Færsluflokkur: Bloggar

Jæja,

Mikið vona ég að eitthvað fari nú að gerast hjá þeim, eitthvað til hins betra semsagt. Þjóðin "við" erum búin að vera óánægð með hvernig ýmislegt virkar hér hjá okkur, við erum óánægð með kjör ýmissa stétta á meðan aðrir fá bara meira og meira og það eru alltaf sömu kvörtunarmálin í gangi.... í guðanna bænum gangið frá einhverju og helst í dag Wink

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Undirbúningsvinna að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru sumir að fríka út ?

Annar var rotaður með skurð í andliti á meðan hinn var með bitsár á fingri....... ég meina hvað gengur á hjá starfsmanni staðarins ? hvað hefur í ósköpunum getað gerst til að hann hafi gert þetta ? Woundering

Mér þykir pínu forvitnilegt að vita alla söguna, en er þetta dæmi um útlendingahatur eða gekk eitthvað á ? Mér finnst bara þessir áverkar vera svo alvarlegir að starfsmaður getur ekki afsakað þetta á nokkurn hátt.

Sá þetta einhver ? 

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Dyravörður dæmdur fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda kominn tími til...

Orðin alveg ógeðslega þreytt á þessu, veðrið er alveg búið að áhrif á allt hjá mér síðustu daga og búin að festa bílinn minn nokkrum sinnum Blush

En vitið, það er líka erfitt að vera ég stundum Wink.....vitið, að um daginn hér úti á plani voru strákar að ýta mér og leiðbeindu mér hvernig best væri að koma mér af stað aftur. Loksins þegar þeir ná að koma mér af stað (sem tók nú reyndar mjög stuttan tíma), þá stoppaði ég bílinn, skrúfaði niður rúðuna og þakkaði þeim fyrir........ Það eina sem ég heyrði var, "æi núna þurfum við að ýta henni af stað aftur" Grin

Ég fattaði ekki að halda ferðinni, en veit það núna og hef gert það í hitt skiptið sem ég þurfti aðstoð. Ég allavega læri af mistökunum Tounge

Kveðja og vonandi fer veðrið að skána,

Inga LáraSmile


mbl.is Veðrið gengið niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuckings loksins

Guð, ég nenni ekki að lesa þetta eða koma mér inn í þetta, anskoti vona ég að við þurfum aldrei að heyra þetta REI nefnt aftur Wink ég fæ alveg grænar og upp í kokSick

En til hamingju að skuli loks vera komin sátt í þessu og mér er alveg sama hvernig hún hljómar Grin

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Borgarráð fagnar sátt um REI-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Please gerðu kraftaverk :-/

Sigríður Lillý, ég grátbið þig að gera eitthvað gott núna, of margir sem hafa mjög slæmt og........... þú veist restinaFrown

Til hamingju með starfið !

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Sigríður Lillý skipuð forstjóri Tryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri bróðir varstu búinn að sjá þetta ?

Sem betur fer er ekki búið að loka staðnum, þá ekki bara svo að ég geti komið og fengið mér að borða með þér.... svona þegar þú mátt vera að Halo heldur það er alltaf ömulegt að vita eitthvað fara úrskeiðis hjá einhverjum sem er að reka fyrirtæki eða bara gera eitthvað.

En Ning´s þykir mér alveg ógeðslega gott og ég veit að honum bróza mínum finnst það líka og ég fekk næstum sjokkGasp þegar ég sá fyrirsögnina  

En nú kom fyrir ekki svo löngu eldur í Kringlunni og kviknaði í að mér skilst á sama hátt. Er þetta líka vegna óheininda ? ég bara spyr ?Woundering

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Starfsemi Nings í eðlilegt horf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Why ?

Af hverju í ósköpunum má ekki fara að gera betur við sumar stéttir ? ég bara spyr. Það eru alltaf sömu stéttirnar sem eru að berjast fyrir hærri launum og hafa það (virðist vera) alltaf nokkurnveginn eins Woundering

Gera eitthvað svona eitt skipti fyrir öll.....

Kveðja,

Inga Blush


mbl.is Kjaraviðræðum miðar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins að koma að því ?

Núna er líklega að koma sá tími sem að íbúðir hætta að hækka svona rosalega í verði, því að eftirspurnin eftir þeim er orðin minni.

Ætli verði auðvelt eða erfitt að selja eftir svona eitt til tvö ár ? hvað haldið þið ? þá kannski fer ég sjálf í söluhugleiðingarCool

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Fasteignasamningum fækkar um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveimur dögum of sein......

.....að sjá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í Silfri Eigils, en mikið fannst mér gaman af honum þar, bæði er hann að mínu mati húmoristi, heiðarlegur og mjög mikill karakter Smile alveg eins og ég bjóst við, nema bara enn skemmtilegri en áður.

Ég mæli með því við þá sem sáu ekki þáttinn að kíkja inn á www.ruv.is og finna þar Silfrið síðan síðasta sunnudag.

Kær kveðja,

Inga Lára Wink
 


Fer ránum fjölgandi ?

Mér finnst svo mikið vera að fjalla um rán í fréttum, var ekki eitt núna fyrir örfáum dögum síðan ? Ég er nú með svo lítið hjarta að það er eins gott að ég sé ekki að vinna í banka, ég léti allt frá mér ef að maður stæði fyrir framan mig með öxi í hendi FrownCrying

En hvað er það sem gerir það að verkum að ránum fari fjölgandi ? Fyrsta sem mér datt í hug var virðingaleysi gagnvart öðru fólki og því sem aðrir eiga og líka það að ofbeldi og fleira slíkt í samfélagi okkar hefur farið versnandi með tímanum.

Hvað er hægt að gera ? Við búum saman í þessu samfélagi og án efa held ég að flest okkar vilji ekki hafa svona starfsemi í gangi. En hvað er þá hægt að gera til að uppræta það ?

Kveðja,

Inga Lára Að Hugsa Blush


mbl.is Öxin fannst og þýfi endurheimt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband