Já ég fæ ekki leið á að mótmæla þessu ;)

Áfengisfrumvarpið er nokkuð sem ég er ekki alveg með. Málið er að mér finnst að ef við ÆTLUM að koma áfengi inn á almennan markað, að þá þurfi að vanda mjög mikið til þar. 

En hvað eru menn að reyna að ná í gegn með þessu, ég veit ekki betur en að áfengi sé selt út um allt í dag, mér finnst ÁTVR vera liggur við á hverju horni..... eða kannski ekki alveg Wink, en ég meina það er í Kringlunni, Smáranum, Miðbænum, Árbænum, Mjóddinni, Skeifunni og þar og hreinlega út um allt.... af hverju í ósköpunum er verið að tala um að aðgengi sé ekki nógu gott ?

Er þetta virkilega svona mikið mál að berjast verði fyrir því fram í rauðan dauðan ?

Jæja, ég óska þess að þingmenn eigi eftir að hlusta á hvað hjúkrunarfræðingar hafa að segja Smile

Bestu kveðjur,

Inga Lára 


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Prufaðu að búa út á landi athugaðu hvað aðgengið er gott á Bolungarvík, Eskifirði, Fáskrúðsfirðri opið klukkutíma á dag eða viku. Þetta er búið að skána en það má bara leyfa fólkinu að sjá um að selja þetta. 

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 7.11.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg viss um það að framsóknarmaðurinn frá því í síðustu grein þinni hefur örugglega haft puttana í þessu líka, & pínt marga af þínum uppáhalds, til þess að bera þetta fram fyrir hann, ónafngreint.

S.

Steingrímur Helgason, 7.11.2007 kl. 01:18

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það þarf ekki nýtt frumvarp til að selja í búðum út á landi.  Þetta er gert í dag þar sem ekki eru stórar áfengisbúðir.  Þetta frumvarp má ekki fara í gegn.

Þórður Ingi Bjarnason, 7.11.2007 kl. 07:31

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló Inga Dóra, ert samþykkt og tekin í hópin hjá mér með virktum!

Við Hákon Unnar vil ég segja, að ég þekki til í mörgum minni bæjum og ef hann vill kalla þetta "vandamál" þá er það bara, eins og hann hlýtur þá að þekkja, partur að miklu stærra vandamáli, hreinlega hvort landsbyggðin á stórum svæðum lifir áfram!? Verslun almennt og þjónusta á og hefur átt víða mjög erfitt uppdráttar, það er í alvöru það sem er áhyggjuefni, ekki hvort hægt sé að fá bjór eða vín!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 14:05

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fyrirgefðu, Lára en ekki Dóra, það er hins vegar allt önnur kona sem ég þekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 14:09

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk öll fyrir ykkar komment, hvort sem þið eruð með eða á móti

En ég hef farið út á land og verslað í ÁTVR, það eru nokkur ár síðan og þá var opið í góðan tíma þar sem hægt var að versla áfengi .........af hverju ekki að hafa aðganginn eins og hann er ? þeir sem þurfa að vera að drekka öllum stundum, þeir auðvitað eiga erfitt með það og ættu kannski að leita viðeigandi hjálpar

En þeir sem vita að ÁTVR er lokað, þá ættu þeir að gera það sama og margir aðrir sem ég þekki, að eiga nokkra til heima fyrir og þeir sem ráða ekki við það, þá er eitthvað annað vandamál í gangi þar

Kveðja Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 14:18

7 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Þetta er ekki spurningin um vandamál hjá fólki heldur það að þetta er vara sem á heima á venjulegum samkeppnismarkaði ekki á einokunarmarkaði hjá ríkinu.

Magnús: Ég held að það geti eflaust bætt fjárhag hjá verslunum á landsbyggðinni að fá að selja áfengi?  

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 7.11.2007 kl. 15:37

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vín er ekki vandamál.. nema það vanti.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.11.2007 kl. 16:58

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hákon Unnar!

Eins og svo margir aðrir sem hlustað hafa á þennan söng um að áfengi sé bara eins og hver önnur söluvara, hvernig stendur þá á því, að það varðar við lög að þú neytir þess, sem ekki gilda um neitt annað sem fæst í matvörubúðum?

og ef þú heldur að viðkomandi kaupmaður á staðnum sem er að berjast í bökkum nú, fari að græða ef hann fengi að selja léttvín og bjór, þá er það nú mikil bjartsýni, kurteisislega orðað!

N'u veit ég auðvitað ekkert um þína neyslu, en ef þessi kaupmaður í bænum þínum, ætti að fara að græða eitthvað, þyrfti annars vegar að koma til MARGFÖLD álagning á við það sem er í dag hjá ÁTVR og sömuleiðis að líkindum meiri neysla. Það er ríkið sem af langstærstum hluta ræður verði á áfengi með sérgjöldum líkt og á bensíninu,en þú ert auðvitað tilbúin að borga miklu meira fyrir dropan, bara svo kaupmaðurinn muni KANNSKI græða og dettur auðvitað oftar í það eða hvað!?

Og ef kaupmennirnir í bænum þínum eru fleiri en einn og færu því að berjat um "kúnana" hvaða hagsmunir væru þá í húfi, áfram að þeir græddu væntanlega, samkvæmt því sem þú heldur fram og hvernig ætti það svo að gerast? Jú, þú og aðrir yrðu að drekka meir og oftar og þó helst, að fleiri og fleiri byrjuðu að drekka með ófyrirséðum afleiiðingum!

´Kerfið í dag ekki gallalaust og eflaust mætti skoða ýmislegt hjá ÁTVR varðandi þjónustuna í smærri byggðarlögum, en sala í matvörubúðum þar hverjum sem það vildi eyna er sem annars staðar mjög óskynsamleg!

Þú hefur í raun sem einstaklingur enga hagsmuni af því að geta keypt bjór og léttvín öðruvísi en í dag, engin rök í raun og veru fyrir því!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 17:12

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ississ Helga Guðrún, þú meinar hjá "Einstakri konu" í ónefndu landi í ónefndum smábæ, sem gleður litlu tánna með göróttum vökva upp í rúmi á kvöldin!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 17:20

11 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Jú eru það ekki mínir hagsmunir að þurfa ekki að keyra einn hættulegasta veg á Íslandi ef mig langar í bjór. Álagningin er eitthvað sem ríkið heldur hátt uppi og þarf að lækka.

Ein ástæðan fyrir því að fólk flytur frá landsbyggðinni er léleg þjónusta og verslun. Ég held að þetta geti nú allveg bætt eitthvað allaveganna smá búbót. Það munar líka svolítlu að þurfa ekki að keyra í hálftíma til að ná í búsið og þá gæti maður allveg eins sparað sér tímann og greitt fáum krónum meira enda kostar bensínlítrinn svipað og bjórinn í dag.  Ég meina 500 kall er soldið mikill peningur til að fá að versla sér eina kippu eða tvær. 

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 7.11.2007 kl. 19:37

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágæti Hákon Unnar.

Mér sýnist sem þú hafir ekki kynnt þér þetta mál mjög, líkt og svo margir aðrir sem halda að þeir muni "höndla hamingjuna" ef þetta frumvarp verður að lögum. Fyrst var knappur opnunartími og að bjórinn og vínið væru sem hver önnur neysluvara, rökin hjá þér. Inga Lára er nú búin að svara þér með opnunartíman hér að ofan og það svar gildir raunar alveg um þennan fyrirslátt þinn um að þurfa nú að eyða tíma og fyrirhöfn í að nálgast bjórinn. Nú veit ég auðvitað ekki hvernig þín neysla er, en eins og hún benti á, þá er bara málið til dæmis að kaupa meir í einu og geyma, ef þú þá ræður við það!? Nú svo áttu væntanlega vini eða kunnigja í bænum ekki satt? Auðvelt að sameinast í einni ferð um innkaupin og þar með dreifa kosnaðinum "mikla"!

Ég gæti sjálfur setið fram á nótt og talið upp hluti sem ég fæ ekki á mmínum stað og verð því að nálgast þá með einhverrri fyrirhöfn og kosnaði! En hvernig er það svo líka Hákon Unnar, skildi það ekki vera fleira og NAUÐSYNLEGRA sem þú og aðrir bæjarbúar þurfa að sækja annað? Hagsmunir þínir liggja í því og annara mun ríkar en hvort þú þarft að keyra í hálftíma til að kaupa bjór!

Svo held ég að þú hafir ekki alveg áttað þig á, að þetta frumvarp hefur ekkert með álögur ríkissjóðs að gera, þær verða hinar sömu eftir sem áður,eða bróðurparturinn af verðinu. Álagningin sem ÁTVR setur er svo sáralítil, eða vart meir en rúm 10% kannski um 13! Til að einvher kaupmaður í bæ á vestfjörðum geti haft eitthvað að ráði upúr því að flytja í bæinn og selja bjór og kannski eitthvert léttvín, þyrfti sú álagning að STÓRAUKAST!

Þetta var ég að reyna að segja þér áðan og að auki eru miklar líkur á að þjónustan og úrvalið verði bara minni og þú þyrftir eftir allt saman að keyra í stóra bæinn til að fá uppáhaldsbjórinn þinn! (ef hann þá fengist nokkuð þar heldur) svo er margt fleira þessu máli sem fyrr hefur verið nefnt gegn þessu óráði og þá fyrir þá sem drekka. Hlutfall sterks áfengis orðið svo lágt í heildarneyslunni,undir 10%, að vart yrði grundvöllur fyrir ÁTVR að reka nema í mesta mesta lagi eina tvær búðir með það á höfuðborgarsvæðinu og kannski eina með tapi á Akureyri! (með mikilli bjartsýni áætlað!) Á hverjum kæmi það ekki hvað síst niður? Jú auðvitað, á landsbyggðinni, það segir sig sjálft og þarf væntanlega ekki að skýra nánar!

Hagsmunir þínir og annara í hinum dreifðu byggðum landsins, liggja nánast í flestu ef ekki öllu öðru en að þú getir keypt þér bjór í litlu matvörubúðinni Hákon Unnar, bættar vegasamgöngur, þjónusta er varðar í alvöru lífsbjörgina frá degi til dags, bætt menning og menntaaðstaða, er það sem í raun má alltaf bæta, ekki aðstöðu og aðgengi til að drekka sig fullan af bjór!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 22:53

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"kynnt þér þetta mál vel eða lítt" átti að standa í upphafi í athugasendinni minni hér að ofan!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1699

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband