Óþekka barn :D

Guð, ég skammaðist mín ekkert smá í dag...... sérstaklega þar sem ég hef svo oft hugsað sem svo þegar börn annarra foreldra eru grenjandi í búðum "ji, er nú ekki hægt að hafa betri stjórn á barninu en þetta ????? " en getið hver átti stjórnlausa krakkaorminn í Bónus í dag LoL Já það var sko engin önnur en ég Wink

Það er svo auðvelt að dæma aðra, en sonur minn hann lét svo illa og var svo gjörsamlega óviðráðanlegur í dag að kona sem var á undan mér í röðinni vorkenndi mér svo að hún hleypti mér á undan sér. Ég var semsagt konan í Bónus í dag sem allir horfðu á, á meðan sonur minn slóst við mig og öskraði alla búðarferðina Halo Guð hvað ég er heilagt og fullkomið foreldri Whistling

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sko Inga, þú tekur bara þéttingsfast í aðra upp hönd óþekk(t)a barnsins og pyrð um leið ertu ein/nn hér er mamma þín ekki með þér ? Svo beygirðu þig aðeins niður og segir upphátt um leið ,,nú fór hún út á undan þér eigum við að koma og finna hana,, þannig sleppurðu út allavega.

Enn ef þú ætlar ekki út þá auðvitað talarðu við barnið eins og þú sért með það í pössun.

Eða sem er best hugsar ekki um hvað öðrum finnst og mannst svo bara næst þegar þú sérð annara manna börn óþekk, sem þau eru auðvitað öll, að halda bara áfram að versla.

Ætli við lendum ekki öll einhvern tímann í þesari stöðu

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég skil þig vel ég hef lent í þessari stöðu og er hún ekki skemmtileg.  Á tímabili var vonlaust að fara í búðir með öll börnin mín þau eru þrjú þau gátu rifist eins og hundur og köttur.  En það sem er mikil munur að það sem ég versla í Bónus á Akureyri er barnahorn með video og það sitja þau og horfa á mynd meðan við verslum í rólegheitum það er mikil munum.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 28.11.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Skil þig mætavel,það hafa örugglega öll foreldri lent í þessu og það oftar en einu sinni,mér finnst aðferðin hans Högna giska góð en mér hefur aldrei hugkvæmst þetta,ef ég fer með börn í búð núorðið þá eru það barnabörnin,  mín eru uppkomin,ég gæti því sagt við angan sem illa léti að ef hann hætti ekki þessum látum skili ég honum strax.

En þetta sýnir okkur líka að við þurfum að passa okkur á því að dæma ekki fólk, og ekki að ímynda sér að það sé eitthvað að taka eftir okkur umfram aðra,það eiga allir nóg með sjálfa sig nú til dags,og eiga ekkert afgangs handa öðrum eins og marg sannast hefur.Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.11.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

já æi þið eruð yndisleg öll hér að ofan það er óhætt að segja að ég dey ekki án ráða með því að hafa ykkur til liðs með mér Högni ???? hvernig í ósköpunum datt þér þetta í hug ?? þetta er algjör snilld. Eins Ari að fara með barnabörnin og bara jamm, ekkert múður, þá bara heim til mömmu og pabba aftur

En Guð, Þórður minn með þrjú stykki ég færi bara að gráta ef þrjú ætluðu að fara að heimta og frekjast og rífast öll á sama tíma En vitið, mér finnst þetta sýna kannski að ég sé að uppgötva eitthvað nýtt loksins og fæ reynslu í sekkinn minn núna

Næst þegar ég fer út í búð og er á það óhjákvæmilega óheppilegum tíma, þá segi ég bara að ég skili honum til mömmu og pabba (Ari Guðmar)....... nei ég meina að ég hjálpi honum að finna mömmu og pabba  (Högni)

Ég ætti einnig að fara að rukka bónus hér um svona videohorn, þar sem þarna er mikið verslað og búðin ætti nú ekki að vera beint í vandræðum með að koma upp einu svoleiðis...... ég held að Jóhannes í Bónus eigi efni á einu vídeotæki og gæti jafnvel sett upp smá leikkrók líka

Kveðja til ykkar allra,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 00:12

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þið eruð öllsömul klárlega glötuð sem foreldri & ættuð að skila storkinum barnúngunum snarlega aftur áður en að þið skemmi þau meira.  Á tuttugu&fjögra ára foreldraferli hef ég aldrei lent með mín börn í svona uppákomu.

Skammist ykkar barasta...

Steingrímur Helgason, 29.11.2007 kl. 00:48

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Steini minn, ég ætla EKKI að taka undir það að ég og hin hér að ofan séum glatað foreldri. Sástu flottu greinina um hann Þórð Inga hér að ofan í tímaritinu UPPELDI ? ,........ NIE hélt ekki

En hinsvegar má ég alveg eiga skilið að heyra það að ég þarf aðeins að taka sjálfa mig í gegn með að aga litla dýrið mitt sem mér er að takast að breyta í þokkalega frekjudollu...... Steini minn ? einhver ráð þar ?

Kveðja kæri Brósi,

Litla systir 

Inga Lára Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 01:31

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég á fjögur og aðalleiðin hjá mér var, til að losna við þessa uppákomu, var að vera bara í vinnunni eins og margir feður gera gjarnann.

Ég þarf svo sem ekki að kvarta undan mínum börnum í verslunnarferðum, skylst að dóttirin þurfi að hafa aðeins meira fyrir sinni dóttur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.11.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1682

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband