22.11.2008 | 19:10
Villimennska
Ég átti ekki til orð þegar ég sá í fréttunum hvernig lýðurinn lét við lögreglustöðina, mér fannst þetta óréttmæt villimennska og ekkert annað.
Var mjög hissa á móðir drengsins að láta heyra frá sér. Hann hafði brotið af sér og eins og hver annar, þá á hann að greiða sekt !
ÉG er hinsvegar ánægð með mótmælin á Austurvelli, gott að láta ekki bjóða sér upp á þetta
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju var þessi drengur handtekinn í gær í háskólanum eins og stórglæpsmaður fyrir að því var sagt að klifra upp í krana árið 2006. Ástæðan var að hann dró upp bónus fánann. Það er stríðsyfirlýsing af lögreglunni gegn tug þúsundum mótmælanda Íslands að handtaka hann og sýnir að hér er ekki lýðræði.
Rauði Oktober, 22.11.2008 kl. 19:19
Mig langar til að biðja ykkur um að kynna ykkur málið áður en þið byrjið að tjá ykkur opinberlega. Það var ekki verið að handtaka hann vegna Bónusfánans og löggan stóð vitlaust að handtökunni!
Bjarki Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:24
Þetta sem gerðist við Hlemm sýnir að fólk er reitt og þarna fékk það útrás fyrir reiðina og sýnir einnig að það er styttist óðum í kveikiþráðnum hjá fólkinu .
Ráðamenn verða að fara að lýta á kröfur fólks, það kemur að því að meirihluti fólks segir hingað og ekki lengra ,við eigum ekki að taka á okkur að borga fyrir það sem lítill hópur manna stofnaði til vegna græðgi .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 22.11.2008 kl. 19:28
Aðgerðir lögreglunnar voru ólöglegar.
Það er með ólíkindum að fólk sé fangelsað til skamms tíma og svo sleppt út og megi þá eiga von á því að vera settir inn hvenær sem er, til að klára dóminn. Það er engin lagaleg heimild til að fara svona með fólk.
Fólk sem á eftir að sitja af sér dóma verður að fá aðvörun áður en það er hirt upp, nema að glæpirnir séu þess eðlis að þeir ógni öryggi almennings, og þá eiga menn ekkert að ganga lausir yfirleitt.
Handtaka Hauks var hrein og klár ögrun við mótmælendur og brot á hans borgaralegu réttindum.
Sölvi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:32
Ég sé að sumir hér eru ekki á sömu skoðun, en þetta kom svona nákvæmlega fyrir sjónir frá lögreglunni og ég trúi því ekki að hún sé að segja ósatt.
Hinsvegar finnst mér alvarlegt að fólki finnist ofbeldi og óreiðir vera í lagi.... mér finnst öryggi okkar ekki vera haft að leiðarljósi og mér finnst þessi hegðun ekki til fyrirmyndar.
Inga Lára Helgadóttir, 22.11.2008 kl. 19:36
Hvað eru hommarnir og kommarnir að mótmæla Samfylkingunni.
Anna (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:39
Er það svona sem við eigum að bregðast við þegar einstaklingar þurfa að standa í skilum við sektir ? Ég upplifi sem ekki bara þingmenn og ráðamenn séu á hálum ís, heldur er lýðurinn að verða vitlaus líka....... og ég tek það til baka að ég vilji nýjar kosningar, ég sé enga skynsemi í neinu af því sem er að gerast.
Inga Lára Helgadóttir, 22.11.2008 kl. 19:40
Bjarki sagði:
Mig langar til að biðja ykkur um að kynna ykkur málið áður en þið byrjið að tjá ykkur opinberlega. Það var ekki verið að handtaka hann vegna Bónusfánans og löggan stóð vitlaust að handtökunni!
Jájá. Ef hann hefði ekki flaggað fánanum, hefði hann þá verið handtekin í gær? Ég hef heimildir fyrir því að á hann voru borin kennsl inni á alþingi og þá var hringt í lögreglu. Þar fyrir utan þarf að boða manninn í afplánun með þriggja vikna fyrirvara áður en hann er handtekin. Það var ekki gert. Hann hafði meir að segja mætt til afplánunar en var vísað frá eftir 4 daga og honum sagt að hann fengi boð um að koma aftur síðar. Sem gerðist ekki.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:43
Mér finnst þjóðin vera gersamlega gengin af vitinu. Það er hvað sem er orðið í lagi og fólki finnst það mega allt í nafni einhvers málstaðar eða mótmæla.
Það er grundvallarstoð í okkar ríki, það sem að skilur okkur frá algeru stjórnleysi er að þeir sem að brjóta af sér þurfa að gjalda fyrir það. Það dettur engum málsmetandi manni í hug að með því að klifra upp á þak Alþingis hafi drengurinn verið í leyfisleysi. Ef hann má klifra upp á þak Alþingishússins og hengja þar upp einhvern fána, má ég þá klifra upp á þakið hjá honum og hengja þar upp fána. Má ég kasta rusli og eggjum í fólkið sem að grýtti lögregluna í dag, þegar fólkið mætir í sína vinnu eftir helgi?
Svarið er einfalt nei. Ekkert af þessu er leyfilegt. Ég ímynda mér að það getur verið erfitt í hita leiksins en fólk verður að gera sér grein fyrir því að við megum ekki gera hvað sem er, þó að okkur finnist við koma einhverjum skilaboðum á framfæri með því.
Svo finnst mér úr því að þessi drengstauli hefur ekkert annað að gera en að klifra upp í krana eða upp á húsþök, brjótast inn á svæði þar sem hann á ekki heima og þar fram eftir götunum... hefur hann þá nokkuð annað að gera en að sitja aðeins inni... eða þá láta hann sinna smá samfélagsþjónustu þangað til að hann lærir að haga sér ekki eins og fífl.
Jóhann Pétur Pétursson, 22.11.2008 kl. 19:46
Ert þú ekki genginn af vitinu Jóhann Pétur eða hefur það kannski aldrei verið til staðar?
Þér finnst það þá vafalaust í lagi að stórglæpamenn sem hafa vaðið uppi sem fínir forstjórar gangi lausir eins og ekkert sé.
Þér finnst það þá vafalaust í lagi að óhæfir stjórnmálamenn sem sváfu gjörsamlega á verðinum láta eins og ekkert sé og sitja sem fastast.
Þér finnst það þá vafalaust í lagi Jóhann Pétur að íslendingar haldi bara áfram að vera sömu sauðirnir og láti eins og ekkert sé.
Eða hvað?
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:53
Eggert ? Eigum við þá ekki bara öll rétt á því að vera með svona læti fyrst að þú réttlætir þetta svona ? Þetta er einmitt hugarfarið sem ég hef áhyggjur af núna Okkur finnst öllum á okkur brotið og ef við sýnum óviðeigandi framkomu sem yrði allavega kölluð slík undir öðrum kringumstæðum, þá er það bara allt í lagi.... þetta kalla ég stjórnleysi og það finnst mér ekki af hinum góða og finnst það áhyggjuefni .... ég er EKKI á móti mótmælunum og vil taka það fram aftur, en þetta hindrar mig í að taka þátt í þeim næsta laugardag.
Inga Lára Helgadóttir, 22.11.2008 kl. 19:59
Innilega sammála þér Inga. Það má ekki leyfa svona hlutum að magnast upp. Friðsöm mótmæli er leiðin. Og mér leiðist óheyrilega að sjá börn og Saving Iceland fólk grýta ónýtum mat í Alþingishúsið. Þetta er okkar eign og gerir ekkert annað en að draga úr trúverðugleika mótmælanna.
En skyldi Hörður hafa viljað að mótmælin við Hlemm yrðu svona þegar hann hvatti fólk til að fara þangað??
Örn Arnarson, 22.11.2008 kl. 20:02
Málið er bara það að erlendis þar sem allir vilja vera hefði verið beitt mun meira hörku gegn þeim sem Brutust inn á lögreglustöðin ég vill að þeim seku verði refsar samstundis þetta voru ekkii mótmæli þetta var lögbrot
Jón Rúnar Ipsen, 22.11.2008 kl. 20:03
held að þessi drengur ætti nú bara að fara í bað og fá sér vinnu
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:20
Flott þetta Ella Sigga og hætta líka að valda mömmu sinni áhyggjum
Takk Örn og Jón Rúnar fyrir svör ykkar
Inga Lára Helgadóttir, 22.11.2008 kl. 20:24
Tek undir með ykkur ELlu siggu. Þetta er ekkert annað en atvinnumótmælandi sem brýtur lög til að fá sem mesta athygli hverju sinni, athyglissýki út og í gegn.
Kreppa Alkadóttir., 22.11.2008 kl. 20:39
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:02
Hvernig haldið þið börnin góð að hlutirnir hafi nú gengið fyrir sig í gegnum tíðina þegar brotið var gróflega gegn mannréttindum og góðu siðferði. Ætli þeir sem að hafa komið á þeim réttindum sem að við búum að í dag hafi bara blaðrað útí eitt eins og virðist vera ykkar háttur á sama tíma og stjórnvöld gera ekki neitt vitrænt.
Krimmarnir sem komu þjóðinni í þessa stöðu ganga lausir. Óhæfir stjórnmálamenn eru ennþá í sínum stöðum þrátt fyrir glæpsamlega vanrækslu og sofandahátt.
Og svo talið þið bara um það eitt hvað þessi mótmælandi sé nú vondur gæji og alles.
Fólki er einfaldlega misboðið að einhverjum sem hefur brotið lögin smávægilega sé stungið inn en stóru krimmarnir valsa um eins og fínir menn.
Eruð þið virkilega svona siðblind og lokuð fyrir því sem er rétt og sanngjarnt eða bara klárlega heimsk svo ég tali bara hreint út?
Mér þætti gaman að fá svar við því og það helst sem fyrst.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:48
Þetta er nú meiri vitleysan allt saman.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:19
Eggert sagði: Hvernig haldið þið börnin góð að hlutirnir hafi nú gengið fyrir sig í gegnum tíðina þegar brotið var gróflega gegn mannréttindum og góðu siðferði. Ætli þeir sem að hafa komið á þeim réttindum sem að við búum að í dag hafi bara blaðrað útí eitt eins og virðist vera ykkar háttur á sama tíma og stjórnvöld gera ekki neitt vitrænt.
Má ég nefna frelsun Indlands undan heimsveldi Breta undir forystu Mahatma Ghandi? Má ég nefna réttindabaráttu blökkumanna undir forystu Dr. Martin Luther King jr.? Friðsamleg mótmæli skila árangri. Ofbeldi og skemmdarverk eru lögbrot og því á sama plani og þeir sem við erum að mótmæla.
Örn Arnarson, 22.11.2008 kl. 22:19
Sæll Eggert
Af skrifum þínum að ráða virðist þú geta greint glæpamenn og annað hyski á einu augabragði. Ættir varla að vera í vandræðum með að hrista fram úr erminni aðgerðaráætlun sem leysir Ísland úr fjötrum alheimskreppunnar miðað við hve viðbragðsfljótur þú ert.Í einhverjum að pistlunum þínum nefnir hve einsleitt eggja valið í atvinnumálum sé í körfum þessa lands. Getur þú nefnt hvað hefði átt að gera til að tryggja betri dreifingu?Eins hef ég tekið eftir því að þú segir að fólk sé reitt og nefnir að árásin á lögreglustöðina hafi verið eðlileg í ljósi þeirrar reiði. Mér er til efa að þeir sem að henni stóðu, óharðnaðir unglingar, viti hverju þeir eru að mótmæla. Þú kannski upplýsir þá um það þar sem þú virðist vera með þetta allt svo helvíti mikið á hreinu.Frábið mér svör sem hljóma á þá leið að það sé ekki þitt að koma með lausnir. Þar sem af skrifum þínum má ráða að lausnin í dag sé að koma stjórninni frá, með öllum tiltækum ráðum. Ég veit, satt best að segja, ekki til hvers ég er að eyða orðum í þig. Vænti þess að þú munir svara mér með því að lýsa mér sem heilaþvegnum aumingja sem sé svo foráttuheimskur að ekki sé mark á takandi.Jónas (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:27
Einkennilegt af löggunni að handtaka hann á þessum tíma. Mætti halda að þeir vildu reyna að stofna til ófriðar.
En auðvitað er þetta allt hálf súrrealískt, þannig séð.
Almenningur situr uppi með svo og svo miklar skuldir og allt í kalda kolum vegna stjórnarfars og athafna ímissa undanfarin ár. Og enginn ber ábyrgð. Opinber skýring: Hvirfilvindur !
Jú, það eina sem skeður er að Bjarni Harðar segir af sér og Bónusfánaflaggari er færður bak við lás og slá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.11.2008 kl. 01:34
Þessi mótmæli við lögreglustöðina voru ekki góð. Maðurinn sem var handtekinn fyrir lögbrot árið 2006 hann átti eftir að afplána þann dóm, Þegar hann flaggaði Bónus fána á alþingi var hann búinn að gefa höggstað á sér og lögreglan hafði heymild til að handtaka hann hvar og hvenær sem er. Menn sem brjóta af sér eiga að borga sýna sekt eða fara bak við lás og slá. Íslendingar eiga ekki að vera að mótmæla lögreglunni þegar hún vinnur sitt verk við oft mjög erfiðar aðstæður.
Þórður Ingi Bjarnason, 23.11.2008 kl. 10:15
Sæll Jónas.
Ég held þú lýsir þér hvað best sjálfur með eigin orðum. Sóðakjaftur og rangfærslur í hverri einustu línu sem að frá þér kom.
Svo værir sjálfsagt að gera kröfu um það að þú sért læs eða hafir til að bera lágmarks skilning á rituðu máli áður en þú tjáir þig.
Hvar held ég því fram að ég hafi lausn á þessu öllu saman? Hvar sýni ég þennan einstaka viðbragðsflýti sem þú kemur inná.
Vinsamlegast hættu þessu endemis bulli og reyndu að koma frá þér einhverri setningu með innihaldi og viti.
Það eina sem ég geri er að koma inná það að fólki misbýður og það réttilega að meðan stór krimmarnir ganga lausir og ríkisstjórnir virðist gera lítið til þess að koma höndum yfir þá. Hvað þá einu sinni að setja einhvern kraft í það að rannsaka þeirra gerðir. Að þá er einhver heimspekinemi handtekinn fyrir það að hengja upp fána á alþingishúsið. Er forgangsröðin ekki eitthvað skrýtin hvað þessi mál snertir.
Hérna koma fram einhverjir smáborgarar rétt eins og þú vælandi um lög og reglu. Talandi um það að þetta séu smákrakkar sem viti ekki hverju þau séu að mótmæla og hvað þetta sé allt hneykslanlegt. Satt best að segja þá held ég að þú ættir að líta í eigin barm og athuga hvort þar leynist eitthvað eftir af heilbrigðri siðferðiskennd. Ég efa það satt best að segja.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:31
Sæll Eggert.
Það er nefnilega það. Ég tel mig hafa ágætis lesskilning og stend við allt sem ég hef að sagt. Hvað þessar meintu rangfærslur varðar vil ég benda á eftirfarandi:
a) “Þér finnst það þá vafalaust í lagi að stórglæpamenn sem hafa vaðið uppi sem fínir forstjórar gangi lausir eins og ekkert sé.Þér finnst það þá vafalaust í lagi að óhæfir stjórnmálamenn sem sváfu gjörsamlega á verðinum láta eins og ekkert sé og sitja sem fastast.Þér finnst það þá vafalaust í lagi Jóhann Pétur að íslendingar haldi bara áfram að vera sömu sauðirnir og láti eins og ekkert sé.”Er þetta lögfræðilegt mat þitt eða siðferðilegt? Á ofangreindum orðum byggi ég það að þú sért fljótur að finna sökudólga. b) http://jolasveinn.blog.is/blog/jolasveinn/entry/707764/. Eggin frægu. Þú reyndar svaraðir mér ekki, kemur ekki á óvart þar sem ég reikna með að hafir ekkert svar, annað en það að breytinga er þörf. c) “Hvernig haldið þið börnin góð að hlutirnir hafi nú gengið fyrir sig í gegnum tíðina þegar brotið var gróflega gegn mannréttindum og góðu siðferði. Ætli þeir sem að hafa komið á þeim réttindum sem að við búum að í dag hafi bara blaðrað útí eitt eins og virðist vera ykkar háttur á sama tíma og stjórnvöld gera ekki neitt vitrænt. Krimmarnir sem komu þjóðinni í þessa stöðu ganga lausir. Óhæfir stjórnmálamenn eru ennþá í sínum stöðum þrátt fyrir glæpsamlega vanrækslu og sofandahátt.”Get ekki betur séð en þú hafir kokkað þessa aðgerðaáætlun upp á skömmum tíma.Gæti það verið að þú viljir bara kosningar til að koma Sjálfstæðisflokknum frá? Hvað myndi gerast ef hann héldi velli og myndaði nýja ríkisstjórn? Má þá reikna með að þú munir beita þeirri taktík sem þú auglýsir í svari nr. 19?Ég reikna með að þú sért að gera grín af mínum ritstíl. Kemur mér ekki á óvart miðað við þín fyrri svör, þykist yfir alla hafinn. Ég bið þig að svara mér efnislega og ef þú ekki skilur það sem ég skrifa þá kallir þú eftir skýringum frekar en að gera grín af mínum vitsmunum. Er siðferðiskennd mín óheilbrigð fyrir það eitt að vera ekki sammála þér?Jónas (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:54
"Má ég nefna frelsun Indlands undan heimsveldi Breta undir forystu Mahatma Ghandi? Má ég nefna réttindabaráttu blökkumanna undir forystu Dr. Martin Luther King jr.? Friðsamleg mótmæli skila árangri. Ofbeldi og skemmdarverk eru lögbrot og því á sama plani og þeir sem við erum að mótmæla."
Má ég benda á það að Gandhi lagði til að Gyðingar í Þýzkalandi létu ofbeldi ganga yfir sig til að byggja upp siðferðislegan styrk. Má ég benda á að MLK braut lög - enda siðferðislega skylda allra manna að brjóta óréttlát lög.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.11.2008 kl. 21:18
MLK braut ekki rúður eða braust inn á lögreglustöðvar. Hann olli ekki skemmdum á eigum almennings og hvatti ekki til slíks.
Örn Arnarson, 23.11.2008 kl. 21:50
Hver á að túlka lögin Tinna ? ef við eigum bara að fara eftir því sem okkur finnst hverjum og einum, þá yrðu svona læti eins og við lögreglustöðina líklega daglegt brauð
Inga Lára Helgadóttir, 23.11.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning