Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2009 | 18:50
Foreldrar að vanrækja börn sín...
Það er ekki annað hægt að segja en að foreldrar sem eiga börn á þessum aldri sem ganga um og trufla störf lögreglu og eru jafnvel í hættu þar sem þeir geta orðið á milli í einhverjum "slagsmálum" milli lýðskrumana og lögreglu.... (hér er ekki átt við um þá mótmælendur sem eru með hávaða, heldur þá sem ráðast á lögreglu), þetta er vanræksla á umsjón eða eftirliti og ættu foreldrar þeir sem eiga þessi börn að vera tilkynntir til barnaverndaryfirvalda strax.
Kannski verður einhver reiður við að lesa þetta, en hér er ég bæði að hugsa um að trufla ekki lögregluna og eins að vernda börnin, sem hafa alls engan veginn gott af þessu.
Kveðja,
Inga Lára
Börn að atast í lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2009 | 15:43
Algjör viðbjóður.....
Get ekki sagt annað en að svona læti, að berja og sparka í lögreglu sem er að sinna starfi sínu að ætti að liggja þung refsing þarna að baki. Þvílíka svívirðing og ruddaháttur.... ég á ekki til orð. Þessir drengir hafa ekki rétt á því að kalla sig mótmælendur, ég hef mætt og mótmælt, ber fulla virðingu fyrir lögreglu og varð stolt af þeim mótmælendum sem vörðu lögregluna fyrir þeim sem köstuðu steinunum.
Ég ræddi við lögreglu þegar ég mætti við mótmælin. Hann mátti lítið segja mér hvernig hann upplifði að vera þarna, en þarna var maður, sem kannski var í verri félagslegri og fjárhagslegri stöðu en margur sem mótmælti, .... og kannski ekki. Hvað veit ég ?
Svona hyskisskapur, að ráðast svona á lögreglu, bara inn með svona menn og fá hafragraut einu sinni á dag BÚIÐ ! Enda augljóst að þessir drengir bera ekki virðingu fyrir sjálfum sér hvort sem er.
Kveðja,
Inga Lára (alveg svakalega hissa og reið núna)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 17:02
Er eitthvað að ?
Halló ? Er ekki allt í lagi ? Við erum með menn sem eru að sinna vinnu sinni, var sjálf í mótmælum og lögregla gerði ekkert sem ég taldi óæskilegt. Þeir stóðu þarna og fylgdust með. Hvað vitum við nema einhverjir úr þeim hópi séu að missa allt sitt ........ burtu með svona skrílslæti og áfram með kröftug mótmæli !!!
Kveðja,
Inga Lára
Sprengjum kastað að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.1.2009 | 23:55
Já viltu vinnufrið Geir ?
Ég get ekki betur sagt en að þeir hafi fengið það mikinn vinnufrið og unnið það frjálsir að þeir eru búnir að klúðra öll fyrir okkur. Og eigum við virkilega að treysta þeim til að sjá um lánin sem við höfum fengið ? Mér finnst einmitt núna að þeir eigi að segja af sér og menn með viti sjái um að peningarnir fari á rétta staði
Kveðja,
Inga Lára
Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 13:07
Heyrðu mig nú :(
Hvað er eiginlega í gangi hér ? Mér finnst hann vera alveg orðinn viti sínu fjær maðurinn ég trúi því ekki að hann sé að láta svona, ég bara trúi því ekki. Og ef hann ætlar sér að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og eyðinleggja fyrir ríkisstjórninni, hvað ætlar hann sér að fá út úr því ? Menn eiga að vera í stjórnmálum því að þeir vilja hafa áhrif til góðs fyrir okkur sem erum í landinu.
Ætlast hann líka til þess að menn fari að snúa baki við Geir til að koma til hans, sem er búinn að láta svona. Aldrei hafði ég búið við því að ÉG ætti eftir að hugsa svona í hans garð .... en mér er misboðið.
Mig langar að vita hversu mikið af öllum þeim áföllum sem hafa dunið á okkur eru af völdum útrásarvíkinga og svo hans ? Mig langar líka að vita hvernig Geir ætti eftir að blómstra ef hann væri ekki svona undir hælunum á Davíð lengur. Margir sem hafa sett út á það, sem segja svo Geir samt vera fínan kall.
Kveðja,
Inga Lára
Eitthvað rotið í Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 15:10
Bíddu, hvernig er þetta eiginlega ?
Er semsagt einn maður sem liggur á upplýsingunum eins og ormur á gulli og ullar bara á þá sem vilja vita hvað sé í gangi ?
Ég meina ríkisstjórnin vill fá upplýsingar sem hann hefur, það þarf að vinna eftir þessu.... ég meina hvað er hann að gera ? Ég á ekki til orð að maðurinn skuli leyfa sér þetta. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir honum og mundi því vilja að hann mundi fara að slaka á núna..... ég meina com on
Við erum með ríkisstjórn sem er að mínu mati að reyna að ræta eitthvað úr málunum og þar sem ég hef ekki sjálf reynslu af þingstörfum (eins og flestir) að þá tel ég mig varla hæfa til að setja allt í eitt stórt samhengi til að sjá hvort að meira sé hægt að gera eða ekki. Ég veit allavega að ríkisstjórnin fær gott aðhald þessa dagana, hún verður að vinna sig inn álit og þau vita það alveg sjálf. Mig langar að sjá hvernig allt verður eftir smá tíma í viðbót (1-1 1/2 ár).
Kveðja,
Inga Lára
Kom á óvart að Davíð upplýsti ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2008 | 20:05
En þó það :)
Ég verð að segja að mér finnst það nú nokkuð gott á erfiðum tímum, það sem allt er vitlaust í mótmælum og vitleysu að nánst þriðjungur landsmanna styðji enn við stjórnina. Það hefur sýnt sig að þeir sem eru við völd tapa fylgi sínu í skoðanakönnunum þegar ekki gengur nógu vel. Fyrir utan það má geta hve margir hafi verið mjög reiðir og sagst ekki styðja stjórnina þegar þeir voru spurðir og hugsað sér að vera svolítið ögrandi við stjórnendur. Ég sjálf hefði orðið fúl ef þau hefðu fengið fullt hús stiga
Svo mér finnst þessi niðurstaða vera mjög góð miðað við aðstæður .......... en það væri forvitnilegt að sjá hver niðurstaða væri úr kosningum ef til þeirra kæmi. Þá kæmi í ljós hve margir séu í raun uppreisnaseggir og hverjir ekki (ekki illa meint , heldur bara jákvætt).
Kveðja,
Inga Lára
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2008 | 19:10
Villimennska
Ég átti ekki til orð þegar ég sá í fréttunum hvernig lýðurinn lét við lögreglustöðina, mér fannst þetta óréttmæt villimennska og ekkert annað.
Var mjög hissa á móðir drengsins að láta heyra frá sér. Hann hafði brotið af sér og eins og hver annar, þá á hann að greiða sekt !
ÉG er hinsvegar ánægð með mótmælin á Austurvelli, gott að láta ekki bjóða sér upp á þetta
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
22.11.2008 | 14:44
Kvösslass er þetta ?
Sko, mér finnst algjört lágmark að lækka laun þeirra um 15% og helst mundi ég vilja sjá 20% lækkun ! Hafa þeir unnið sér inn fyrir þeim launum sem þeir hafa ? NEI !!! EKki að mínu mati þar að segja (enda er það ég sem skrifa þetta blogg). Of margir sem hafa ekki unnið inn fyrir launum sínum sem eru að fá of há laun. Hvernig var með bankastjóralaunin síðustu árin og hver var ábyrgðin ? Hvernig fór það allt ? Svo eru aðrir komnir í stöðurnar með 1.750.000 á mánuði
ÉG held að þessir einstaklingar ættu að skammast sín og lækka sig verulega. ÉG skólamanneskjan og örugglega stærrihluti þessa þjóðfélags sem hafa ekki tekið þátt í sukkinu, erum skuldug upp fyrir haus og langtum meira en það útaf ríkimanna fyllerýi Þeir ættu meira að segja að lækka sig og skammast sín það mikið að segja ekki einu sinni frá því. Áttu þeir kannski að fá atkvæði út á þetta ?
Kveðja,
Inga Lára
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 16:20
Hvað er málið ? Þetta finnst mér algjört rugl :-/
Hvað kostar okkur að halda kosningar ? Hvað kostar undirbúningur og framkvæmd ? Er einhver með nákvæmar tölur ?
Væri ekki líka í lagi að lofa þeim sem eru við stjórn að klára það sem þeir eru að byrja að gera núna ? Mistökin sem hafa átt sér stað eru stór, en er það annara verk að laga það ?
Hvað ætla Vinstri grænir að gera ? þeir sem eru búnir að lýsa því yfir að vilja ekki vinna með hverjum sem er. Það ríkir greinilega ólga í Framsókn og Frjálslyndir eru búnir að missa fylgið sitt.
Ég hef hugsað mig um hvað ég mundi kjósa ef væri komið að kosningum, en í svona rugli, þá mundi ég ekki gefa þessum þremur flokkum atkvæði mitt.
Kveðja,
Inga Lára
Vantrauststillaga komin fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar