Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2007 | 11:10
Stóð ekki á sama :(
Ég var heima að læra fyrir próf í gær og svo reyndar þurfti ég að fara hálfa leiðina á Suðurnesin í gærkvöldi.
Ótrúlegt að þegar fólk er að keyra í svona veðri og er orðið myrkur, að það skuli ekki sjá til þess að ljósin séu í lagi. Bensínstöðvar voru opnar svo að það er ekki afsökun. Ég var semsagt að keyra á leið í bæinn aftur, brjálaður vindur og rigning, og mér alveg dauðbregður þegar bíll kemur á móti mér sem er alveg ljóslaus, sá hann ekki fyrr en ég var alveg við hliðina á honum
En í gærkvöldi, aðeins seinna, þá var ég hér heima að læra fyrir próf...... lætin sem ég heyrði að utan voru alveg gríðarleg. Ég veit ekki hvort að einhverjar þakplötur hafi fokið í burtu hér einhversstaðar, en rosalega fylgdi því mikill hávaði þegar "auglóslega" eitthvað datt niður og/eða þeyttist um út í rokinu...... úff þetta var ekki kósý
Jæja, betra veður núna
Kveðja,
Inga Lára
Koparþak hafnaði á bifreið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.12.2007 | 12:49
Þetta verður mín framtíð ef ósk mín uppfyllist :)
......ekki að keyra drukkin, eða keyra án beltis eða neitt slík sko
Heldur er ég núna kæru bloggvinir með hugann við að taka fyrir réttarkerfið og fangamál, semsagt í BA-ritgerðinni minni og vonandi í starfi seinna meir ...bara svona að deila því með ykkur.
Kveðja og eigið góðan dag,
Inga Lára Helgadóttir
Afbrotum fjölgaði milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2007 | 23:22
Blessaða samfélagið....
hvað þetta er nú orðið flókið samfélag sem við lifum í Fólk gerir allskonar hluti sem að samfélagið segir í raun að eigi ekki að gera og endalaust er verið að finn hvað allt er ekki nógu gott fyrir okkur.
Hefur komið fyrir að umræðan um nagladekk komi upp, þá er verið að tala um hvort eigi að setja skatt aukalega á þá sem nota þau. Mín skoðun er einfaldlega sú að ef að eru einhverjir sem keyra mikið milli svæða og er hálkublettur á leiðinni, er þá ekki meiri kostnaður sem slys hefur í för með sér heldur en ef að smá svifrik kemur af einum bíl ?...... æi þetta er bara með þá sem keyra mikið milli A og B, td. langt í vinnu.
Þeir sem búa í Hveragerði en vinna í Reykjavíkinni, þá er kannski mikil hálka á Heiðinni....
Þetta voru bara svona stuttar pælingar á milli kafla hjá mér í aðferðarfræði
Kveðja,
Inga
Samfélagslegur kostnaður nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 21:02
Jeminn eini :)
Hér á mínu heimili er einn lítill þriggja ára. Það er alveg ótrúlegt hvað tímarnir hafa breyst frá því ég var lítil og enn er ég nú algjört unglamb .......
EN ! Minn kæri sonur þuldi upp fyrir mig það sem hann ætlar að biðja jólasveininn um, þá datt mér í hug að jólasveinnin sem kæmi á þennan bæ yrði annanhvort að eiga jólaálfa sem vinna mjög hratt eða hann verður hreinlega að vinna í happdrætti
En ég man þegar ég var yngri, fekk mandarínur, piparkökur, happaþrennur og fleira frá sveinka, ég man ekki betur en ég hafi verið ánæg..... spennandi alltaf að kíkja og gá hvort að jólasveinninn hafi komið og sjá hvað hann skildi eftir handa mér. Þá var þetta alveg töfrum líkast að hann hafi komið
Núna, að þá er líka jólasveinninn töfrum líkastur, það er allavega augljóst á þeim börnum sem ég hef séð til, en það er alveg ótrúlegt hvað þau vilja fá frá honum í dag, minn vill fá helling af leikföngum sem eru rándýr og sveinki færi nú bara á hausinn ef hann væri voða meðvirkur allar þessar þrettán nætur
Jæja, komið nóg í bili,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 11:54
Guð hvað hefði verið gaman að sjá hann :)
Já ég veit um nokkra, ma. mömmu mína sem hafa farið á tónleika með Zeppelin, en það hefði ekki verið leiðinlegt að hafa farið sjálf
Kveðja,
Inga
Flottasti söngvari rokksögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 20:17
Litli kúturinn minn :)
Eins og ég hef nú tjáð mig um hér áður, að þá eru prófin hjá mér byrjuð .... og mikill tími fer í það hjá mér að lesa og lesa og læra allt utanað
En mikið hlakka ég til að geta átt tíma með stráknum mínum, það er alveg ótrúlegt hvað tekur á að vera svona mikið án barnsins meðan prófin eru...... eða reyndar er ég alveg með honum örfáa tíma á dag, en það er allt öðruvísi þegar hugurinn er bara hjá honum heldur en þegar prófin eru alltaf að brjótast um í huganum
En í gær bjuggum við fjölskyldan til nýjan aðventukrans, eða reyndar er það ekki krans, ég keypti bakka og við settum á hann fjögur kerti og skraut, svo áttum við saman smá aðventustund
Jæja, hlakka til þegar þeim lýkur, aðeins 10 dagar eftir og gangi ykkur hinum vel sem eruð líka í próflestri.
Kveðja,
Inga Lára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2007 | 10:25
Erum við að tala um börn eða einhvern viðbjóð ;( ?
Jeminn eini, hvað mér finnst margt í heiminum vera orðið ruglað, ég get nú bara ekki annað en bloggað tvær fréttir hér á einum degi. En þær fréttir sem ég sé á mbl.is í dag gera mig nú bara reiða
Fyrst las ég um afríkubúana sem eru gagnrýndir fyrir að reyna að bjarga lífi sínu og fjölksyldu sinnar og svo þetta ? Ég trúi ekki að ástralir ætli virkilega að taka mark á þessu. Hvað haldið þið að verði gert ? Verður lagður skattur á foreldra eða ekki ? Mér finnst alveg ótrúlegt ef að á að hindra foreldra í að eiga börn, börn eru það dásamlegasta í lífinu (eða allavega mínu)
Ég ætla held ég ekki að vera að gagnrýna eins mikið fyrir okkar stjórnvöld lengur, eða jú ég má það alveg, ef við látum ekki í okkur heyra, þá gerist ekkert..... þó ég upplifi raddir okkar í samfélaginu sem afarmáttlaust tæki sem Guð gaf okkur..... eða reyndar er það máttlaust því við notum það ekki.
Mér finnst þetta vera algjör klikkun !!
Kveðja,
Inga Lára
Foreldrar greiði fyrir mengun barna sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2007 | 10:19
Bíddu :( er ekki allt í lagi ? lásuð þið þessa frétt ?
Mér finnst þetta nú frekar ömulegt og vona að við tökum ekki upp á þessu hér. Ég meina við erum að tala um að þarna í Afríku ríkir veruleg fátækt, fátækt sem við höfum aldrei þurft að kynnast og getum ekki sett okkar í þeirra spor að neinu leiti...... fólk er að bjarga lífi sínu og barna sinna og þau fá svona viðbrögð
Ég færi nú ekki einu sinni í ferð til Danmerkur eftir svona lagað! Má vera að þeir telji sig meina vel með þessu, en ég tel þá ekki horfa í aðstæður og örvæntingu þeirra sem málið fjallar um.
Kveðja,
Inga Lára
Geitagjafir gagnrýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.12.2007 | 21:39
Rak sko augun í þessa villu :D
Í fyrirsögn fréttarinnar stendur að flaskan hafi kostað 3,3 milljónir, en svo í sjálfri fréttinni stendur 3,3 milljara
Ætli Mogga-staffið hafi verið að staupa sig meðan þeir hafi unnið að fréttinni ?
Kveðja,
Inga Lára ofur klára
Viskíflaska á 3,3 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.12.2007 | 02:02
Aðeins að tjá mig smá :)
Jeminn eini hvað ég er farin að hlakka til að eiga tíma með fjölskyldu minni. Reyndar tek ég alltaf smá tíma á dag þar sem ég er með syni mínum, en það er alveg hrikalegt að vera alltaf að hugsa um eitthvað annað og vera ekki með hugann við það sem mér þykir vænst um.
Eftir viku og 5 daga verður þessu lokið og törnin loksins tekin á enda. Hlakka rosalega til "Sæþór Helgi minn, þá förum við og gerum eitthvað skemmtilegt"
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir (í tjáningaþörf)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar