta leitt.

Þú segist þora að veðja að vegna valdníðslu og framkomu fólksins þá hafi konan verið í sturlunarástandi.  Það eru nú ein 10 vitni leidd fyrir dómin sem segja allt aðra sögu en hún, hvers vegna telur þú þessa konu vera þá einu sem þarna sé að segja satt frá?

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 02:33

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Katrín ef sá sem lögreglan er með í þeesu teillfelli konan sem vildi ekki gefa þvagsýni þá verður lögreglan að gera harða aðgerð til að ná þeim sýnum sem hún þarf til að sanna mál. Ef þarf að taka sýni með valdi þá verður það að vera svo.  Ég tel líka að þeir sem vilja ekki gefa sýni sjálfviljugir hafa eitthvað að fela og þá verður að beita valdi til að ná sýnum.  Það kom fram að þessi kona hafi ekið undir áhrifum og því er þetta í góu lagi hjá lögreglu að beita hana þessu valdi til að ná sýni frá henni.

Þórður Ingi Bjarnason, 27.2.2008 kl. 07:59

6 identicon

Af hverju horfa svona margir fram hjá því að hún hefði hæglega getað komist hjá þessu ef hún hefði gefið sýnið sjálfviljug? Í þessu tilfelli var þvagsýni nauðsynlegt til að sýna fram á að hún hefði drukkið FYRIR slysið, en ekki EFTIR það eins og hún heldur fram.

Er það ekki ávísun á að vera að fela e-ð þegar maður neitar að gefa sýni?

Ég ætla ekki að leggja dóm á þessa aðferð sem slíka, finnst bara of margir horfa fram hjá því AF HVERJU þessi leið var farin.

Ef hún hefði með athæfi sínu verið valdur að banaslysi, væri þá verið að mótmæla þessari aðferð svona mikið? 

Rósalind (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessi aðferð þarna verður mikill blettur á löggæskunni/ekki verjandi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.2.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband