Enda kominn tími til...

Orðin alveg ógeðslega þreytt á þessu, veðrið er alveg búið að áhrif á allt hjá mér síðustu daga og búin að festa bílinn minn nokkrum sinnum Blush

En vitið, það er líka erfitt að vera ég stundum Wink.....vitið, að um daginn hér úti á plani voru strákar að ýta mér og leiðbeindu mér hvernig best væri að koma mér af stað aftur. Loksins þegar þeir ná að koma mér af stað (sem tók nú reyndar mjög stuttan tíma), þá stoppaði ég bílinn, skrúfaði niður rúðuna og þakkaði þeim fyrir........ Það eina sem ég heyrði var, "æi núna þurfum við að ýta henni af stað aftur" Grin

Ég fattaði ekki að halda ferðinni, en veit það núna og hef gert það í hitt skiptið sem ég þurfti aðstoð. Ég allavega læri af mistökunum Tounge

Kveðja og vonandi fer veðrið að skána,

Inga LáraSmile


mbl.is Veðrið gengið niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er að verða dálítið langur tími með roki og ofankomu.  Ég var að lesa frétt í dag frá Einari Veðurfræðingi og hann sagði að erlend langtíma spá sem er fyrir þrjá mánuði spáir svona lægðum fram í lok mars.  svo þetta er sennilega ekki búið hjá okkur. 

Ég er búinn að vera að því að draga bíla sem hafa ekki komist áfram í snjónum svo.  Þetta er ekki búið að vera svo leiðinlegur tími. 

gangi þér vel í snjónum Inga Lára mín

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 9.2.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vottfest er, ef að einhver er enn í vafa, að eigandi bloggsíðu þessar skartar náttúrulega ljósum háralit frá barnsaldri.

Steingrímur Helgason, 9.2.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Sammála þér Inga, þetta veður undanfarið er barasta hundleiðinlegt. En varðandi þá sem hjálpuðu þér með bílinn, þá held ég að ef þú hefðir ekki stoppað þá hefðu þeir kannski sagt,"þessi var nú ekki mikið að þakka fyrir sig". Svona erum við konur, kurteisar. Ekki afsaka þig, þú gerðir engin mistök.

Kveðja, Steinunn

Steinunn Þórisdóttir, 9.2.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Það er samt einhver sjarmi yfir þessum veðurofsa.  En guði sé lof, þá urðu enginn slys á fólki.  Ég væri alveg til í að fara á mínum fjallbíl upp um fjöll og firnindi.  þ.s ef ég ætti fjallabíl.  Þess vegna held ég mig bara við 101 Reykjavík.  Takk fyrir...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.2.2008 kl. 07:05

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þetta er lífið Inga ...

Gísli Hjálmar , 10.2.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.2.2008 kl. 16:02

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haraldur Haraldsson, 11.2.2008 kl. 18:04

8 identicon

Það var lán í óláni kannski að ég aldrei þessu vant síðan ég vann í Íþróttahúsi með fullt af fólki í kring um mig hef verið að fá ýmiskonar flensur hverja ofan í aðra. Hef því getað  verið inni hjá mér og horft bara út um gluggann á þessi ósköp í veðrinu. Takk fyrir bloggvináttu og mjög svo skemmtilegt blogg

Áslaug Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1699

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband