Hel..... fín Verslunarmannahelgi hjá mér :D

Já helgin var æðisleg hjá mér og mínum. Ég, maður minn og sonur fórum saman í Þjórsárdal og var það alveg rosalega gaman. Ég ætlaði mér fyrir svolitlu síðan að taka að mér aukavinnu um helgina þar sem spáin var heint út sagt alveg ömuleg, en það rættist svo sannarlega úr veðrinu og höfðum við alveg rosalega gott, tókum góðan lit í sólinni og pollagallinn var ekki tekinn upp einu sinni á strákinn Grin

Með okkur í ferðinni voru mamma mín og svo næstum öll tengdafjölskylda mín. Þessi sami hópur fór í bústað saman tveimur vikum áður og skemmti sér mjög vel saman. Svo tengdafjölskyldurnar tvær hafa náð mjög góðu samkomulagi og höfum við kallinn minn verið oft öfunduð af því Wink

Sonurinn alveg að klikkast úr frekju eftir sumarfríið, þar sem við máðum í burtu ýmsar línur sem við ætluðum sko ekki að fara yfir, en okkur þótti nú í lagi að dekra aðeins við krakkarassgatið og hafa aðeins frjálslegra þessar fjórar vikur sem hann er í sumarfríi Halo

Jæja, hvað gerðuð þið um helgina ágæta fólk ?

Kveðja Inga Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gaman að heira frá þér Inga Lára,ennþá meira gaman að fara í svona fri úti náttúruna/Halli Gamli var bara heima og við höfðum það gott/Búin að upplifa þetta sem þú segir svo oft,og þar var sko gaman/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 7.8.2007 kl. 01:42

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gaman ad thú skulir vera byrjud aftur ad blogga,kveja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 7.8.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vænti þess að þú hafir skemmt þér vel með öllu þessu frábæra fólki sem að þarna var saman komið, shysta mín algóð.  Veit að aðstaðan er góð, hef verið með þér þarna.  Frændi minn Sæþór Helgi er löngu of ofalinn af dekri allra & frekjurkall aldarinnar & ættarinnar.  Kominn tími til að hann komi hérna norður í sveitina svo að stóri frændi geti nú farið að koma aga á hann! 

Já, glætann, ætli ég eigi nú ekki fyrst að aga kútinn minn, fyrr en ég fer nú að atast í þínum með mínu dekri, en jafnvelkominn er hann nú samt & má hafa pabba & mömmu með.

S.

Steingrímur Helgason, 7.8.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband