Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2008 | 18:15
Hvernig gekk ykkur ?
Ég fór í vinnuna í morgun og lagði mjög tímanlega af stað því ég vissi að umferðin yrði erfið. En ótrúlegt en satt, ég keyrði svo hægt niður brekku þegar ég er að koma mér úr mínu hverfi, ég hefði lá við getað labbað hraðar...... en ég fór samt næstum úta, bíllinn varð bara stjórnlaus svona annað slagið ....
En ég tók mér góðan tíma að keyra niður á Landspítala við Hringbraut en fannst mjöööööög efitt að keyra.
En hvernig gekk ykkur kæru bloggfélagar ?
Kveðja,
Inga Lára
Sautján árekstrar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.1.2008 | 15:11
Lélegur stíll, enda ekki við öðru að búast......
Það kom mér á óvart í dag hvernig einstaklingar geta hegðað sér, sýnt svona lélega, ófágaða og dapurlega framkomu. Mér finnst þetta koma illa út fyrir stjórnarandstæðinga að eiga svona stuðningsfólk, lið sem virðist ekki með miklu viti og sýnir svona ömulega framkomu, sem betur fer tilheyri ég ekki svona hópi
Mér fannst þessi ræða hennar Svandísar Svavarsdóttur vera mjög aum og innihaldslaus, enda er hún eintóm loftkelling, sem rífur bara kjaft og svarar alveg í botn og talar um jafnrétti og fleira, en gerir ekki rassgat. Ég vildi að væri til stjórnarandstaða sem væri stjórninni ákveðið aðhald, það er nokkuð sem ég vil að sé, svo að það sé ákveðið jafnvægi og að nokkrir einstaklingar geti ekki bara gert það sem þeim dettur í hug. Það er mitt viðhorf í allri pólitík, en ég vildi að þarna væru þá á ferðinni klárir einstaklingar og veldur Svandís mér miklum vonbrigðum og vona ég að komi önnur manneskja að í hennar stað, sem hefur eitthvað þarna að gera.
Kveðja,
Inga Lára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2008 | 22:26
Reykjavíkurborg ekki lengur í "pásu"
Ég orða fyrirsögnina svona, því að ég get ekki séð að nokkuð hafi verið gert eða svo mikið sem komið með almennileg stefnumál síðan R-listalíkingin tók við í Reykjavík fyrir einhverjum rúmum 100 dögum síðan. Mér þykir einnig skrýtið að þeir hafi ekki lengur séð sér ástæðu til að fara eftir þeim kosningaloforðum sem þeir gáfu þegar þeir voru í baráttunni hér í hitt-í-fyrra.
Ég var á fundi með stjórninni minni í gær í Sjálstæðisflokknum og var þar rætt hvað sé næst á dagsskrá, sem er semsagt að lækka fasteignagjöldin skref fyrir skref, fá frítt í strætó fyrir fleiri hópa í Reykjavíkurborg og fleira. Margt skemmtilegt og áhugavert var rætt á fundinum og hlakka ég verulega til samstarfsins með félögum mínum.
Á því tímabili sem Vilhjálmur var borgarstjóri náði hann að koma skuldum borgarinnar úr þremur millj. niður í 1,3 millj. og var tími til kominn að komast aftur við völd áður en að R-listinn kollsteypir okkur í skuldir aftur..... hver vill reka batterýið á þann hátt ?
Hlakka til að starfa,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2008 | 22:37
Snjóar og snjóar
Skemmtilegt að vita, að hafi gengið áfallalaust að keyra þegar færðin er svona erfið eins og hún er búin að vera. Ég var einmitt að hugsa á leið heim úr skólanum í dag og meðan ég var að útrétta að ég var ekki búin að sjá neina árekstra eða neitt slíkt á götunum í RVK. Mér sjálfri fannst frekar erfitt að keyra, en fór varlega eins og allir hinir
En það er alveg lýgilegt að sjá hvað snjóar endalaust, bara allt í einu byrjar að snjóa og það stoppar ekki. Litli guttinn minn er sko ekki ósáttur við það get ég sagt ykkur, hann er sko alveg stórhrifinn
Kveðja,
Inga Lára
Stóráfallalaust þrátt fyrir þunga færð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2008 | 23:34
Jamm og já
Hvað á svo eftir að gerast á þessu ári sem virkilega styður það að þingmenn eigi að vera á svona háum launum ???
Veit ekki... örugglega ekki mikið.... hvað segið þið ?
Kveðja,
Inga Lára
Fundað á Alþingi eftir jólahlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2008 | 13:01
Hmmm :-/
Er þetta virkilega rétt ? Ég hef svosem aldrei skoðað þessi lög, en ekki vissi ég að væri td. reykherbergi á Alþingi, ég trúi því nú varla að mennirnir sem setja lögin byggi ekki lögin í kringum sig í leiðinni...... Veit einhver eitthvað um það fyrir víst hér inni á blogginu ?
Mér finnst reyndar annað gilda með Leifstöðina, hún er svona meira eins og einskonar landamæri eða eitthvað slíkt og finnst mér í lagi þar sem ferðafólk kemst ekki út úr fríhöfninni þegar það er komið þar inn, að þeir fái að kveikja sér í.... en ég tek það fram um leið að ég sjálf er sko reyklaus
Ég mundi nú ekki held ég styðja skemmtistaðaeigendur að leyfa reykingar alfarið, en mér finnst svona reykkompur alveg hið besta mál fyrir þá sem reykja, þeir eiga að fá að njóta sín eins og við sem reykjum ekki fáum að njóta okkar
Kveðja,
Inga Lára
Yfirvöld geta ekki gert neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2008 | 14:54
Loksins :)
Þarna er maður á ferð sem ég hef mjög mikið álit á og var ég svo í skýjunum yfir því að Stefán Ólafsson hafi verið fenginn sem formaður. Ég var svo ánægð að ég gat varla lesið fréttina
Stefán Ólafsson ætti að mínu mati að fá að vera með fingurna í aðeins fleiri málum...... þarna er maður með miklu viti og hugsar verulega um hagsmuni okkar.
Þakka þér fyrir Jóhanna Sigurðardóttir að skipa slíkan mann sem formann TR
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Stefán Ólafsson prófessor formaður TR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.1.2008 | 14:57
Ekki öll vitleysan eins...
Ég las þessa frétt og þegar ég las byrjunina, þá hélt ég að væri einhver villa í fyrirsögninni, en svo kom í ljós þegar ég las lengra að ætti að hækka komugjöld fyrir öryrkja vegna læknisþjónustu og heilsugæslu Er eitthvað að ? ég get ekki annað sagt en að ég skammast mín fyrir að hér áður mótmælti ég því þegar verið var að tala um að brátt yrði það þannig að aðeins þeir efnameiri kæmust áfram í okkar samfélagi......... þetta er góður grunnur að því
Alltaf eru að koma fleiri atriði sem mér alls ekki líst á í okkar semfélagi, eða eru alveg á móti mínum skoðunum, það er þegar verið er að gera illa við þá sem hafa alls ekki nógu gott, ég meina það.... að hækka gjaldið til öryrkjanna
Langar að skrifa ansi mikið meira hér, en ætla ekki að skrifa meira, meðan ég er svolítið reið
Kveðja,
Inga Lára
Mótmælir hækkun komugjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2008 | 20:45
Sófasett til sölu :)
Jæja, þá er ég að selja sófasettið mitt, sem er 3+1+1 (í raun er 3-ja sæta sófinn 4-ra sæta)
Það er dökkblátt á litinn, gott að sitja í, veglegt og fallegt. Það er úr efni sem mjög auðvelt er að þrífa og endilega sendið mér mail á ilh1@hi.is
Set myndir hér inn í myndamöppuna
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2008 | 23:53
Ekki mikið grín
ég get ekki sagt annað en það kemur mér ekki á óvart þegar svona slys eiga sér stað. Ég er búin eins og allir aðrir eflaust að sjá of mörg börn og of marga unglinga eftirlitslausa með sprengjur og mér finnst oft eins og almenningur geri sér ekki grein fyrir hættunni á bak við sprengjuefni
Forvarnarþættir eins og voru sýndir á gamlársdag hafa held ég lítið að segja og því miður finnst mér oft ekki hægt að segja að um slys sé að ræða, þar sem foreldrar vita oft ekki hvað börnin eru að gera.
Eflaust eru hér lesendur sem finnst ég algjört fífl að skrifa svona, en málið er að þetta eru stórhættulegt dót sem við erum að nota í kringum áramót, en samt eru þetta einhverjir litlir guttar oft á tíðum sem eru að leika sér að þessu
Mér þætti fúlt ef að ætti að taka af almenningi að mega sprengja upp og aðeins ákveðnir aðilar héldu uppi fyrir okkur ljósashowinu, en mér finndist allt í lagi að setja á það aldurstakmark eða annað slíkt..... hvernig var um daginn þegar ég var að versla nokkur stykki, svo voru litlir guttar inni í flugeldasölunni, því næst fer ég inn í sjoppuna sem var þarna næstum við hliðina. Þegar ég kem út þurfti ég að biðja þessa litlu stráka að hætta rétt á meðan ég væri að koma mér út í bíl, þeir gerðu það.
Ég hef líka oft séð börn vera að henda þeim svona "kvellum" til að bregða fólki, en hvenar munu verða "slys" ? Þetta eru einfaldlega ekki slys, heldur er verið að leika með hluti á ónærgætinn hátt, semsagt hluti sem geta skapað mikið tjón á fólki !!!!!
þetta er bara mín skoðun og mér misbíður alveg að sjá "litlu börnin" ein að leika sér.....
Kveðja til ykkar allra og hafið það gott á nýju ári
Inga Lára Helgadóttir
Óhapp við þrettándabrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar