Færsluflokkur: Bloggar
3.2.2008 | 19:41
Æi ég bara missi alveg listina á þessu öllu :-/
ÉG get ekki sagt annað en að mér finnist svona bara draga alveg út matarlistinni hjá mér..... ég vil nú frekar halda því fram heldur en að segja en að ég sé hætt að vera hrifin af bakkelsi
ÉG held að kannski væri bara meira gaman að fá svona einhvern annan dag, þegar að enginn er að tala um bollur og fjölda bolla, því að ég hef varla orðið smekk fyrir þessu. En fyrir nokkrum árum síðan, þá hefði ég alveg getað torgað einni svona áður en ég væri búin að telja upp á 10, þó að stór hún sé nammi namm, svo kannski um leið og ég fæ bollu á bolludag verð ég alveg vitlaus og vil fá aðra
Kveðja,
Inga Lára
20 kílóa rjómabolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.2.2008 | 21:20
Nóg til af hættulegu fólki.....
Ég bara leyfi mér að segja að fólk sé hættulegt þegar það gerir svona lagað, önnur frétt var hér á mbl.is þar sem einstaklingur keyrði í hálkunni á tæplega 140 km. hraða. Hvað er að þessu liði ? mér finnst að eigi enn að hækka og hækka og hækka sektir
kveðja,
Inga Lára
Kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2008 | 19:38
Æðisleg kellingaferð í vinnunni :)
Já vitið kæru bloggvinir, ég er sko búin að fá að hafa alveg ógeðslega gott núna síðasta sólarhringinn Við kellingarnar úr vinnunni fórum saman á Hótel Örk í Hveragerði.
Við mættum flestar um miðjan daginn í gær, 31. janúar, og áttum saman mjög góðar stundir. Við héldum partý uppi á herbergjum, átum nammi, drukkum (ýmist gos eða áfengi), brandarar og fleira skemmtilegt. Alveg ótrúleg endurnæring að komast í burtu svona úr Reykjavíkinni og frá öllu sem ég er vön að sinna dag frá degi.
Við fengum mjög fínan mat, brauð, reyktan og grafinn lax í forrétt, lambakjöt og mjög gott meðlæti í aðalrétt og heita súkkulaðitertu skreytta í eftirrétt. Ég er pottþétt á því að engin okkar fór frá borðinu eitthvað sérstaklega vannærð
Það er sko fátt meira virði en að eiga góða vinnufélaga, fólk sem maður kann að meta og líkar vel að vera í kringum. Hlakka sko mikið til að gera eitthvað með kellingunum aftur
Hmmmm..... ég ætla aftur vonandi í vor á hótel, þá reyndar með kallinum mínum ég veit ekki alveg hvert ég ætla að fara, en það kemur í ljós.
Takk fyrir ferðina stelpur,
Inga Lára Helagdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2008 | 15:17
Ég nota bara minni rjóma ;)
Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur snemma í ár. Ég ætla einmitt að kaupa búning handa litla kútinum mínum og ég get ekki betur séð en hann sé ákveðinn í að vera ljón enda rosa flottir búningar til í einu blaði sem ég sá, þar sem er stór (heitir það ekki makki?) makki og rosalega vandaður búningur, ekki svona teprulegur
Annars hefur bolluátið á mér dregist eitthvað saman síðustu árin, ég rétt fæ mér og svo bara ekki meira. Hef ekki sömu listina á þessu eins og áður, en ég vil samt ekki missa af fjörinu..... langar líka mest að fara með strákinn í bæinn á Öskudag. Hvernig er ? er enn svona stemmning á Öskudag eins og fyrir svona 15 árum síðan ? eða hefur eitthvað dregið úr því ? Hvað segið þið sem eitthvað vitið um það ?
Kveðja og góða helgi
Inga Lára Helgadóttir
Að borða bollu eins og maður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 20:06
Hmmmmmm
Ég veit ekki, ég meina fer ekki eftir því hvaða fyrirtæki um er að ræða hvort að manneskjan vilji stjórna því eða ekki ?...... eða veit ekki... kannski skiptir það ekki máli.
En mér finnst þetta svo alveg kjörið fyrir feministana til að rífa kjaft svo ef að allar konurnar á listanum verða ekki orðnir stjórnendur eftir að öll fyrirtækin verða búin að taka til hjá sér
Æi smá pælingar, en það fyrsta sem mér datt í hug voru reiðir feministar ef að allt mun ekki ganga að óskum hjá þeim. Og það er fátt leiðinlegra að mér finnst en ÖFGA feministarnir þegar kemur að svona málum. Ég vil taka það fram að ég er ekki á móti því að verið sé að vinna að jafnrétti og koma konum meira á framfæri, en mér finnst sumar hverjar ganga aaaaaaaaaaðeins of langt
Kveðja,
Inga Lára
Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2008 | 17:13
Já vitið hvað ?
Ég varð eitt sinn fyrir því óhappi að vera stödd á kaffihúsi í Miðbæ RVK að kvöldi til og þá var keyrt utan í bílinn hjá mér. Lögreglan hefur samband við mig og biður mig að koma. Ég var mjög svekkt að sjá bílinn minn alveg gjörsamlega beyglaðan að aftan, en lögreglumaðurinn tilkynnti mér um leið að hafi orðið vitni að ákeyrslunni, svo að ég fekk allt bætt.
Ef vitnið hefði keyrt í burtu án þess að gera nokkuð hefði ég sitið uppi með ónýtan bíl að aftan... en til er heiðarlegt fólk og vonandi fullt af því
Ekki hika við að tilkynna !!!!!
Kveðja,
Inga Lára
Lýst eftir vitnum að árekstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2008 | 10:47
En hvað ?
Miðað við breytingarnar á einum manni, kemur þá einhver alvöru rödd ? eða kemur kannski bara svona technotónlist
Ég veit ekki, hefur maðurinn eitthvað úthald lengur eftir allt sem hann er búin að láta gera við sig og eins eftir allt sem hann er búinn að verða fyrir ?
Kannski óþarfapæling hjá mér, en hún kom samt upp
Kveðja,
Inga Lára
Michael Jackson endurhljóðritar Thriller | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 20:20
Hvað verður nú um okkur kuldaskræfurnar ?
Jeminn eini, ég sem er alltaf að bíða eftir því að fari að hlýna hjá okkur ég á bara hreinlega eftir að deyja úr kulda einn daginn, eða ég samt vona reyndar ekki. En þetta er alveg hrikalegt.
Sonur minn er reyndar með flensu núna og kemst ekki út, en ég veit að sumir verða glaðir þegar hún er yfirstaðin og snjórinn ennþá á sínum stað Horfum á björtu hliðarnar
Kveðja,
Inga Lára
Kuldatíð framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2008 | 14:33
Gaman á þorrablóti Sjálfstæðisflokksins :)
Síðasta laugardagskvöld fórum við saman á þorrablót. Formaðurinn í mínu hverfi hélt fyrst boð fyrir okkur hér í hverfinu og fleirum og var mjög fínt að hitta fólkið áður en við mættum á blótið sem haldið var í Súlnasal á Hótel Sögu klukkan 20:00. Reyndar opnaði húsið klukkan 19:00.
Mér var nú mikið hugsað til sonar míns þegar ég kom heim til formannsins míns því að þar var Geir Haarde einn fyrstur manna sem ég sá og þegar ég tók í höndina á honum, þá datt mér í hug að sonur minn hefði nú alveg farið yfir um af öfund.... hann heldur svo upp á manninn .... við maðurinn minn höfum ekki verið að koma því inn hjá honum, heldur þótt ótrúlegt sé þá tók hann því upp hjá sér sjálfur eftir að hafa séð hann eitt sinn í sjónvarpi og hafði ég ekki hugmynd um það að hann sonur minn vissi einu sinni hvað hann héti.
En á blótinu hitti ég fullt af skemmtilegu fólki sem gaman var að spjalla við. Við í hverfinu mínu sátum saman við borð og hlustuðum á söngva, skemmtiatriði og tókum þátt í happadrætti.
En vitið, þegar ég fekk mér á diskinn, þá var mér óvart sagt vitlaust til um hvar ósúra lifrarpylsan var og ég tók lítinn bita af henni og reyndi virkilega mitt besta, en það gekk ekki upp alveg hrikaleg rolla ég að geta ekki tekist á við þetta, en ég bara ræð ekki við þetta, ég get ekki borðað súrt, ekki hákarl eða neitt annað svona óhefðbundið, ekki sússý eða neitt slíkt. En ég fekk hinsvegar hangikjöt og meðlæti með því, flatkökur, helling af harðfisk og fleira góðgæti og svo auðvitað bara vatn og sprite no alcohol for me baby !
Hljómsveitin 6ísveit kom og spilaði fyrir okkur og voru þau alveg frábær, hún hét Rósa stúlkan sem söng með þeim og var alveg ótrúlega flott. Röddin í henni er alveg einstök og tónlistin þeirra var alveg æðisleg hreint út sagt. Mjög gaman og notalegt að hlusta á þau.
Svo eru nú engir smá brandarakallar þarna hjá Sjálfstæðisflokknum, þeir komu nú með svo marga góða (sem ég reyndar man ekki lengur) að ég alveg lág út hlátri allan tímann
Kær kveðja og takk fyrir samveruna þið sem þarna voruð,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2008 | 17:31
Það var mikið....
Það var mikið að við fáum að sjá refsingu við nauðgunum þyngjast. En ég er ekki að segja það að mér finnist fimm ár vera nógur tími til refsingar. Ég vil fá að sjá refsingarnar þyngjast meira sem fyrst og hafa einhverjar fleiri refsingar með í þessu.... ég er svosem ekki búin að spá í hvernig þær eigi að vera, heldur td. að birta myndir í blöðum af þeim sem endurtekið fremja kynferðisbrot.
Hvað finnst ykkur hinum ? er ég of hörð að slá fram svona tillögu hér ? að birta myndir í blöðum ? Mér sjálfri finnst það ekki, þar sem að einstaklingur brýtur meðvitað af sér í sífellu og skaðar aðra mjög illa um leið.
En endilega kommentið hjá mér, komið með ykkar skoðanir....
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar