Færsluflokkur: Bloggar

Ef þið megið missa smá....

.....og ef þið hafið áhuga á því, þá stendur Mæðrastyrksnefnd fyrir jólagjafasöfnun fyrir þá sem til hennar leita.

Mig langar samt að taka það fram hér að ég er ekki að starfa á vegum nefndarinnar en vildi nefna þetta hér þar sem ég hef séð þar sem td. fyrirtæki eru að safna fyrir þau. 

Hvað segið þið ? Ætlið þið að vera með ?

Kveðja,
Inga Lára


Smá könnun :)

Hvað segið þið um þetta ? Eruð þið sátt eða ekki ? Tjáið ykkur eins og þið viljið  CoolDevilWizardPoliceBandit

Ég sjálf er búin að heyra svo margt með og á móti, en var þetta ekki okkar eina von ? Hinar þjóðirnar voru búnar að segjast ekki ætla að lána okkur nema IMF mundi vilja gera það, svo hver teljið þið stöðu okkar vera núna ?

Kveðja,

Inga Lára  


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var alveg glatað...

Verð nú bara aðeins að tjá mig eftir að hafa verið lengi í burtu héðan vegna lesturs, en mér fannst alveg fáránlegt að lesa að einhvað pakk hafi verið að grýta ráðherrabílinn hans.

Ég veit að margir eru reiðir í dag og það er ég líka, en sem betur fer er Björn búinn að gera það  margt gott að ég færi nú ekki að kasta eggjum í bílinn hans (fyrir utan það að ég hef ekki lagt í vana minn að vera með dónaskap og vanvirðingar). 

Björn hefur gert góða hluti, m.a. að herða refsingar og að koma á úrræði eins og Hringnum sem er fyrir unglinga eftir fyrsta/annað afbrot og breyta einnig lögum í nauðgunarmálum. Svo fyrir mér á Björn þetta ekki skilið og ef einhver púaði á hann..... þá púa ég þá sem púuðu Whistling

Kveðja til ykkar,

Inga Lára  


mbl.is Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta með lækkun stýrivaxta.....

......ég er alveg pottþétt á því að þegar sumir eru að halda því fram að við munum fara í eitthvað lánarugl um leið og stýrivextir eru lækkaðir, þá er nú bara alveg hægt að koma því öðruvísi fyrir.

Ég meina við erum öll alveg í sjokki núna í dag og síðustu daga, fólk út um allt land eru að hringja í Rauðakross símann, neyðarsímann sem geðdeildin var að opna og fleiri hjálparþjónustur, þvi að allt er í rugli og við vitum ekkert hvert við erum að stefna.

Ég sjálf er með lán sem ég þarf að standa í skilum við og það er þokkalega niðurdrepandi að vera í íslensku samfélagi í dag. Ég get alveg lofað því hér.... opinberlega að ég mun EKKI taka mér milljón króna lán til að fara dekurferð til Kanarí um jólin ef að lánin okkar fara að verða hagstæðari.... við erum öll búin að öðlast smá leiðinlega reynslu í þeim málum sem eru í gangi hjá okkur í dag og förum vonandi að vera nægjusöm með okkar.

LÆKKUM STÝRIVEXTI !!!

Inga Lára 


Líst bara vel á þetta :)

Ég rek augun alltaf í þær fréttir sem snúa að eflingu löggæslu og öðru þess háttar.

Ég var einmitt að keyra um bæinn fyrir stuttu, var að hugsa í leiðinni hvað miðborgin væri orðin fín að mörgu leiti, en hvað væri neikvætt allt fyllerýið og fleira hjá ungu fólki í bænum um helgar (tala ég sjálf núna eins og ég sé áttatíu og þriggja Wink ). En ég er á því að bærinn sé fallegur og við þurfum að hlúa að honum og þurfum ekki á skrílslátum að halda. Auðvitað er lýðurinn þar samankominn um helgar þegar skemmtistaðir eru opnir og fl. svo að ég tel þessa auknu löggæslu ekki gera það að verkum að liðið fari annað, heldur muni það vonandi hegða sér betur. Þetta eru svona mín rök í fljótu bragði fyrir því að þetta athvarf lögreglu eigi rétt á sér. 

Annars finndist mér líka að í úthverfunum mætti efla löggæsluna um helgar. Þá mætti lögrelgan vera kannski sýnilegri og meira á ferðinni. Kannski er hún mikið á ferðinni þó ég sjái hana ekki, enda mikið bara heimafyrir að hafa það huggulegt Kissing en eins og í kringum söluturnina og á fleiri stöðum þar sem unglingar hópast oft saman, þar mætti lögregla gjarnan keyra reglulega framhjá á kvöldin til að fylgjast með og líka (það sem mér finnst skipta máli) láta sjá sig meira. 

Endilega komið með ykkar sýn á þetta, ég (á þessu augnabliki) stend alveg föst á þessum rökum og væri forvitnilegt að sjá hvað aðrir hafa að segja Grin

Kveðja til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Miðborgarathvarf formlega tekið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt og skemmtileg stefna í lok sumarfríssins :)

Já, við fórum þessar tvær utanlandsferðir eins og ég er búin að skrifa um, en síðasta mánudag, þegar við sonur minn vorum orðin frekar pirruð að hafa ekkert að gera þá datt mér sú snilldarhugmynd í hug að hafa samband við bróður minn sem býr fyrir norðan. Ég hringdi í hann og við vorum lögð af stað um þremur korterum síðar. 

Við komum til þeirra klukkan 21 um kvöldið. Tekið var auðvitað vel á móti okkur, með logandi grill og notalegri stemmningu. Svo vel var tekið á móti okkur að Sæþóri Helga syni mínum var strax farið að líða eins og heima hjá sér Smile og það er sko ekki hægt að segja það oft um hann. 

Sonur minn og sonur bróður míns náðu alveg rosalega vel saman og hefur mikið verið talað um frænda sinn á mínu heimili síðan við komum heim og það hafa allir sem hana hitt Sæþór Helga fengið að heyra að hann eigi sko skemmtilegt frændfólk sem býr langt uppi í sveit.
Þeir gátu leikið sér saman allan tímann, þá með bíla og fleira dót og þeim leiddist ekki eina mínótu.

Við gerðum margt skemmtilegt, fórum til Akureyrar og fengum okkur Brynjuísinn, sem á víst að vera ómissandi, en ég náði samt ekki alveg hversvegna það er. Við skoðuðum vinnustað mákonu minnar og rúntuðum um og kíktum í búðir. Alveg ótrúlegt hvað mér finnst Akureyri alltaf vinalegur bær.

Við skoðuðum auðvitað Dalvík líka og fórum þar í sund. Sundlaugin þar er mjög fín og mæli ég með henni fyrir þá sem eiga þar leið um og ætla sér að fara í sund. Svo er sundlaugin í Hrísey sem er alveg brillant, en við fórum þangað með báti og áttum brot úr degi þar í eynni.

Ferðin var alveg ótrúlega vel heppnuð, það er líka svo rólegt fyrir norðan að maður kemur alveg endurnærð til baka. Svo lét bróðir minn mig sko ekki svelta á meðan ég var í heimsókn InLove og á lokakvöldinu fekk ég meira að segja humar, sem mér finnst alveg hræðilega góður.

Þið munuð getað séð myndir strax eftir helgi á www.barnaland.is/barn/25924 

Kveðja til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


Berlínarferð með manninum mínum

Jæja, núna er komið að því að segja frá Berlínarferð sem ég fór í um síðustu helgi. Við maðurinn minn fórum semsagt eldsnemma á fimmtudegi og komum aftur um miðjan sunnudag.Cool

Þegar við komum til Berlínar fórum við beint á Best Western -  Hotel City Ost hótelið okkar sem er við Frankfurter Allee götuna. Þar leið okkur mjög vel, þjónustan góð og fólkið mjög vingjarnlegt.

Eftir að skoða hótelið fórum við út og ætluðum að finna eitthvað sniðugt, endaði með því að við vorum búin að ganga um 15 km. og búin að skoða Brandenburgarhliðið og fleira á þessari göngu okkar.

Næstu daga skoðuðum við Sögusafn Berlínar, St. Marie kirkjuna, annað safn sem varðaði stríðið og líkneski stórt um hina nýju borg eða "1000 ára ríkið" sem Hitler ætlaði að láta byggja.
Einnig fórum við inn í háskóla þarna í Berlín, en sá skóli var mjög fallegur og þar hafði Albert Einstein meðal annars verið starfandi sem kennari.
Við þræddum vel ýmislegt sem varðaði Hitler, við td. fundum þar sem hann og Eva skutu sig og ég tók mynd af Mortan þar. Einnig sáum við minnisvarða um alla þá Gyðinga sem voru drepnir, en sá minnisvarði eru hellingur af stórum steinum sem reistir voru á stóru plani rétt hjá Brandenburgarhliðinu. 

Auðvitað fór ferðin líka aðeins í það að versla á okkur og svona. Mortan reyndar keypti sér meira af fötum en ég, ég var eitthvað löt við að skoða, sem var auðvitað algjör vitleysa því að fötin í Galeria og eins C&A eru sko mikið hundrað sinnum ódýrari en hér heima. Við keyptum líka helling af fötum á Sæþór Helga okkar InLove

Þið getið séð myndir á Barnalandi.is, þar sem þær verða birtar á www.barnaland.is/barn/25924 og þið megið endilega skoða. Þær verða settar inn strax í dagWink

Jæja, bið að heilsa ykkur í bili,

Inga Lára Helgadóttir 


Rhodesferð með syni mínum og mömmu minni :)

Rhodes-ferð:

Æðisleg ferð sem við sonur minn, Sæþór Helgi og mamma mín fórum í til Rhodes, sem er Grísk eyja rétt við strendur Tyrklands.

Á Rhodes var hitinn þokkalegur, svona milli 34-37 stig á daginn. Við vorum á hóteli sem við kunnum vel við, mikla þjónustu þar að fá og sundlaugarnar algjört æði. Sem dæmi, þá var matsölustaður á hótelinu, tveir stórir barir (aldrei nein læti samt eða fyllery á fólki), stórt barnaleikherbergi og fleira. Starfsfólk hótelsins var alveg frábært og á mikið hrós skilið fyrir sína vinnu. Tveir þokkalega stórir sundlaugagarðar voru á hótelinu Kassandra og þar var gott að eyða deginum í sólbaði, stutt í ísinn og aðrar veitingar þegar mallinn fór að segja til sín Kissing

Við fórum í tvígang til gömlu Rhodes, sem er gömul riddaraborg krossfaranna og er því um 1.200 ára gömul. Þar var að finna ævaforn og falleg mannvirki, bæ sem var ævintýri líkast að ganga um. Endilega að kíkja inn á www.barnaland.is/barn/25924 og kíkja þar inn á albúm sem er neðsta albúmið og skoða myndirnar.

Maturinn á Rhodes var mjög góður að mér fannst. Ég borðaði yfirleitt Gyros, sem er einn þjóðarréttur grikkja. Gyros var misjafnlega hægt að fá sem svínakjöt eða kjúklingakjöt. Þeir elda það á einhvern sérstakan hátt, bera það fram með sinni vinsælu jógúrtsósu, grænmeti og frönskum kartöflum. Reyndar var annar matur eins og kjúklingaréttir og fleira sem ég fekk algjör draumur hjá þeim og ég hlakka mikið til einn daginn að koma þangað og fá aftur matinn þeirra Tounge

Eina sem ég saknaði mikið heim var vatnið okkar. Íslenska vatnið er nokkuð sem er alveg ómissandi, mér finnst þetta flöskuvatn ekki upp á marga fiskana og þegar ég var búin að fá nóg af svala- eða gosdrykkjum, þá bara mátti ég skrælna úr þorsta Frown

En ég verð að segja að mín reynsla af Rhodes var fín, grikkirnir taka vel á móti ferðamönnum, eru skemmtilegir og koma vel fram, landið fallegt og mikið þar að sjá. Ódýrt að taka leigubíla, ódýrt að fara og borða (ef maður finnur réttu staðina eins og við Grin), en mjólkurvörur alveg rándýrar.

Endilega farið og skoðið myndirnar á www.barnaland.is/barn/25924 sakar ekki að gefa sér augnablik í að skoðaSmile

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 


Gera vel við hjúkrunarfræðinga !

Finnst alveg agalegt að skuli ekki vera hægt að gera betur við hjúkrunarfræðinga. Hvað með þær deildir sem verða lokaðar ef að samningar nást ekki þann 10. júlí ? Woundering

Agalegt að sjá háskólamenntað fólk þurfa að berjast svona fyrir sér, það gekk að semja við flugumferðarstjóra um daginn, sem eru með margfallt hærri tekjur en hjúkrunarfræðingar Devil en þar er líka verið að sinna þjónustu ríkari einstaklinga þjóðarinnar, þeir sem hátt settir eru hjá okkur fara gjarnan nokkrar ferðir á ári og hafa það drullu gott- þá þarf að þjónusta vel auðvitað, en svo þegar kemur að veikum einstaklingum, þá er það ekki eins góður kúnnahópur Angry Er það ekki líka orðið þannig að þeir sem eiga peninga geta orðið keypt sér hvaða læknisþjónustu sem er ? Hvert stefnir þetta eiginlega hjá okkur ?

Jæja, ég hvet þá sem standa í samningarviðræðum að sýna hjúkrunarfræðingum þá virðingu og sanngirni að veita þeim þá launahækkun sem þeir eru að biðja um.

Annars er allt fínt að frétta af mér, bara nóg að gera hér í vinnunni á spítalanum og er búin að njóta sólarinnar með syni mínum síðustu daga InLove

Kveðja,

Inga Lára


mbl.is Puðað í samningagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru félagar,

Ég verð að segja að í fyrsta sinn í gær varð ég sammála nokkru sem kom fram í DV, sem ég er annars vön að kalla sorprit Wink

Í DV kom fram sú ósanngirni sem okkur almenningi er beitt þar sem stjórnvöld þrýsta á okkur til að hjóla í stað þess að nota bifreiðar. Bensín hækkar upp úr öllu valdi og mikill hluti bensínverðs fer í ríkið sjálft. En þeir sem stýra þessu, þeir eru áfram á sínum bílum og ég þori að veðja við ykkur, að enginn okkar ráðherra muni koma á hjóli á næsta þing Errm

Ég veit að Gísli Marteinn hefur notað hjól í og úr vinnu, en ættu okkar æðstu stjórnvöld ekki að endurspegla það sem þeir ætlast til af okkur ?

Ég er sko orðin frekar þreytt á þessu.

Er hjólið alveg nógu gott fyrir okkur almenning, en ekki fyrir þá sem segja okkur að nota það ?

Ég vil líka koma því á framfæri að mér finnst framfærslutafla LÍN vera hræðilega lág fyrir næsta skólaár, þrátt fyrir miklar hækkanir á öllum neysluvörum og eins lánum..... hvert stefnir þetta eiginlega ? Í algjört óefni ?  Woundering

Kveðja og farin í helgarfrí upp í sveit Tounge

Inga Lára 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband