Get sko vel hugsað mér að það sé rétt ;)

Hann sonur minn er þriggja ára gamall og hann var einmitt að dást af þessum jólasveini í Garðheimum fyrr í vikunni Smile...alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hann uni sér við að horfa á jólasveininn, svo við hliðina á honum kemur lítið jólaþorp, alveg æðislega fallegt og hann naut sín ekkert smá vel þar líkaWink

Um daginn fekk hann reyndar einn slíkan heim, hann Hurðaskelli, og hann er enn að tala um hann, komnir 8 dagar síðan hann kom heim og hann talar enn um það hvort að hann muni heimsækja hann aftur næstu jól LoL hann hlakkar svo til aðfangadagsins að hann er að springa. Horfir á pakkana og veit að hann á að fá einhverja af þeim Grinfinnst svo gaman að skoða þá og spurja hvort hann megi núna opna einn.

Í kvöld ætlum við að skreyta tréð og hafa gaman. Ætlum að hafa góða stemmningu hér heim öll þrjú saman. Það verður ekkert smá gaman og er ég sjálf farin að hlakka mikið til morgundagsins...... eins og þegar ég var sjálf smákrakki, ......og eru ekki líka allir börn á jólunum Smile?

Kveðja og gleðileg jól,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Nóg að gera hjá jólasveinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er gaman að heyra að strákurinn þinn hafi haft gaman af Hurðaskelli. Það var allavega gaman að sjá hann og tala við hann. Hver veit nema Hurðaskellir gæti komið næsta ár. 

Gleðileg jól Inga Lára mín og hafið þið það gott um jólin.

Kv

Þórður Ingi (Hurðaskellir)

Þórður Ingi Bjarnason, 23.12.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Eru ekki allir börn á jólunum,spyrð þú,innst inni heldég að allflestir séu það,en samt er eins og margt yngra fólk og miðaldra haldi að það sé einhver skömm að því að viðurkenna það.

Mér er öfugt farið viðurkenni fúslega að ég hlakka alltaf til jólana,og er þó komin vel yfir miðjan aldur,það er gaman að heyra hvað stúfurinn þinn er áhugasamur um jólin og jólasveinana,og endilega hlúðu vel að þeim þætti,held að þegar hann kemst til vits og ára muni hann búa vel að því,það er nauðsynlegt á þessum tímum hraða og tækni að hafa eitthvað svona í bakhöndinni.

Óska þér og þínum gleðilegra jóla,og farsældar á nýju ári.Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.12.2007 kl. 06:52

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðileg jól INga besta

Magnús Geir Guðmundsson, 25.12.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Ásgerður

Jólakveður til þín og þinna,,,hafið það sem allra best  

Ásgerður , 25.12.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég vil óska þér og snáða gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.  Megi komandi ár færa ykkur gleði, frið og hamingju.  Takk fyrir allar góðu stundirnar á liðnum árum.

Óttarr Makuch, 26.12.2007 kl. 12:52

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er ekkert má jólatré á þessu heimili.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2007 kl. 22:39

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og gleðilegt nýtt ár unga móðir, eiginkona og menntasnót!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 00:49

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta átti auðvitað að vera ,, það er ekkert smá jólatré á þessu heimili"

Þessi færsla var orðin svo við aldur þegar ég las hana og var samt sú nýjasta svo ég taldi að þið væruð enn að skreyta .

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband