19.11.2008 | 17:20
Þetta var alveg glatað...
Verð nú bara aðeins að tjá mig eftir að hafa verið lengi í burtu héðan vegna lesturs, en mér fannst alveg fáránlegt að lesa að einhvað pakk hafi verið að grýta ráðherrabílinn hans.
Ég veit að margir eru reiðir í dag og það er ég líka, en sem betur fer er Björn búinn að gera það margt gott að ég færi nú ekki að kasta eggjum í bílinn hans (fyrir utan það að ég hef ekki lagt í vana minn að vera með dónaskap og vanvirðingar).
Björn hefur gert góða hluti, m.a. að herða refsingar og að koma á úrræði eins og Hringnum sem er fyrir unglinga eftir fyrsta/annað afbrot og breyta einnig lögum í nauðgunarmálum. Svo fyrir mér á Björn þetta ekki skilið og ef einhver púaði á hann..... þá púa ég þá sem púuðu
Kveðja til ykkar,
Inga Lára
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist alveg að þú ert að tala um einn allra óvinsælasta stjórnmálamann landsins? Sem var strikaður út af stórum hóp kjósenda, sem vígvæðir lögregluna og dreymir um sinn eiginn her á Ísland....og svo mætti lengi telja.
Þú skilur þá að ég púi á þig fyrir að taka upp hanskann fyrir Björn B.
Siggi (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:39
Þetta fekk mig ekki til að breyta um skoðun, fyrir utan það þá er hann ekki að reyna að koma upp her hér heima ef þú hefur kynnt þér málið mjög vel, heldur hefur hann reynt að betra á betra varnareftirliti á fyrir okkur. Hvað er svo að því að hafa lögregluna sterka hér......... nema fyrir þá sem eru brotamenn ? Ég er ekki í þessum síðustu orðum að ásaka þig um neitt Siggi enda veit ég ekki hver þú ert, en ég hef ekki á móti Birni, heldur frekar öðrum þarna inni sem hafa ekki gert mér mikið til geðs. Björn segir líka skoðanir sínar hreint og beint og hann óttast ekki hvað ég eða þú erum að hugsa.... þessvegna kemst hann alltaf áfram. Hann er heiðarlegur. En svona er það, við erum ekki alltaf sammála.
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 19.11.2008 kl. 17:46
Þeir skulu þakka fyrir að ekki sé byrjað að skjóta á þá svona miðað við stöðuna sem þeir hafa komið landinu og fólkinu sem byggir það í. Eggjakast er saklaust grín eftir að þeir hafa komið þjóðini á hausin og gert komandi kynslóðir að skuldarþrælum.
Jon Mag (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:04
Ekki held ég að skrílslæti einstaklinga í hópi mótmælenda láti ráðherra og stjórnarflokka landsins skipta um skoðun. Meiri líkur eru á að þeir verði einungis meira afgerandi og harðari í afstöðu sinni. Ég tel svona athafnir bera vott um barnaskap og skort á sjálfsstjórn og langt í frá að þesskonar mótmæli þjóni tilgangi sínum, ef hægt er að kalla þetta mótmæli og efast um að það sé siðmenntað fólk sem er innan þessa hóps. Frekar myndi ég giska á ómenntaðri stéttir þjóðarinnar, því miður, þetta er þó ekki alhæfing.
Ég er nú ekki fylgjandi mótmælunum, en finnst allt í lagi að menn mótmæli. Ég tel að það séu einmitt svona einstaklingar, sem kunni sér ekki hóf, séu þeir sem að eyðileggja og/eða koma slæmu orði á mótmæli í heild sinni.
Tjásan (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:39
Mér finnst algjörlega út í hött að grýta ekkjum í ráðherrabílinn hanns Björns. Eggjum sem bílstjórinn þarf að þrífa af. Bíðið heldur eftir að Björn komi út og grýtið eggjunum í hann.
Það er misskilningur hjá þér að hann sé að styrkja lögregluna. Það eru að því er ég veit best fyrirhugaður niðurskurður í lögreglunni á meðan sérsveitin og þessháttar gæluverkefni björns tútna út og stækka. Fyrir mína parta þá vil ég frekar sjá skarann af lögreglumönnum niðri í bæ um helgar en að hafa fáeina sérsveitarmenn sem kostar miklu meira að þjálfa. Það er þó rétt hjá þér að það er kostur fyrir stjórnmálamenn að fylgja sannfæringu sinni sama hvað tautar og raular, en þegar menn eru "heiðarlegir" í spillingunni og hafa sömu sannfæringu og Björn Bjarnason þá vil ég heldur þingmann og ráðherra sem hugsar um íbúa landsins en ekki flokkinn og sjálfan sig í einu og öllu.
Rúnar Geir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:41
Einnig verð ég að segja að ég er sammála Ingu, Bjarni hefur staðið sig vel og gert marga góða hluti og finnst ekkert jákvætt við þessar aðgerðir.
Væri ekki æðislegt ef að allir stjórnmálamenn væru fullkomnir, sumir mótmælendur þyrftu að líta í eigin barm áður en þeir tjá sig. Ég efast um að þeir geti gert mikið betur, annars væru þeir líklega í framboði ef þeir teldu sig eitthvað hafa málefnalegt fram að færa (og þá er ég að tala um eitthvað málefnalegt!!! ekki einhver eggjaköst). Meira hef ég ekki um málið að segja.
Tjásan (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:46
Ég tek undir með þér Tjása, eins og Hörður Torfa sagði að þá vildi hann hafa allt friðsamlegt þar sem það væri sterkari leikur en annað.
En það er ekki misskilningur hjá mér Rúnar Geir að hann vilji styrkja lögreglunar, en það er spurning um fé og fleira sem þarf til þess. En ég næ því ekki af hverju þetta var gert við bíl Björns en ekki einhvers annars, umræðan í samfélaginu hefur nú ekki verið hvað háværust hvað Geir varðar
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 19.11.2008 kl. 18:50
Illa farið með ágætiz egg...
Steingrímur Helgason, 19.11.2008 kl. 21:54
Þið eruð sjúkt fólk. Þægir ungir kjósendur sem ætlið að fara að dæma fólk af því það kýs að henda eggjum í bíla. Ekki dettur ykkur í huga að dæma Björn fyrir að vera einn af stóru spillingaröflunum sem er að skuldsetja börnin okkar með upphæðum sem stríðsskaðabætur þjóðverja í seinna stríði blikna við hliðina á.
Eigum við ekki líka að hneigja okkur fyrir Birni og tigna hans tilvist í næstu kosninum? - geri ráð fyrir að Inga lára geri það.
Þór J. (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:58
Já Steingrímur kæri stóri brósi, eggin kosta sitt og þó allavega í kreppunni en hvað ætlar fólk að fá uppúr því að kasta eggjum í bíl ? annað en að það þurfi að þrífa hann..... og eru það ekki við sem greiðum þessu fólki laun ?
Rúnar, ég skil reiði þína vel, ég er reið líka, ég er bara "skólastelpa" sem er ekkert voða rík þessa dagana og væri sko alveg til í að fá nýja kosningu......... en veit það samt ekki, kæmu einhverjir í staðinn sem væru tilbúnir að ráðast í þetta ? og eru það einstaklingar sem vita nákvæmlega hvernig á að gera það ? Ég veit réttara sagt ekki hverjum sé treystandi til þess í dag ? En við erum öll jafn svekt, ég væri alveg til í að sjá lánin mín standa í þeim tölum sem þau gerðu áður en að allt fór í vitleysu , en við verðum sjálf að halda sönsun því að reiði gerir okkur sjálfum ekki gott.
Þór, mér finnst þú ekki svaraverður og verður svar mitt ekki lengra til þín, ef þú sendir eitthvað til baka, þá er mér alveg sama.
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 20.11.2008 kl. 00:10
Ljóta vitleysan allt saman.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning