Þetta er högg :(

ÉG trúði ekki þessi þegar ég heyrði þessa frétt. Ég verð að segja eins og er að núna er ég hrædd um íslensk stjórnmál.

Ég horfði á Alþingi í gær þar sem Geir nefndi allt sem búið er að gera til að reyna að draga úr áföllum í samfélagi okkar eftir bankahrunið og að kreppan skall á. Hvar voru fréttamenn þá ? Ekki sá ég í fréttum þá ræðu sem Geir kom með, heldur eru fréttamenn að gera allt sem þeir geta til að auka á múgæsinginn. Þeir vilja sjálfir eflaust skipta um stjórn og eru því ekki hlutlausir og velja sér sjálfir eflaust fréttirnar sem eru spennandi....... krakka vera að ráðast á lögregluna á Austurvelli og segja það lýsa því að fólkið sé reitt. Fyrir mér eru þessi börn ekki að endurspegla þjóðina með sínum óvitaskap, en fréttamenn eru margir hverjir jafn miklir óvitar. 

Ég varð sáttari að heyra frá Geir á Þinginu í gær, ég var líka sátt við Össur og eins var ég ánægð með þær áherslur sem Steingrímur Joð kom með. Mér varð rórra að vita að þarna var búið að vinna mikla vinnu og þarna fór mér að snúast aðeins hugur. 

Það sem hefur vakið rosalega mikla ósætti í mér og hefur reitt mig til reiðis er að hafa ekkert fengið að vita hvað þeir voru að gera. Vissi aldrei í hvaða átt þeir voru að taka skrefin eða hvort að öll fyrirtæki væru að fara á hausinn á næstu vikum. En með ræðu hans í gær (sem fréttamönnum þótti eflaust ekki áhugaverð) treysti ég honum mun betur og finnst ömuleg staðan eins og hún er í dag. Ég var mjög hrædd eins og við eflaust öll að vita ekkert hvort þeir væru hálf aðgerðarlausir eða ekki, en svo virðist vera að heilmikil vinna hafi verið unnin og ég er ekki eins hrædd lengur. 

Oft hef ég hugsað til þess ef til kosninga kæmi í vor, sem nú er orðið ljóst að verður, að þá yrði alveg öruggt að þeir fengju sín atkvæði þrátt fyrir slæmar niðurstöður úr könnunum. ÉG hef oft vonað að skipt yrði um stjórn, en sú ósk mín var ekki alveg byggð á réttum forsendum, ég fekk ekkert að heyra nema slæmt í fréttum. 

En ég get alveg sagt það að ég vil nokkra sjálfstæðismenn burtu, td. sérstaklega Árna Matt, Guðlaug Þór og einn annan sem ég hafði sérstaklega mikið álit á sem er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík og ég hafði stundum verði í tölvupóstsambandi við...... en sá maður er ekki sá sem ég hélt að hann væri. Eins er ég ekki viss um traust mitt til Bjarna, verð að segja eins og er. En ég er ánægð með Samfylkingu en Vinstri græna vil ég ekki og ekki heldur Framsókn ! Alls alls alls ekki.

Annað er að ég er á móti þessi hugtaki "frelsi einstaklingsins" þegar þar á við um að auka frelsi okkar það mikið að engin höft séu, eins og td. með bindiskyldu bankanna og fleira sem var afnumin, margt hræðilegt búið að gerast þar svo ég segi vandann í dag að einhverju leiti tilbúinn. En ég veit líka að frelsið á markaði var aukið alveg gríðarlega áður en Geir tók við og hefur mér þótt hann vera meira í félagshyggjuátt en sá sem þar sat á undan.

Deilið við mig eins og þið viljið, en þetta er mín skoðun og ég óska þess að hann hverfi ekki úr stjórnmálum !!!!!!

Kveðja, og batakveðja til Geirs,

Inga Lára Helgadóttir


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Inga ég er samál þér.

Ingimar Eggertsson, 23.1.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég ætla ekki að deila við þig, frekar að fá að deila þessari skoðun þinni með þér.

Góður pistill, sá sjálfan mig svolítið mikið í þessu.

Áfram Ísland

Kjartan Pálmarsson, 23.1.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

ég var líka hrædd og reið með ástandið og tók þátt í friðsamlegum mótmælum, en ég vildi ekki endilega að það hefði þau áhrif að við myndum missa hann, heldur vildi ég svör og sýna þeim að við værum að beita þá smá aðhaldi núna, sýna þeim hverjir kusu og fyrir hverja þeir væru að vinna.

Kveðja til ykkar,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flottur pistill hjá þér Inga Lára

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessar fréttir sem komu í dag voru ekki góðar og vona ég að Geir nái sér fljótt.  En ég er ekki ánægður með Þetta stjórnarsamstarf og hefði ég viljað sjá nýja stjórn taka við fram að kosningum í vor.  

 Svo sambandi við fréttamenn og mótmælendur ég var ekki ánægður þegar ég horfði á 10 fréttir í gær á RÚV  þeir hafa síðustu daga verið með beinar útendingar og langar fréttir um átök lögreglu og mótmælenda.  Svo í gær þá fór allt vel fram ekki kom til átaka og allir voru sáttur.  Þá sá RÚV ekki ástæðu til að sýna myndir af friðsamlegum mótmælum heldur sögðu stuttlega frá því að allt væri með ró á austurvelli.  Þarna hefðu þeir átt að sýna myndskeið þar sem mótmælendur voru í friði og ró nokkrir mótmælendur sögðu lögreglu af fara í pásu þeir skildu leisa lögregluna af.  Lögreglan fór í smá stund og sá svo að ekki var þörf á svona miklum mannskap og fóru heim.  Þetta var of gott til að RÚV gæti sýnt þetta. 

Þórður Ingi Bjarnason, 23.1.2009 kl. 14:23

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þakka ykkur, þremur síðustu líka fyrir ykkar innlit, já það má segja að þetta hafi alveg komið frá hjartanu, en samt hef ég verið reið, hrædd og vonsvikin eins og flestir landsmenn að ég held.

Já, ég ætla að hætta að taka mark á þessum fréttamönnum, þeir eru bara að leita eftir einhverju sem æsir okkur upp í þessum málum og hafa ekki góð áhrif á sálarlíf okkar. Af hverju ekki að gefa okkur sem heima sátum í gær góðan tíma að sjá það sem var að gerast gott ? og af hverju ekki að segja frá því sem ríkisstjórnin var að gera líka gott hér síðustu mánuði ?????? Þetta gerir það að verkum að mér finnst fjölmiðlar ótrúverðugir !

Inga Lára Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 14:30

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góðar fréttir seljast illa  Inga Lára, því miður

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2009 kl. 14:34

8 identicon

Alveg sammála þér Þórður Ingi, fréttamenn gera í því að sýna öll átök, en svo þegar allt fer fram með ró og spekt þá er það ekki fréttamatur.

Mér finnst líka fyndið að sjá þessa yfirlýsingu frá blaðamannafélaginu um að óvenjumargir ljósmyndarar hafi fengið táragas yfir sig í mótmælum síðustu daga, en þegar maður skoðar fréttamyndir þá sér maður ekki betur en að þeir séu allir ómerktir og eru að troða sér fremst til að ná sem bestum myndum.

Inga Lára, er svo sammála þér varðandi vinstri græna, vil ekki sjá þá í stjórn.

Sigrún (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:35

9 identicon

Heil og sæl; Inga mín, og þið önnur !

Þakka þér; einlæg skrif, og tek undir bataóskir þínar, Geir til handa, að sjálfsögðu.

En; frá hruninu, í September lok/ Október byrjun, hefi ég, ásamt fjölda annarra, verið,, á 1/3 snúnings, í minni starfsemi (þjónustu við bændur og fiskverkendur og jarðvinnuverktaka marga) í útvegun verkfæra ýmissa, og mátt þola niðurslag þungt, fyrir sakir ráðaleysis - úrræðaleysis og tómleika þeirra Geirs og Ingibjargar Sólrúnar.

Aukin heldur; hefir bankakerfið ekkert komið til móts, við atvinnulífið og heimilin í landinu, þrátt fyrir stagl stjórnmálamanna ýmissa, þar að lútandi.

Segi þér; eins og er, Inga mín. Helzt; þurfum við, sem lentum tjóninu í haust, að verða 3 - 400 ára gömul, með samsvarandi starfsaldri, til þess að sjá til lands, í efnahagsmálum okkar, og vita máttu Inga, að mér dugði 24. 000. króna túputæki, í stað fleirri hundraða þúsunda króna, þá gamla sjónvarpstækið gaf upp andann, í Marz 2008, til dæmis, að taka.

Og; eini lúxus minn er, stórreykingar, vaxandi (sígarettupakkinn er um tæpar 700 kr.) til þess, að komast í gegnum þetta lífs óláns munstur mitt, þessi misserin.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:39

10 Smámynd: Brynja skordal

Flott skrif hjá þér Inga er að mörgu leiti sammála og er mjög sleginn yfir þessari frétt af Geir okkar Harde! hafðu það ljúft inn í helgina Elskuleg

Brynja skordal, 23.1.2009 kl. 14:42

11 identicon

Æ, hvað það er gott að lesa svona æsingalaus skrif eftir allt sem skrifað hefur verið að undanförnu. Persónulega get ég tekið undir margt með þér. En mér finnst fréttamenn sjónvarps ekki hafa gætt hlutleysis í fréttaflutnigi sínum og þá á ég við að með raddblæ er hægt að túlka skoðanir. Þetta merkti ég nokkrum sinnum þegar fluttar voru fréttir af "aðgerðum" við Alþingishúsið. Og fyrst ég er eitthvað að tjá mig hér á bloggsíðu hjá mér bláókunnugri manneskju, þá vil ég senda því lögreglufólki  (kvenkyns eða karlkyns) góðar kveðjur. Þið stóðuð sterk fyrir framan lýðinn sem gerði allt hvað hann gat til að ögra ykkur og reyna að fá ykkur til að gera mistök í starfi. Ég er stolt af ykkur. Forsætisráðherra sendi ég bestu óskir í því nýja og persónulega stríði sem nú er hafið sem og utanríkisráðherra.

Ég fordæmi ýmis þau hin ljótu skrif sem sett hafa verið á bloggsíður margra í dag.

Ísland lifi!!

Ruth (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:55

12 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Innilega sammál þessu og send honum mínar bestu kveðjur

Jón Rúnar Ipsen, 23.1.2009 kl. 15:05

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Má núna perzónugera vandann ?

Steingrímur Helgason, 23.1.2009 kl. 15:13

14 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk öll hér fyrir kommentin,

En Steingrímur, hvað áttu við með að persónuger vandann núna ?

Kveðja,
Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 15:19

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svarið við spurningunni til þíns góða bróður, liggur m.a. í þínu eigin máli og það strax í fyrstu línunum!

Annars er þessi punktur hjá Steina hárbeittur og hittir ansi marga skoðanabræður þína veika fyrir líka Inga Lára hin væna!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 16:05

16 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já, en ég er ósammála. Ég er ekki sammála því að verið sé að persónugera vandann með því að fræða sig meira um það hvað verið sé að gera. Ég get heldur ekki sagt þar sem hvert orð sem ég skrifaði var gert af heiðarleika, eins og áður í mínum skrifum, að þá eru þessi skrif ekki meint sem vorkunn til hans, þó ég finni til með manninum.

Enda ef þú lest pistilinn í heild sina, þá kannski sérðu það betur. Auðvitað eru jú fullt af fólki sem er ekki sammála mér, en það breytir ekki minni skoðun sem er samkvæm því sem ég skrifaði í dag. Lastu það hvernig mér fannst fréttamenn hafa villt mikið fyrir okkur ? Lastu það á hvaða hátt ég gagnrýndi flokkinn og á hvaða hátt ég taldi ábyrgðina vera flokksins ? 

Bestu kveðjur til þín,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 16:22

17 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl Inga Lára mín besta.

Langar bara akkúrat núna að senda Geir mínar bestu bataóskir.
Þetta er búinn að vera stórskrýtinn dagur og taka þarf tíma til að melta þessi vátíðindi. 

Ég spyr mig líka hversu líklegt maður skyldi halda að báðir formenn ríkisstjórnarflokkanna fái krabbamein á sama tíma?
Lífið er sannarlega óútreiknanlegt.
Best að gleyma ekki að þakka fyrir það sem vel gengur og góða heilsu.
Vona svo innilega að þau bæði nái heilsu sem fyrst.

Kolbrún Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband