23.1.2009 | 20:04
Heppinn að hafa veikst ? :(
Hvaða fáviti lætur svona útúr sér ? Mér er alveg sama hvort ég fái hörð viðbrögð við þessari spurningu minni, því að láta þetta út úr sér, þegar maður er greindur með illkynja æxli, það er algjör viðbjóður, svo að mín orð eru að mínu mati ekki gróf
Eins með Hörð Torfa, hann er alveg fallinn í áliti hjá mér, fannst hann alveg ágætur og var ekkert fúl að hann var kosinn maður ársins, en það er nú frekar vanheilt hvernig hann svaraði fréttamönnum þegar hann var spurður út í veikindi Geirs.
Bara hvaða fíkúrur eru að leynast þarna fyrir utan ofbeldisseggina ? Vil hafa þessa friðsömu mótmælendur sem eru ekki eins og fífl. Ég mun mæta fljótlega á Austurvöll, er reyndar að vinna um helgina og hugsa um drenginn minn sem er með hitapest
Kveðja,
Inga Lára
Ekki farin að finna til með honum ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er svo sammála skrifaði um það á síðuna hjá mér og vona ég að fleiri geri það. Hvet fólk til þess við Íslendingar höfum alltaf getað sýnt samúð, við skulum ekki hætta því
Guðrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:20
Veistu Guðrún, ég er ekki bara núna ósátt með stjórnarástandið, heldur líka sumt fólkið í landinu, sem er svona hrikalega siðlaust. Bæði þetta með ofbeldisverkin og skemmdarverkin öll og svo eins svona ómerkileg ummæli eins og hjá þeim sem segja þetta um forsætisráðherrann, ég á bara ekki til orð hvað er mikið til af fólki sem mér líkar illa
Ætla að skoða þína síðu Guðrún,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 20:24
Mér líkar alltaf vel við þig.
Steingrímur Helgason, 23.1.2009 kl. 21:16
Hahaha, þetta var alveg bráðnauðsynlegt innlegg í umræðuna norðan frá Hauganesi!
En í öllum bænum ekki vera að eyða púðri í vandlætingu vegna þessa, þú og aðrir Inga hin besta, þurfið ekki að sjá það á prenti að fólk ber mismikla umhyggju fyrir forsætisráðherranum, veikum eða ekki.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 22:06
Ekki heyrði ég þetta viðtal og þar með ekki heldur þessi tilvitnuðu orð. Öllum getur okkur orðið á með hvatvísi og þar er Hörður Torfason ekki undan skilinn. Hann hefur komið mér fyrir sjónir sem kurteis maður og hann kann mannasiði. Mikilsverður hluti mannasiða er að koma fram með djörfung og biðjast afsökunar verði fólki á og bera afsökunarbeiðnina fram á viðeigandi hátt.
Ég leyfi mér að vænta þess af Herði Torfasyni.
Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 01:00
Þetta hefði ALDREI verið gert að frétt nema vegna þess að þetta er hluti af viðbjóðslega óviðeigandi áróðri Moggans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í dauðateygjunum!
Forsætisráðherra óskaði ekki nokkur maður eða mótmælandi veikindi, en það eru kannski aðrir fyrri til að hljóta samúð manna eftir að Geir hefur í sameiningu við flokksfélagana m.a. staðið að niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og stefnt að því að einkavæða það, jafnt í góðæri sem kreppu, og gera þannig líf annarra sjúkra minna bærilegt!
Maðurinn fær þó forgang á þessum sömu stofnunum, og hefur tækifæri til að fara erlendis í meðferð við sínum sjúkdómi... Hann þarf þó ekki að fá pólitískar óskir sínar uppfylltar líka, á kostnað okkar allra hinna??
Garðar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 05:49
Ég er sammál þér Inga Hörður féll úr áliti hjá mér í gær. það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mistök í hita dagsins því hann sagði þetta sama í öðru viðtali seinna um daginn svo þetta var hans meining. Nú finnst mér að Hörður ætti að æxla ábyrgð og hætta sem talsmaður radda fólksins því ekki er hann mín rödd.
Að fá þær fréttir um krabbamein er mikið sjokk. Mín fjölskylda fengum svona fréttir rétt fyrir Jól um að Afi færi með krabba sem ekki er hægt að fjarlægja og var það mikið sjokk.
Svona ummæli sem Hörður kom með snerta ekki bara Geir og hans samstarfsfólk í pólitík, heldur hans fjölskyldu, þetta með að Geir sé þetta veikur er nógu mikið sjokk fyrir fjölskylduna svo ekki sé verið auka það álag með svona ummælum.
Ég óska Geir og Ingibjörgu góðs bata og vona að þau verði bæði kominn með fullan bata áður en langt um líður.
Þórður Ingi Bjarnason, 24.1.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning