Færsluflokkur: Bloggar

Þessi fekk sko 10 hjá mér :)

Ég var í IKEA í dag að versla, og eins og margir hafa kannski heyrt aðra tala um ekki nógu góða þjónustu þar, eða lent illa í því sjálfir, þá fekk þjónuastan sem mér var veitt í dag heila 10 í einkunn. Smile

Sá sem ég ræddi við var drengur uppúr tvítugt að ég giska á. Hann gaf sér tíma í að leiðbeina mér og segja mér frá vörunni sem ég var að kaupa og aðstoðaði mig við að finna hana. Alveg rosalega kurteis og fínn einstaklingur sem á mikið hrós skilið fyrir góða þjónustu.

Um daginn þegar ég var úti að keyra var verið að tala um IKEA í útvarpinu og hvað þeir veittu lélega þjónustu og mátti ég til með að koma með þetta hér, því fólk verður líka að fá að heyra þegar þeir þjónusta svona vel eins og þeir gerðu í dag. Reyndar tjáði drengurinn mér það að hann væri að fara að vinna í raftækjabúðinni hinum megin við götuna á næstunni, en ég fer sko jákvæð næst að versla....Grin

....bara að deila þessu með ykkur eftir eril dagsins Wink

Kveðja til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


Aðeins að láta í mér heyra hér !!!!!!

Það er eitt sem getur gert mig frekar reiða og það er það umhverfi sem syni mínum og fleiri börnum á leikskólanum Hólaborg í Breiðholti er boðið upp á.

Mikið var talað um á tíma Samfylkingarinnar í Reykjavík að ekkert væri gert fyrir Breiðholtið, en ekki get ég sagt að það sé eitthvað betra í dag, allavega ekki hvað börn okkar varðar og öryggisatriði í þeirra umhverfi og tel ég að börnum okkar sé boðið upp á miklar hættur í umhverfi sínu.

Á leikskóla sonar míns mætum við alla morgna virka daga. Það fyrsta sem við sjáum er hve illa farin gangstéttin er, eins og einskonar öldugangur. Holur í gangstéttinni og brotnir tréstaurar standa upp úr veginum þar sem áður var gömul griðing. Semsagt aðkoman á leikskólann er algjör slysahætta fyrir bæði börn og aðra sem þar ganga um. Auðvelt fyrir lítlu krílin sem hlaupa um í sakleysi sínu að fella sig á einum stauranna eða á þeim sprungum sem liggja eins og gildrur um alla gangstétt.

Á leikskólalóðinni að innanverðu, þar sem börn eru að leika á daginn, þar eru misfellur í gangstígum, holur í grasflötinni og lóðin er meira og minna slitin og illa farin og börnunum er virkilega boðið að leika sér á slíku hættusvæði. Sumstaðar er grasið alveg ónýtt og leiksvæðið þar sem túnin eru eru því alveg eitt drullusvað.

Fóstrur leikskólans eru mestu yndi sem ég veit um og líður syni mínum mjög vel hjá þeim og hann hlakkar til að mæta næsta dag í leikskólann. Hann á þarna góða félaga að leika við og megum við vera þakklát með að hann skuli hafa svona gott á leikskólanum...., en vanrækslan er borgaryfirvöld bjóða leikskólanum upp á er svívirðileg og til háborinnar skammar og er ekkert hægt að afsaka það hvernig komið er fram við þessi litlu kríli sem vilja fara út og leika sér. 

Þetta er að mínu mati forgangsatriði og verð ég að lýsa því yfir hversu reið og óánægð ég er með þessa vanrækslu af höndum Reykjavíkurborgar á syni mínum og fleiri börnum og ættu þeir sem þessum málum þar sinna að skammast sín !!!!

Ég er mjög reið fyrir hönd barnanna og ég veit að margir foreldrar eru það líka þar sem þeir hafa haft orð á því við mig og þarna er verið að bjóða syni mínum upp á hættulegar gildrur og hann sonur minn er algerlega í forgang hjá mér.

Ætli eitthvað yrði nú ekki gert ef umhverfi ráðhússins væri svona slæmt, þeir eru fljótir að kippa öllu í laginn hjá sér .......... 

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


Ef allir myndu nú leggjast á eitt, þá ........

...mundi söfnunin ganga betur Wink

Þannig er að ég greiði alltaf 200 krónur eða yfir þegar ég fer í verslun þar sem er baukur frá ABC barnahjálp og svo eru einnig miðar til sölu sem tryggja einu barni í skóla (semsagt einn miði, eitt barn). Ég var einmitt að spá ef allir væru svona ógeðslega góðir eins og ég InLove þá mundi þetta allt ganga betur.

Ég hugsaði oft, æi bara smáaur frá mér, bíttar ekki miklu, en svo fór ég að hugsa og gera mér ljóst hve mikilvægt væri að gefa í ABC barnahjálp, því að ef við öll hugsum okkur að leggja okkar að mörkum, þá væri sko heimurinn betri Grin

Þó að þetta hljómi sem eitthvað djók hjá mér, þá er mér sko full alvara með þessu !!!

Svo gefið í barnahjálpina og segjið með svo frá því hér í kommentunum Wink

Kvatningarkveðja,

Inga Lára HelgadóttirKissing


Nokkuð sem þú hefur örugglega hugsað líka :)

Í vinnunni í gær (mánudegi), þá vorum við nokkur saman í hádegismat og tal okkar leiddist út í að ræða þjónustu bankanna. 

Bankar eru tilbúnir að hafa samband við þá sem ekki eru þeirra eigin viðskiptavinir, bjóða þeim góð kjör í inngöngugjöf, ........... en hvað svo ? Af hverju bjóða bankar almennt ekki sínum viðskiptavinum jafn rausnarleg tilboð eins og þeir bjóða "viðskiptavinum annarra banka" ? Boðið er upp á x margar fríar færslur í upphafi og svo einhverja bíómiða eða upphæð í Kringluna eða annað slíkt.......

Þetta var bara svona smá hugleiðing hjá mér. Ég fæ kannski einhver fríðindi sem gleðja mig við að stofna ákveðinn reikning eða annað slíkt, en svo þegar ég er búin að vera í viðskiptum í einhvern tíma, þá er öllum alveg sama Woundering svo að mér finndist bankarnir eiga að koma með einhverskonar glaðning annað slagið til að halda sínum viðskiptavinum í stað þess að vera eingöngu að gleðja viðskiptavini annarra banka til að draga þá að sér.

En mig langar samt að hrósa mínum fullkomna banka, sem er Sparisjóðurinn í Garðabæ. Ég sem bý sjálf í Reykjavík er tilbúin að hafa samband við Garðabæinn og mæta þangað í sumum tilfellum því að þjónustan er mjög góð og fekk fullar 10-ur í nær öllum liðum í símakönnun sem tekin var á mér um daginn Cool

Kveðja,

Inga Lára Smile


Dásamlegt að gerast í samfélagi okkar :)

Mér finnst alveg frábært að íbúðum fyrir eldri borgara skuli vera loksins fjölgað um 400, en það sem mér finnst best við það er það að eldri borgarar tóku fullan þátt í skipulagningunni. 

ÉG er spennt að sjá hvernig þetta kemur út, hvernig eldri borgurum verði mætt með þessari aðgerð. Er verið að byggja íbúðir sem vel settir eldri borgarar hafa efni á að kaupa og verða ánægðir með, eða mun þjónustan getað náð til ALLRA ?Woundering...... vonandi vonandi, en þarna er ég stolt af mínu fólki Grin

Hlakka til að sjá framhaldið,

Inga Lára Helgadóttir Smile


Gott hjá ykkur köllunum :)

Mér fannst alveg frábært að lesa um það í Fréttarblaðinu að karlmenn væru farnir að nýta þrjá mánuði fæðingarorlofs sem þeir eiga rétt á. Einnig kom fram í fréttinni að um 17% karlmanna væru lengur en í þrjá mánuði, sem þýðir að karlmenn hér á landi kunna orðið að fara í barneignarfríWink

Fyrir nokkrum árum síðan þá nýttu þeir ekki einu sinni sína þrjá mánuði að fullu, heldur bara hluta af þeim, en í dag..... þá er ekki það sama upp á teningnum Smile Eina sem kom mér á óvart var að um 75% vinnuveitenda tóku orlofi karla vel (ekki það sem kom á óvart), en ef karlmenn tóku sér lengra orlof en þá þrjá mánuði sem þeir eiga, þá lagðist það misvel í vinnuveitandann.....

Bara áhugavert að skoðaSmile


Þetta nýja með lögregluna í miðbænum okkar...

Það er eitt sem ég hef verið að hugsa varðandi þetta með að lögreglan sé á hverju götuhorni að fylgjast með því hvernig fólk gengur um og hvernig það hegðar sér.....

Ég er mjög ánægð með það að þeir sem stunda miðbæinn um helgar fái smá aðhald.... loksins segi ég nú. Miðbærinn fullur af brotnu gleri og drasli og garðar miðbæjarbúa fullir af hlandi, skít og ælu eftir ofdrukkna einstaklinga. Gott mál og frábært framtak að taka loks á þeim málum og hefði mátt gera það löngu fyrr.

Eina sem vekur smá ótta hjá mér í þessum málum er það hvort að lögregla sé í góðri aðstöðu núna til að misnota vald sitt. Ég sá mynd utan á blaði (man ekki hvort það var fréttablaðið eða Mogginn eða hvað) og þar varu lögregluþjónar að halda ungum manni upp að ljósastaur og taka á því sem hann hafði eflaust gert rangt. En ég sá aðra mynd skína í gegn, gætu spilltir lögreglumenn farið að misnota sér þetta vald og gengið of langt ? Þarf ekki að taka aðeins til í lögreglunni fyrst ? Ég veit allavega að þarna eru inn á milli spilltir starfsmenn,..... hvernig er með þá sem  ég hef séð tala í gsm síma meðan þeir hafa verið að keyra bíl, .... og eins þá sem fóru í spyrnu við annan bíl hér á leiðinni úr Efra-Breiðholti og í átt að Kópavogi. Einnig hafa fleiri en ég orðið vitni að því þegar lögregla tekur kannski aðeins of harkalega á þeim sem hún er að sinna......

En allavega finnst mér það umhugsunarvert og að þurfi að gera ráðstafanir þegar lögreglunni er farið að beita meira en áður og hún grípur semsagt inn í við minna tilefni en áður var gert.

Ég segi það ekki..... auðvitað vona ég að allt fari vel og þeir nái að þjóna þessum tilgangi sem þeir eiga að gera, semsagt að aga aðeins borgarann og kenna honum  mannasiði, ég vona að þetta eigi ekki eftir að ganga lengra en það.

Bara svona að skjóta þessu fram Wink

Bestu kveðjur frá Mér,

Inga Lára Helgadóttir 


Vanræskla

 Aðeins að ibba mig við ykkur.......

Ég las síðast í gær tvisvar í blöðum um áhyggjur vegna umferðarþunga, þar sem bílar keyra þétt saman um allar götur og komast varla áfram á annatímum. Þá komu þeir með ábendingar um sjúkrabíla og lögreglubíla ef þeir þyrftu nú að komast áfram, það er nokkuð sem ég bíst nú við að nær öllum hafi dottið í hug.

Einn félagi minn sagði mér frá því í gær að 75% starfsmanna á deild dóttur hans í leikskóla hefði sagt upp störfum, áður voru fjórir starfsmenn en núna er aðeins eftir einn. Vitað er að aðeins hluti þeirra barna sem eiga umsókn um leikskólapláss fengu plássi úthlutað núna í haust vegna manneklu.

Umferðarþungi og illa mannaðir leikskólar eru tveir af fleirum þáttum sem hafa verið til umræðu í ansi mörg ár. Þetta er slæmt fyrir okkur öll. Fólk leitt á umferðinni, í neyðartilfellum gætu lögreglu- og slökkviliðsbílar ekki komist áfram og svo eru það litlu gullin okkar sem eru ekki forgangsatriði að mínu mati í samfélaginu.

Þetta er alveg ótrúleg vanræksla og ég get ekki sagt annað en það sé viljaleysi að gera ekkert í þessu. Ef vilji væri fyrir hendi þá væri búið að kippa þessu í lag, eða allavega í betra ástand. Og sá sem segir "jájá, þetta verður samt alltaf svona" hann er greinilega tilbúinn að lúta höfði fyrir okkar ráðamönnum sem ekki kippa í taumanna. Þetta þarf ekki að vera svona !!!!!!!!

Kveðja Inga Cool


Er að reyna að komast að niðurstöðu !!!

Þannig var að ég sá auglýsingu í sjónvarpinu, þar var Jesú og lærirsveinar hans við borðið en Júdas vantaði. Þá tók Jesú upp GSM síma og hringdi í hann og spurði hvort hann væri að koma í matinn, að þeir væru bara að bíða eftir honum.

Ég veit ekki, fyrir mér er Jesú og allt sem honum tengist heilagt og fyrst fannst mér þetta voða siðlaust og ég var hissa á þessu, og er í raun hissa enn, því að af hverju dettur auglýsingargerðarmönnum ekki eitthvað annað í hug en að nota Jesú í þessa auglýsingu ? 

Mér finnst þetta voða mikill óþarfi, og frekar í þá átt að vera siðlaust þó að mér finnist þeir ekki hafa framið beint neinn glæp. En mér finnst þetta benda svolítið til þess hvað fátt er orðið FULLKOMLEGA HEILAGT fyrir okkur í dag. Við tölum um að við berum ekki nógu mikla virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum og eins umhverfi okkar og mér finnst þetta svolítið endurspegla það.

Kveðja frá MérCool,

Inga Lára Helgadóttir 


Til er gott fólk :)

.....með fyrirsögninni er ég ekki að segja að fólk sé slæmt, langt því frá, því að yfirleitt þekki ég bara gott fólk Smile , en það sem einkennir okkur svolítið er það að um leið og við verðum vitni að einhverju, þá kannski eigum við til með að rjúka í burtu og ekki segja neinum frá neinum, nema kannski jú, í kaffi hjá vini eða vinkonu næsta dag.

Tvisvar hef ég lent í því að sjá bíl keyra utan í annan bíl og sá sem keyrði á ætlaði sér að keyra í burtu..... og gerði það reyndar. Sem betur fer þá náði ég að taka niður bílnúmer í bæði skiptin, svo að ég gat komið áleiðis hver það var sem framdi verknaðinn.

Í seinna skiptið sem ég varð vitni að slíku, þá var ég á bílastæði og fullt af öðru fólki sá þetta sem gekk svo bara hjá og gerði ekkert í málinu.

Núna fyrir stuttu varð ég fyrir því að fá símtal frá lögreglu þar sem ég sat á kaffihúsi í miðbænum í góðra vina hópi. Lögreglumaðurinn byrjaði á því að spurja hvort ég væri Inga Lára Helgadóttir og spurði því næst hvort ég ætti rauðan Hyundai í Tryggvagötunni fyrir framan kolaportið og ég svaraði því játandi og einnig svaraði ég bílnúmerinu játandi þegar hann kvað það upp. Því næst bar hann mér þær fréttir að búið væri að keyra utan í bílinn hjá mér, en sökudólgurinn hefði stungið af og lögregla biði við bílinn hjá mér núna ef ég gæti komið og talað við hann. En hann tilkynnti mér um leið að maður einn hefði orðið vitni að árekstrinum og hefði tilkynnt það til lögreglunnar. 

Hverjar eru líkurnar á því að láta klessa utan á sig og fá að vitni að málinu. Þetta er lýgileg heppni hjá mér og þegar allt kom til alls þá fæ ég allt bætt og er rosalega lukkuleg með það Wink .........ég er reyndar ekki búin að láta gera við hann en ég er búin að fá tíma á verkstæði sem verður þá í næstu viku. Þá verð ég voða voða glöð......... en bara útaf því að einn einstaklingur sá sér fært að taka niður eitt bílnúmer og taka upp símann og hringja á löggið Smile

Ég var líka að hugsa um hvernig hefði farið ef hann hefði ekki gert það, þá hefði ég þurft að keyra um á bílnum svona klesstum, þar sem við námsfólkið rjúkum ekki beint til að láta gera við bílana okkar fyrir einhverjar summur. Svo að skvísubíllinn minn verður kominn í lag eftir nokkra daga Grin

Kveðja Inga Lára Helgadóttir 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband