Færsluflokkur: Bloggar

Jæja gott fólk,

Núna er ég mætt til leiks aftur og verð hér meira en ég hef verið undanfarna tvo mánuði Smile

Annars hef ég haft það fínt, náði öllum prófum, en ég tek reyndar eitt sumarpróf þar sem of stutt var á milli prófa í próftöflunni minni. Ég er sko á milli ára í háskólanum, svo það getur komið fyrir.

Maðurinn minn er loks búinn með sitt fyrsta ár í verkfræði og sonur okkar flottari en nokkru fyrr (þó ótrúlegt sé að það væri hægt Wink).

Nýjir kjarasamningar náðu í gegn um daginn hjá okkur ríkisstarfsmönnum og eigum við þeim sem börðust fyrir okkur þar ALLT að þakka Kissing ÉG verð áfram að vinna á deild 33 A á Geðsviði Landspítalans í sumar og ætla að njóta sumarmánaðanna með fjölskyldu og öðru góðu fólki.

Bless í bili og ég skrifa FLJÓTLEGA aftur Halo

Inga Lára Helgadóttir


Ég er ekki VG :-/

....en ég hef stórar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. En eins og of margir pólitíkusar gera, er að horfa í eitthvað peningamat og tölur, sem enginn annar skilur, en ekki að horfa í þá þörf sem ríkir í samfélagi þeirra.

Mér finnst að ráðherra ætti að skammast sín fyrir þessi rök sem hann kemur með. Woundering Eigum við að vera hoppandi glöð af því að einhverjar tölur sem við skiljum ekki eru túlkaðar af einhverjum sem við treystum misjafnlega vel ? NEI NEI NEI !!! Við eigum að horfa í það að margir hverjir eru óánægðir með heilbirgðismálin, verið er að loka deildum á geðsviði þar sem ég er að vinna af því að heilbrigðismálin eru ekki í góðum farvegi.

Einhverjar tölur kapitalistanna ??? Fock it

Inga Lára Helgadóttir (algjörlega búið að misbjóða mér núna)Angry


mbl.is Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita muninn á réttu og röngu,...

....veit ekki alveg hvort að mér finnist þetta vera góð rök.  En ég get ekki hugsað mér að barnið hafi vitað það rétt eins og fullorðin manneskja hefði vitað, að hún gæti virkilega slasað kennarann með því að skella hurðinni. Finnst hún alveg eins hafa gert þetta af hálfgerðum óvitaskap.

Ég er ekki að segja að ég hafi ekki fundið til með kennaranum þegar ég las þessa frétt, því að svona slys í vinnunni er alveg agalegt. En mér finndist að ætti að vera einhversskonar trygging fyrir kennara ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég meina hvað gerist ef að sonur minn mun slasa kennara sinn eftir nokkur ár í skólanum ? Á ég að fara hreinlega á hausinn við það ? En kennarinn á að mínu mati samt að fá bætur, en ég tel móðirina ekki rétta aðilann til að ganga á í þessu máli.

Mér finnst þetta mál ekki alveg nógu rökrétt og finnst þessi frétt hálf hallærisleg. 

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Steingríms J. Sigfússonar um LSH

Í gær las ég grein Steingríms J. Sigfússonar í 24 Stundum. Greinin fjallaði um Rekstur LSH og yfirvofandi einkavæðingu á heilbrigðiskerfinu. Þar tjáir hann sig um hvað honum finnst margt vera á niðurleið í heilbrigðiskerfinu og fram kemur hvað það er sem hann óttast ef engar breytingar verða gerðar í stefnum heilbrigðismála.

Ég tek ofan af fyrir Steingrími með þessa grein hans og ég bið ykkur sem þetta lesið að lesa greinina hans. Ekki dæma hana fyrr en þið hafið lesið hana, því að það sem hann kemur með þarna er alveg satt !!

Kær kveðja,

Inga Lára Helgadóttir. 


Nýung á Íslandi

....smá djók Shocking

Æi bara að segja fyrir mig að er þetta ekki að verða komið gott í bili ? þetta eru orðnar þreytandi fréttir og fólk ætti bara að fara að haga sér.

Kveðja,

Inga L.Wink


mbl.is 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki bara gott mál ?

Ég get ekki séð annað en gott við að opna lyfjamarkaðinn þar sem lyf hér heima eru allt of dýr. Þeir sem eru veikir og þurfa mikið á lyfjum að halda eru í vandræðum að geta keypt þau.

Ég gleðst mikið með þeim ef þetta komi til með að skila sér í okkar eigin vasa Smile

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Frumvarp um lyfjamarkað væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins má ekki sýna lögreglu óvirðingu !!!!!

Það er of oft sem hefur komið fyrir að lögregla verði fyrir aðkasti og virðist eitthvað svo réttindalaus, en mér finnst mikið búið að herða lögregluna núna síðasta árið, td. heilsa þeir upp á lýðinn sem tekur upp á því að pissa á almannafæri, brjóta glerflöskur og eru bara vel strangir við fólkið í landinu.... sem er hið besta mál.

Mér fannst fínt að fara að taka vel á þegar lögreglu er hótað og sýnd vanvirðing og finnst mér flott að þetta komi fram í Morgunblaðinu þar sem aðrir sjá að þessi hegðun er ekki leyfð !

Kveðja,
Inga Lára


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá :)

Eins og við vitum öll, þá eru þónokkrir farnir að drekka áfengi fyrir þann aldur sem þeir mega fara í Ríkið (ÁTVR), eða nær allir að ég held. Ég er samt ekki að segja að sé í lagi að drekka, það er allt annar handleggurWink

En mér finnst annað mál að þegar farið er í ferð á vegum skólans, þá finnst mér alveg út í hött að bjóða framhaldsskólanemum upp á áfengi. Formaðurinn fyrrverandi gæti nú kannski ekki mikið gert ef einhverjir tækju það með sér í laumi, en þetta kalla ég mikið ábyrgðarleysi.

Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir


mbl.is Sagði af sér formennsku að beiðni skólameistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar að deila því með ykkur......

Ég er nemandi í HÍ eins og kemur fram í persónuupplýsingum um mig og margir af mínum bloggvinum vita.

Háskólatorg var byggt á síðasta ári og er nýbúið að taka það í notkun. Þar eru matsalur, skrifstofur, tölvustofur og kennslustofur.

EN ! þrátt fyrir þetta rándýra hús, sem er að mínu mati mjög flott, þá get ég ekki betur séð en að það sé bara ónýtt Woundering Vorönnin núna er fyrsta önnin sem verið er að kenna í byggingunni og það er rúmur mánuður búinn af skólanum og það eru komnar svo ljótar rakaskemmdir inni í kennslustofum að það hálfa væri nóg.

Eru önnur ný hús í takt við þetta ? ég veit um marga sem hafa talað um að búi í nýjum húsum sem halda varla vatni né vind og hef ég séð nokkur slæm dæmi.

Kveðja,

Inga L. 


Jæja, hvað segi´ði ?

.....bara svona að tékka hvað fólkið segir ?

Ég lít á ákvörðun hans sem svo að hann treystir sér til að taka aftur við stólnum, hann veit hvað hann gerði og veit að "öll þjóðin" meira og minna hefur verið ósátt með það sem hann gerði, þátt fyrir að hann hafi nú bara verið borgarstjóri yfir Reykjavíkinni.

Hann gerir sér grein fyrir því að hann verður undir smásjá og það er í lagi mín vegna að gefa fólki tækifæri. Hann hefur ekki réttlætt það sem hann gerði, hvort sem það eru þeir lögfr. sem hann bar mál sitt undir við, þær aðferðir sem hann notaði, hraðinn á öllu saman og allt annað. Hann segist sjá eftir þessu.

Við höfum örugglega öll brotið á einhverjum sem hefur fyrirgefið okkur og við höfum fengið tækifæri til að gera betur og sanna okkur fyrir okkur sjálfum.

Bjóðum Vilhjálm velkominn sem borgarstjóra eftir eitt ár.

Kveðja,

Inga Lára Smile

Ps. við vitum ekki hversu margir stjórnmálamenn hafa gert hluti sem einkennast af spillingu og komast upp með það, en hann gerði nokkuð sem hann sér eftir og hefur beðið afsökunnar á. Því vil ég gefa Vilhjálmi tækifæri aftur. 


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband