Líst bara vel á þetta :)

Ég rek augun alltaf í þær fréttir sem snúa að eflingu löggæslu og öðru þess háttar.

Ég var einmitt að keyra um bæinn fyrir stuttu, var að hugsa í leiðinni hvað miðborgin væri orðin fín að mörgu leiti, en hvað væri neikvætt allt fyllerýið og fleira hjá ungu fólki í bænum um helgar (tala ég sjálf núna eins og ég sé áttatíu og þriggja Wink ). En ég er á því að bærinn sé fallegur og við þurfum að hlúa að honum og þurfum ekki á skrílslátum að halda. Auðvitað er lýðurinn þar samankominn um helgar þegar skemmtistaðir eru opnir og fl. svo að ég tel þessa auknu löggæslu ekki gera það að verkum að liðið fari annað, heldur muni það vonandi hegða sér betur. Þetta eru svona mín rök í fljótu bragði fyrir því að þetta athvarf lögreglu eigi rétt á sér. 

Annars finndist mér líka að í úthverfunum mætti efla löggæsluna um helgar. Þá mætti lögrelgan vera kannski sýnilegri og meira á ferðinni. Kannski er hún mikið á ferðinni þó ég sjái hana ekki, enda mikið bara heimafyrir að hafa það huggulegt Kissing en eins og í kringum söluturnina og á fleiri stöðum þar sem unglingar hópast oft saman, þar mætti lögregla gjarnan keyra reglulega framhjá á kvöldin til að fylgjast með og líka (það sem mér finnst skipta máli) láta sjá sig meira. 

Endilega komið með ykkar sýn á þetta, ég (á þessu augnabliki) stend alveg föst á þessum rökum og væri forvitnilegt að sjá hvað aðrir hafa að segja Grin

Kveðja til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Miðborgarathvarf formlega tekið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Lögreglan mætti í það minnsta vera sýnilegri, sérstaklega þar sem skólarnir eru að byrja; og svo maður tali nú ekki um kvölin og helgarnar.

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 22.8.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við lýðurinn, líðum ekki lýð lengur.

Sendi þér fazt klukk á bozzann ...

Steingrímur Helgason, 8.9.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband