Sala á léttvíni og bjór...

Ég verð að segja að mér finndist þessi þróun ömuleg ef að ætti að fara að selja vín og bjór í verslunum. Þá er ég ekki að hugsa að það kæmi sér illa fyrir alkóhólista og aðra slíka eins og sumir vilja meina.

Ég hef ekki góða tilfinningu fyrir því þegar börn fara með foreldrum sínum að versla að þau horfi þar á vín sem heilbrigðan og eðlilegan hlut. Svo hefur það nú alltaf þekkst að krakkar og unglingar steli úr verslunum, svo að ég er ansi hrædd um að þau yrðu frekar upptekin eða með hugan við áfengið sem væri þar í hillunum.

Á hinn bóginn !!! hef ég hugsað mér að kannski mundi þessi lög gera það að verkum að viðhorf barna og unglinga yrði öðruvísi gagnvart áfengi..... eða ég veit ekki Errm ég hef verið að horfa í kosti og galla og ég finn ekki marga kosti við þetta. 

Hvað segið þið hin ? Það væri gaman ef Sigurður Kári kæmi með komment Wink ég kommenta hann alltaf þar sem mér finnst hann hafa mart gott og rétt að segja, en ég hef aldrei fengið nein komment frá honum...

Kveðja Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nu erum við ekki sammála Inga Lára!!!!!/alls ekki,við viljum ekki þessa foræðishyggju/Brenivin og Bjór er leyfilegt/þvi þennan feluleik Börni sjá okkur drekka þetta hvar sem er!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.10.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér Inga Lára.  Vínsala á ekkert erindi í matvörubúðir það myndi bara auka þann vanda sem er í þjóðfélaginu.  Þeir sem vilja nálgast þessar vörur eiga að þurfa að hafa fyrir því.

Þórður Ingi Bjarnason, 14.10.2007 kl. 12:04

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Eg er einmitt ad horfa a thetta tannig ad vid motum vidhorf barna, mer personulega finnst otharfi ad hafa tetta leyfilegt. Margir hafa talad um ad gera kannabis loglegt og haetta med forraedishyggjuna, en mer finnst tad ekki heldur i lagi. 

Mer finnst forraedishyggja ekki vera tegar vid erum ad leggja okkar i ad mota skodanir og vidhorf barna og unglinga. 

Tad er ju ymislegt sem maelir med tvi ad selja i budum, en mer finnst tetta alger otarfi og mikil timasoun ad vera ad standa i tessu a thinginu.

Bestu kvedjur til ykkar,

Inga Lara Helgadottir 

Inga Lára Helgadóttir, 14.10.2007 kl. 17:11

4 identicon

Ég tek undir þau sjónarmið margra að bókstaflega engin ástæða sé til að hafa bjór og létt vín til sölu í matvöruverslunum; slík ákvörðun yrði aðeins til að auka áfengisneyslu hér og því andstæð þeim forvörnum, sem hugsandi fólk hefur unnið að undanfarin ár.  Vínbúðir eru nægar í borginni og í flestum landshlutum og aðgengi að þessum varningi því í ágætu lagi fyrir alla þá, sem óska að kaupa umrædda drykki. +

     Smyrill.

Árni Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er gjörsamlega á móti því að selja áfengi og bjór í verslunum,þetta er vel geymt í sérstökum vínverslunum eins og það er núna.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Gísli Torfi

Eigðum við bara ekki að leyfa þjóðini að kjósa um þetta málefni.. held að það sé besta lausnin..þjóðaratvkæðagreiðsla er besta lausnin ..þá verða eh glaðir og ef sárir.

Gísli Torfi, 15.10.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk fyrir þetta Þorvaldur,

Mér datt líka í hug, af hverju á þetta að vera svona mikið mál ? af hverju, þegar verið er að benda að möguleg hætta sé á bak við svona og við erum hreinlega vöruð við þessu af þeim sem hafa vit á þessum málefnum, af hverju eru sumir tilbúnir að taka áhættuna ????? af hverju að ganga svona hart með þetta þegar við erum að fá viðvaranir ?

Þakka ykkur öllum líka fyrir

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband