Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2008 | 19:24
NÆTURVAKTIN
Við maðurinn minn fengum Næturvaktina í jólagjöf frá litlu systir hans og bróður. Þetta voru þættir sem ég hafði aldrei nennt að horfa á. Ég er reyndar ekki sjálf með Stöð 2, en er stundum að vinna á spítalanum á sunnudagskvöldum og hef ekki verið ýkja spennt að horfa á þáttinn.
Við byrjuðum að horfa á þáttaröðina núna fyrir þremur kvöldum síðan, ætluðum að horfa á ca. 2 þætti á kvöldi en kláruðum í gærkvöldi, þvílíkir snilldarþættir að okkur fannst, við bara gátum ekki beðið með að horfa á næstu þættina sem komu á eftir.
Mér fannst þættirnir alveg ótrúlega skemmtilegir og fyndnir, þó að mig hafi langað stundum að taka Hr. Bjarnfreðarson (Jón Gnarr) og hrissta hann til alveg rækilega, en við hlógum af þessum aulahúmor og ætlum sko að horfa á þáttaröðina aftur Svo vil ég líka segja að mér fannst þeir allir þrír og aðrir sem komu fram í þættinum leika alveg ótrúlega vel og fara með sín hlutverk af hreinni snilld.... Leikarar þáttarins eiga sko allir skilið mikið hrós að mér finnst. HREIN BRJÁLUÐ SNILLD !!!!!!!!!
Jæja, langaði bara að deila þessu með ykkur, en hafið gott kæru lesendur,
Inga Lára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.1.2008 | 15:01
Gleðilegt ár :)
Gleðilegt ár kæru félagar og takk fyrir allt liðið
Vona að þið getið litið til baka og verið sátt við árið sem var að líða og litið bjartsýn fram á það næsta. Ég ætla allavega að gera það, ég er búin að hafa það gott á árinu 2007, fullt sem ég er búin að gera og er bara ánægð með það sem liðið er hjá mér.
Núna á þessu ári eru bara þau markmið hjá mér að ljúka sem mestu af náminu mínu, hlakka geggjað til páskanna (útaf skólafríinu ) og svo ætla ég helst að fara einu sinni til útlanda á árinu, ætla að ferðast eitthvað innanlands í sumar og vera þolanleg móðir, eiginkona, dóttir, systir, vinkona og allt það ....... vona að þið séuð með eitthvað svipað,
Áramótakveðja og hafið gott,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.12.2007 | 20:27
Get sko vel hugsað mér að það sé rétt ;)
Hann sonur minn er þriggja ára gamall og hann var einmitt að dást af þessum jólasveini í Garðheimum fyrr í vikunni ...alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hann uni sér við að horfa á jólasveininn, svo við hliðina á honum kemur lítið jólaþorp, alveg æðislega fallegt og hann naut sín ekkert smá vel þar líka
Um daginn fekk hann reyndar einn slíkan heim, hann Hurðaskelli, og hann er enn að tala um hann, komnir 8 dagar síðan hann kom heim og hann talar enn um það hvort að hann muni heimsækja hann aftur næstu jól hann hlakkar svo til aðfangadagsins að hann er að springa. Horfir á pakkana og veit að hann á að fá einhverja af þeim finnst svo gaman að skoða þá og spurja hvort hann megi núna opna einn.
Í kvöld ætlum við að skreyta tréð og hafa gaman. Ætlum að hafa góða stemmningu hér heim öll þrjú saman. Það verður ekkert smá gaman og er ég sjálf farin að hlakka mikið til morgundagsins...... eins og þegar ég var sjálf smákrakki, ......og eru ekki líka allir börn á jólunum ?
Kveðja og gleðileg jól,
Inga Lára Helgadóttir
Nóg að gera hjá jólasveinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.12.2007 | 18:26
Já jólin eru að koma :)
Við maðurinn minn fórum einmitt saman að versla restina af jólagjöfum í dag og það kom á óvart miðað hvað við vorum snemma á ferðinni hversu mikil umferð var.
En það er svona, aðeins örfáir dagar til jóla og allir á fullu, en við erum sem betur fer sama og búin að öllu
Kveðja,
Inga Lára
Miklar tafir á umferð í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2007 | 17:06
Jæja, þá er minn drengur spilltur ;)
Ég var einmitt að ræða það hér um daginn hvað börnin ætlast orðið til að fá mikið í skóinn
Sonur minn litli vaknaði í morgun og sá að sveinki hefði sett epli, nælu og pening í baukinn.... viðbrögðin voru þvílík að ég bara missti andlitið barnið varð svo fúlt að ég vissi varla hvað ég átti að gera. Ekki annað en það að ég kalla á drenginn inn í herbergi til okkar pabba hans og þá hafði sveinki komið þangað líka, sennilega því að hann svaf hálfa nóttina hjá okkur
Sjáið ! að sonur minn þurfti að fá miskabætur frá sveinka þar sem vonbrigðin urðu svo mikil, en það er nú ekki eins og hann hafi fengið einhverjar rosalegar gjafir hingað til
Jæja, vildi bara deila þessu með ykkur, þetta var svona frekar fyndið.
Kveðja......og búin í prófum,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.12.2007 | 00:44
Aðeins prófstress en ekki jólastress :)
Jæja, nú fara prófin hjá mér að líða undir lok, svo að þá mun ég koma með fleiri færslur og heimsækja mína ágætu bloggvini meira á þeirra síður líka
Ég er löngubúin að undirbúa jólin, jú ég fer eins og í gær út í búð með stráknum mínum og hann fær að velja með mér smákökur og svo keyptum við reyndar jólatré líka æðislega gaman hjá okkur guttanum. Hann fekk að taka þátt í að velja jólatréð og hann hafði sérstaklega gaman af því að fá að vera í svona bíla-innkaupakerru meðan við vorum í Garðheimum. Hann var mjög montinn með tréð þegar hann kom heim að sýna pabba og þeir fóru saman með tréð út á svalir.
En rosalega hlakka ég til á fimmtudag, þá klára ég síðasta prófið og næ svo í strákinn á leikskólann og geri eitthvað rosalega skemmtilegt með fjölskyldu minni, sem hefur sitið á hakanum og beðið eftir mér í næstum þrjár vikur.
Reyndar eins og kom fram hér áðan, þá geri ég nú ýmislegt með þeim, því ég vil ekki að prófin bitni á þeim feðgunum...... svo auðvitað að reyna að halda þolinmæði og hugarró í gegnum próflesturinn svo ég verði ekki vitlaus
Tveir heilir dagar eftir og fram að hádegi á fimmtudag og svo BÚIN !!!!!!
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 18:31
Hvað er með þetta jólastress ?
Við vorum nokkur í vinnunni í dag að tala um þetta jólastress, sem sumir fá rækilega að finna fyrir rétt fyrir jólin. Umræðan hófst vegna skrifa í blöðunum, þar sem sáfræðingar og ráðgjafar voru að koma með ráðleggingar varðandi jólastress.
Ég veit ekki, ....... ég er jú búin að vera í próflestri og tek mitt síðasta próf á fimmtudaginn næsta loksins loksins en ég veit ekki,....... ég er svo mikið jólabarn, ég hef svo gaman af því að gera fínt hjá mér og skreyta (bjó meira að segja til aðventukrans) og svo að dúlla mér hér heima fyrir, pakka inn gjöfum sem ég hef keyft og svona. Ég reyndar hef jú fundið fyrir því eins og í fyrra, þegar ég var búin með skólann 22. des, var að kaupa jólagjafir fyrir mig og aðra og var alveg á haus, en rosalega naut ég jólanna
Upplifir þú kæri bloggvinur jólastress ? langar bara að vita hvort að þetta sé eins mikið mál og verið er að tala um, því ég veit ekki um marga sem eru eitthvað jólastressaðir ?
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.12.2007 | 13:23
Verulega falleg skepna :)
Ég held að margir geti verið sammála um að tófan sé fallegt dýr En ég held að það væri fínt fyrir þá sem eru blankir, eins og við skólafólkið, þá væri ekki slæmt að fara bara rétt út fyrir hússins dyr til að ná sér í fallegan pels eða trefil til að selja
En ætli þeir munu færast of nálagt okkur ? ráðast þeir á fólk ? vitið þið það ?
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Tófa vogar sér sífellt nær þéttbýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2007 | 10:02
Já :)
Mér fannst þetta pínu fyndið
ÉG ætla nú strax að taka það fram að ég er ekki neinn rasisti eða neitt slíkt, en ég á mjög erfitt með að skilja pólverjana marga hverja, þar sem þeir tala oft ekki nema pólsku og skilja ekki orð í ensku, ....og aldrei hef ég sest niður og dundað mér við pólsku orðabókina
En að vera að vinna í Fríhöfninni og vera þar með 300 blyndfulla Pólverja, það finnst mér ekki öfundsvert. Æi mér fannst eitthvað svo mikil snilld að sjá þessa frétt Greyin á leið heim til sín að sinna fjölskyldunni á jólunum og þeir eru eflaust ekkert búnir að hitta hana í langan tíma, kannski ekki síðan síðustu jól.
Skemmtilegt líka þar sem talað er oft um hvað við Íslendingar séum drykkfelld þjóð, að loksins þurfi að loka Fríhöfninni, enn ekki útaf okkur, sem tala gjarnan um drykkjuna á okkur, heldur vegna þeirra
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Fríhöfnin lokuð vegna 300 fullra útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.12.2007 | 14:57
Svolítið erfið aðstaða.....
.....en mér fannst nú bara ekkert mál í morgun að koma mér út úr húsi, sonurinn á leikskólann og við maðurinn minn í skólana okkar eins og er á hverjum virkum morgni hjá okkur fjölskyldunni.
En í morgun var það ekkert öðruvísi hjá okkur en hina dagana, ætli hafi verið verra veður annarsstaðar en hér í Reykjavík sem þetta á við um ?
Kveðja og gætið ykkar á Kára
Inga Lára Helgadóttir
(Ps. Kári er þá vindurinn fyrir ykkur sem föttuðuð það ekki)
Vilja skýr fyrirmæli til foreldra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar