Færsluflokkur: Bloggar

Mjög jákvætt fyrir okkur :)

Það er auðvitað mjög jákvætt að Evrópusambandið hafi komist að þeirri niðurstöðu að við séum það land í Evrópu sem hægt er að finna svona lágt hlutfall af fátækt miðað við önnur Evrópulönd.

Við megum ekki gleyma því góða sem hefur gerst hér, útgjöld ríkisins hafa aukist mikið hér á landi og hefur það fé farið í velferðarmál. En (áður en skothríðin hefst á mig) er ég ekki að segja að megi ekki bæta stöðuna enn meira. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig fer eftir að hagsmunaaðilar eru að þrýsta á okkar ráðamenn að bregðast við fátækt öryrkja og hvernig stefna Jóhönnu Sigurðardóttur muni breyta stöðunni hér hjá okkur.

En það er samt jákvætt að mér finnst að hér skuli ekki vera eins mikil fátækt og gengur og gerist annarsstaðar............. en þó líður manni samt ekki vel að hugsa til þess að í þeim löndum sem er hærra hlutfall fátækra einstaklinga búa líka börn og fleiri sem geta ekki breytt stöðu sinni Crying.....það alveg þoli ég ekki....... við erum hluti af samfélagi sem er svo mikið mikið stærra en strendur Íslands ná.

Kveðja,

Inga Lára HelgadóttirBlush


mbl.is Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og það strax !

Það er alveg kominn tími til að gera eitthvað rótækt, það er ekki hægt að horfa upp á það að hluti þjóðarinnar búi við svo skert lífskjör sem þau gera.

Niður með allar tekjurskerðingar, bæturnar eru hvort eð er ekki það háar að þau megi við því að missa þær Woundering

Það er ekki hægt að tala um velferð, þegar fólk gæti ekki hugsað sér að taka við svona bótum, eins og ef ég lít á sjálfa mig, ef ég ætti einn daginn að fara á örorku, þá gæti ég ekki séð fram á að ná að lifa mannsæmandi lífi Frown

Niður með skerðingarnar ...... og það strax !!!!!

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Öryrkjar vilja aðgerðir strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallast þetta ekki að skerða þjónustu ?

Nú á að fara að spara á heilsugæslustöðvunum, en sagt er í sömu frétt að eigi ekki að láta þann sparnað bitna á þeim sem eru veikir.....

....samt á að minnka heimahjúkrun um alveg 20%, leggja niður skólaheilsugæslu, mæðravernd og miðstöð heilsuverndar barnaWoundering mér finnst þetta ekkert hljóma neitt rosalega vel, en þó að fréttin hljómi alls ekki vel í mín eyru, þá er kannski eitthvað sem liggur að baki sem ég hef ekki vit á.

Er einhver tilbúin að fræða mig eða er verið að taka skref aftur á bak í heilbrigðismálum ? Halo

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Yfirlæknar leggja til sparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að ætti að gera þetta víðar

Ég hef svo oft spáð í það, að ekki bara á götunum sem eru auðvitað stórhættulegar vegna þeirra sem stunda hraðakstur, að hvað með þá sem keyra of hratt á bílastæðum ? Woundering

Mér finnst alveg ótrúlega margir leyfa sér að keyra allt of hratt á bílastæðunum. Hefur oft komið fyrir að kemur einskonar blindhorn og fullorðið fólk og börn eru á gangi um bílastæði, svo kemur bíll bara á hörkuhraða á bílastæðinu.

Hef lent í því nokkrum sinnum að vera brugðið við að bílstjóri keyrir of hratt inn á bílastæði, ætti aðeins að huga að þessu líka !!!!

En æðislegt eftir því sem hraðahindrunum fjölgar að þá bara skemma þeir bílana sína sem þurfa að keyra of hratt og mér finnst það allt í lagi.

Kveðja,

Inga Lára HelgadóttirKissing


mbl.is Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber að taka þetta alvarlega ?

Þorgerður Katrín segir þarna í fréttinni að beri að taka þetta alvarlega, að bæði skólar, ráðuneyti og fleiri stofnanir þurfi að bregðast við þessu. Hún segir einnig að við komum lakari út en síðast.

Mér fannst hinsvegar ekki gott að heyra hana segja að við kæmum þokkalega út ? Woundering ....ég meina að vera einna neðst á lista yfir Norðurlönd, að vera með verri útkomu en síðast og að lifa í samfélagi þar sem óánægja ríkir vegna launa kennara, hvað er þá einna fyrsta sem þarf að taka á hér ? Angry

Hærri laun fyrri kennara !!!! Gera kennara jákvæðari gagnvart starfi sínu (er nú ekki að segja að þeir séu eitthvað mjög neikvæðir samt) og skapa okkur þannig samfélag að kennarar vilji koma og kenna börnum og séu ánægðir með það sem þeir fá í staðinn !!!!

NEI NEI NEI NEI NEI NEI !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ÞAÐ VERÐUR SKO ÖRUGGLEGA EKKI GERT Á NÆSTUNNI.

Þetta er svo mikill fíflaskapur að það hálfa væri nóg Devil

Kveðja,

Inga LáraHalo


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæti á næsta ári :)

Ég sé nú eftir því að hafa ekki haft tök á því að mæta með son minn, hann hefði sko haft gaman af þessu Blush en ég mæti bara með hann á næsta ári, svo þori ég nú að veðja að við eigum nú eitthvað (mikið) eftir að gera þegar prófunum hjá mér verður lokið Grin þá verður mjööööög skemmtilegt hjá okkur.

Fóruð þið kæra bloggfólks ?

Kveðja,

Inga Lára


mbl.is Sveinki fékk far með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg yndislegt :)

Sonur minn er aðeins þriggja ára gamall og er alveg búinn að gera sér grein fyrir því að jólin séu á næstu grösum Smile

Hann talar um jóladagatalið sitt, jólapakkana og jólatré og höfum við verið að skoða myndir síðan í fyrra og rifja upp með honum jólin, sem hann man nú alveg örugglega eitthvað takmarkað eftir Wink

En ég bara varð að deila því með ykkur að það var algjört æði í gær þegar ég rétti honum dagatalið og hann sagði bara "opna þetta". Hann vissi greinilega að átti að opna en vildi ekki segja hvað ætti að vera í dagatalinu. Hann var svo ánægður að opna en við pabbi hans gerðum honum grein fyrir því að það mætti aðeins opna einn glugga fram að jólum. Þá tók sá stutti sig til og fór aftur inn í eldhús og benti upp á skáp þar sem við höfðum geymt fjársjóðinn og sagði "mamma meira" og brosti Grin .....guð hann var svo sætur, en ég sagði honum að það mætti bara fá eitt núna og hann fengi nú meira nammi seinna og litli kúturinn lét það nú bara duga sér InLove

Þetta var alveg gullin stund með honum í gær....

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


Félagi minn,.....

sagði mér frá leiðinlegum atburði sem kom upp á hjá honum í gærnótt. Hann var á gangi niður Laugarveginn ásamt félaga sínum. Þeir tóku þá ákvörðun að setjast niður á miðri leið, þeir gerðu það og voru að spjalla þar saman þegar lögregluþjónn gengur til þeirra og segir "Viljið þið drulla ykkur í burtu".

Þeir voru mjög hissa báðir tveir, þeir vissu ekki hvort að lögregluþjónninn væri að meina þetta eða ekki, en spurðu hversvegna þeir ættu að fara ? hvort að væri einhver ástæða fyrir því að þeir mættu ekki tylla sér.

Lögreglumaðurinn tekur vin minn taki, snýr honum á handlegg og skellur utan í lögreglubílinn.

Félagi minn var svo hissa á þessu, lögregluþjónninn snéri honum svo illa að hann er meiddur á öxl. Hann óskaði eftir að fá að vita lögreglunúmer viðkomandi lögregluþjóns til að tilkynna þetta, en lögregluþjónninn neitaði að gefa honum númerið.
-------
Frekar fúlt að heyra af svona, reyndar hef ég nú sjálf orðið vitni af því þegar lögreglan tekur illa á fólki, sem á það ekki skilið. Núna stunda ég ekki miðbæinn og er rólyndismanneskja, en hef nú séð lögregluna beita óþverrabrögðum.

En mér þótti þetta leiðinlegt, sérstaklega þar sem ég þekki sjálf nokkra lögregluþjóna sem eru alveg æðislegir, reyndar eru þær allar konur og eru mjög mannúðlegar og fínar.

Um daginn lenti ég í árekstri og mætti lögregla á staðinn, hann var svo góður sá að mér leið ekki eins illa þegar ég fór í burtu........ þar gerði sá mjög góða hluti.

En að beita félaga minn þannig ofbeldi að hann meiddist, vera með mjög mikinn dónaskap við hann og reka hann af ástæðulausu í burtu.... svoleiðis maður á ekki að vera í starfi innan lögreglunnar Woundering

Jæja, vildi deila þessu með ykkur,

Inga Lára Helgadóttir


Hmmmmmm.....

Mér finnst allt í lagi að sýna smá aðhald á ýmsum sviðum, en mér finnst alveg kominn tími til að eyða smá summu í þá sem hafa ekkert á milli handanna.

Til eru einstaklingar í samfélaginu sem ekki geta unnið fyrir sér og sú litla upphæð sem þeir fá frá td. TR er þannig háttað, að ef þeir fá einhvern aukapening einhversttaðar frá, þá er dregið af þeim tímabilið á eftir. Hvernig væri nú að hætta þessu bulli og fara að gera betur við fólk ? Woundering

Á meðan hluti þjóðarinn hefur það svona skítt eins og raun ber vitni, þá sé ég ekki stóra ástæðu til þess að hafa svona marga þingmenn starfandi á háum launum Frown það eru allavega ekki þeir sem þurfa að svelta. Mér þætti í lagi að hver og einn þingmaður fengi að lifa á þeim peningm sem þeir eru að útdeila til annarra og lifa á þeim semsagt í svona 5-10 ár. Ég meina ef þeir geta komið með rök fyrir því að aðrir geti lifað á þessu, þá hljóta þeir að geta það líka.

Ein alltaf að rífa sig BlushDevilBlushDevilBlush

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is 17 þingmenn enn á mælendaskrá um fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gekk alveg fram af mér :(

Á vefnum 69.is er fjallað um fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur í Vinstri grænum til heilbrigðisráðherrans í Sjálfstæðisflokki.

Ég get ekki leynt vonbrigðum mínum yfir henni, hún sem hefur oft á tíðum verið svo ágæt, fór að koma með fyrirspurn um það hvort að væri ekki kominn tími til að hætta að láta drengi á fæðingardeildum í blá föt og stúlkur í bleik. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en mér fannst þetta ekki rétt, ég verð ekki sátt ef að þessu verður breytt frá því sem það er í dagWoundering

Ætlar Kolbrún líka að fara í Next, Exit, Adams, Baby Sam, Ólavíu og Óliver og spurja hvort að þau séu tilbúin að koma með föt í hlutlausum litum ? Mér finnst þetta svo ömulegt mál að ég á ekki til orð Blush

Kolbrún hefur barist fyrir mörgu sem ég hef stutt hana með (í huganum, ég hef ekki atkvæðarétt á þingi), en ef þetta er raunverulegt hjá henni, þá stendur mér ekki á sama. Góður stjórnmálamaður á að nota það sem hún hefur í að sinna því sem virkilega þarf að sinna, ekki að vesenast í litum þeim sem börn eru klædd í á fæðingardeild.

 

Ég vil kvetja menn í að berjast núna fyrir réttindum sínum, þeir skulu:

1) fá tæknina af stað til að geta gengið með börn, annað er ósanngjarnt og frekja í konunum.

2) þeir skulu strax fá jafnlangt fæðingarorlof og konur.

3) þeir skulu fá að nota förðunarvörur (varaliti, augnskugga ogfl.) eins og konur án þess að vera titlaðir sem gay. 

4) það er ósanngjarnt og mikil óréttindi að fá ekki að vera svona náttúrulegur að fá að vera á blæðingum einu sinni í mánuði.

5) mjög lélegt að fá ekki að bindast nýfæddu barni eins og kona sem er með það á brjósti

6) stuðla ætti að því að börn segja ekki mamma á undan pabbi eins og þau gera svo oft.

Þetta var smá öfgakennt djók hjá mér þessi 6 atriði, en hvar í anskotanum á þetta að enda ?Woundering við kynin erum ekki eins og af hverju í anskotanum er ekki hægt að sætta sig við það ?

Kveðja,

Inga Lára  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband