Hvað er til bragðs að taka ?

Það eru sífellt fleiri fréttir að koma af því þegar einstaklingar eru að ræna, skemma, meiða eða stela. Hvað er hægt að gera uppbyggilegt til að aðstoða þá að koma með betri hegðun ?

Ég tel það rétt að lögreglan hafi látið þá taka upp eftir sig sjálfa. Það er betra að ég held að lofa þeim að koma sjálfir staðnum í betra stand aftur í stað þess að taka af þeim einhverja skýrslu og henda þeim svo í burtu. En væri ekki gott að gera eitthvað meira ? Las einhver um sáttarumleitunina sem ég skrifaði hér fyrir nokkrum mánuðum síðan ?

Sáttarumleitun snýst einmitt um að einstaklingar fái tækifæri á að bæta fyrir brot sín í stað þess að vera bara refsað, en þá á sú aðferð frekar við þegar einstaklingar eru ekki komnir með sífellda afbrotahegðun. 

Ég er á því að við eigum að koma upp kerfi til að kvetja til betri hegðunar. Auðvitað eiga þeir að fá refsingu sem að brjóta af sér, en um leið að koma með eitthvað markvisst til að byggja upp líka Winktrú mín er ekki sú að einstaklingar séu slæmir að eðlisfari, jú kannski stundum, einhver sem er bara vondur í sér Woundering heldur er hægt að kalla það góða fram í fólki.

Núna er stefna mín að skrifa um fangelsismál og stefnur í BA ritgerðinni minni sem ég fer að byrja á eftir áramót, hver veit nema ég geti komið með eitthvað voða sniðugt seinna meir Smile

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Gert að hreinsa upp glerbrotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Texi Everto

Ég legg til að láta óþokka éta hluti...

Tekinn fyrir að henda rusli = látinn éta það
Tekinn fyrir að brjóta flöskur = látinn éta glerbrotin
Tekinn fyrir að selja dóp = látinn éta allt dópið
Tekinn fyrir að pissa á almannafæri = látinn éta það upp
Tekinn fyrir að vera með asnalegan hatt = látinn éta hattinn sinn

Texi Everto, 28.11.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Texi Everto, þú segir það

En ég sé nokkra galla á þessu hjá þér, eins og með að éta allt dópið, ég held að þeir yrðu mjög fegnir því fíklarnir. Í stað þess að missa það allt í hendur lögreglu, að fá þá bara að taka einn góðan skammt

.....eins með hattinn, þá held ég að yrði erfitt að meta hvað sé asnalegt og hvað ekki, það er bara huglægt mat hvers og eins. Og eins með að pissa.... það væri frekar við hæfi að drekka það en að éta það. En að pissa er nokkuð meira en það sem er asnalegt, það er í lögum að sé bannað að gera þarfir sínar á almannafæri.

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1622

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband