Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2007 | 20:07
Var búin að reka augun í það...
.....hve rosalega margir eru ljóslausir. Alveg hrikalegt eins og þegar ég var að keyra í gær á leið frá móður minni og var komið mikið myrkur og ég sá ekki einn bílinn sem var að koma á móti mér, en sá bíll var dökkur að lit og var einnig ljóslaus.
Ég hef oft á tíðum blikkað þá sem eru að keyra um ljóslausir, en þeir hafa sjaldnast kveikt ljósin hjá sér þó að þeim hafi verið bent á með blikki.
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Inga Lára Helgadóttir
Of margir með ljósin í ólagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2007 | 20:45
Alveg ótrúlega skemmtilegt :)
Mér þótti þessi frétt af kúskelinni vera alveg ótrúlega áhugaverð. Margt skemmtilegt sem mér datt í hug, eins og hvað hefur verið í gangi hér akkúrat þegar þessi skel var ný, jafnvel datt mér í hug hvort að einhver hafi einhverntímann haft hana í höndum sér fyrir alveg fjórum öldum síðan, spáið í það
Ég hef alltaf haft svo gaman af öllu svona gömlu, alveg dýrkaði þegar ég var barn að fara á Þjóðmynjasafnið, Árbæjarsafnið og skoða gömlu húsin þar, og svo þegar ég er á ferðalögum um landið þá alveg elska ég að fara út úr bílnum og skoða það sem er gamalt og flott, eins og gömul hús, bæir og fleira slíkt.
Þessi blessaða kúskel alveg kveikti í mér
Bestu kveðjur til ykkar,
Inga Lára
Íslensk kúskel líklega elsta dýr heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2007 | 12:43
Núna er sko kominn vetur :)
Búið að breyta klukkunni núna í þeim löndum sem hafa annan tíma á veturna en á sumrin. Hvít jörð hér þar sem ég bý í Breiðholtinu, og vetrardagurinn fyrsti er liðinn. Svei mér þá.... ég held að sé bara formlega kominn vetur
Góðan vetur kæru bloggvinir og takk fyrir sumartímann,
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Klukkan færð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 21:42
Strax er það byrjað,
Strax eru bílar orðnir stjórnlausir í hálkunni. Ji hvað við verðum að passa okkur mikið, mér fannst þetta hálf ótrúleg frétt, finnst svo stutt síðan sumarið var, en núna er bara kominn vetur.
Endielga farið varlega í umferðinni, allavega ætla ég að gera það, ég er skíthrædd við umferðina, eða þá allavega aðra sem eru þar að keyra, því að margir hverjir hegða sér eins og bjánar þegar þeir eiga að vera eins og menn
Kveðja,
Inga Lára
Bílvelta á Hellisheiði, varað við mikilli hálku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.10.2007 | 19:39
Þetta langar mig að prófa :)
Nýtt á markaðinn !!!!
Þeir sem eru hjá Lambahaga eru búin að rækta lífrænt ræktað hveiti og ætla sér að búa til heilsubótadrykk úr því. Þeir segja efnið hafa sömu uppbyggingu og er í blóðinu okkar og því eykur drykkurinn súrefnisupptökuna í blóðinu og eins blóðið sjálft.
Mér finnst þetta virka alveg ótrúlega spennandi, ég ætla sko að prófa þetta ef tækifæri gefst.... því að þetta er einmitt nokkuð sem heillar mig
Ég er samt nokkuð viss um að þetta sé nú ekki beint rosalega gott á bragðið, en ég hlakka voða mikið til að fá að smakka ef ég fæ tækifæri á því einn daginn.
Mér fannst samt samt fréttin á mbl.is hljóma mjög illa, þegar sagt var að grænn heilsubótadrykkur væri byggður upp eins og blóð........ ojjjj en svo þegar ég las fréttina, þótti mér þetta nokkuð spennandi.
Kveðja til ykkar,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.10.2007 | 22:05
Fyrstu snjókornin sem ég sé á þessum vetri :)
Ótrúlegt en satt, við fjölskyldan vorum að keyra heim áðan og þá sá ég hvernig hætti að rigna og snjókorn tóku að falla. Það var alveg ótrúlega fallegt að sjá hvernig hann sveif yfir öllu hér það sem ég var á leið heim í Efra-Breiðholtinu
Ekkert smá mikil ró og friður yfir öllu að mér fannst, en svo auðvitað veit ég að rigningin tekur við aftur í kvöld eða á morgun þetta var bara smá sýnishorn,
Bara rétt að deila þessu með ykkur,
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 17:55
Hefði ekki trúað því hér áður, krakkar athugið !!!! :)
Ég man þegar ég var yngri og var alltaf verið að benda mér á að nota endurskinsmerki. Mér þótti þau þreytandi og lítill sjarmur af þeim, svo að ég vildi helst ekki hafa þau og fór eftir minni eigin sannfæringu og sleppti þeim alveg. Man ekki eftir að hafa nokkurntíma sett þau upp.
Sagði alltaf við sjálfa mig að ég mundi bara passa mig og líta vel yfir götur og var mjög örugg með að það væri nóg.
Í dag þegar ég fer út að keyra, þá sé ég hversu nauðsynlegt það er að þeir sem eru fótgangandi noti endurskinsmerki. Í morgun var maður að hlaupa yfir götu þar sem ég var að beyja og ég varla sá manninn. Hann var svona meira eins og dökk útlína með fyllingu þarna rétt fyrir utan bílinn hjá mér.
Bara að deila þessu með ykkur, ég hafði ekki hugmynd um það hvað ökumenn sjá illa þá sem eru í umhverfi þeirra svo að það margborgar sig að hafa endurskinið á fatnaði barna og unglinga (og auðvitað þeirra eldri líka).
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 16:35
Aðskilnaður ríkis og kirkju,.....
....ég er alveg með á því. Þau í Heimdalli vilja að þjóðkirkjan heyri ekki undir neinu ráðuneyti og sé bara þá alveg jöfn hinum trúfélögunum.
Mér líst vel á þetta þar sem staðan er nú þannig að kirkjan á að fá að ákveða sjálf hvernig hún starfar. Mér finndist þetta bara vera af hinu góða, hvað með ykkur hin ?
Kveðja Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 00:06
Vvvooooooóóóó hvað tíminn líður hratt :-/
Alveg ótrúlegt þegar ég leit á dagatalið í kvöld í vinnunni, þá sá ég að á morgun (mánudag) eru aðeins níu vikur til jóla...... ég meina voruð þið búin að átta ykkur á þessu ?
Ég er búin að vera í fullu námi í félagsráðgjöfinni núna á þessari önn og svo í 40% vinnu á 33A og alltaf lít ég þannig á að ég sé að stytta vinnuna fyrir mér í heimanámi þegar ég tek svona "öfgatarnir" í heimalærdómi, en NEI ! held nú ekki..... það er búið að vera hreinlega klikkað að gera hjá mér síðustu vikurnar eða frá því í byrjun september og á níu vikum á ég eftir að klára tvær ritgerðir (önnur frekar stór) og klára að undirbúa allar glósur, klára verkefni, vinna heilan helling á geðdeildinni, undirbúa prófin og taka próf, fá vænt shok og hálfgert taugaáfall á meðan ég fer í jólagjafainnkaup, þríf allt hér heima hátt og lágt, þríf okkur famelíuna, mála upp brosið og ét jólasteikina ..... nei ég meina shit, það eru bara níu vikur til jóla og sú hugsun skapar stress.... þó ég sé alveg rosalegt jólabarn.
Jæja, einn dagur í einu, eins og í AA og lifa sátt við Guð og menn, það er því planið sem ég ætla að setja mér upp núna
Kveðja til ykkar allra,
Inga Lára Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2007 | 19:09
Hvað á til bragðs að taka ? :-/
LSH er að komast í þrot vegna lyfjakosnaðar þar sem þeir skulda svo mikið í lyf. Hvað á að gera ? hætta að nota lyf við lækningar ? ég tel að verið sé að stofna okkur í hættu
hvað er til bragðs að taka og hvar liggur sú ástæða fyrir því að staðan er eins og hún er ? Það er ekki hægt að hafa spítalann lyfjalausann og þar sem ég er að vinna þar sjálf, get ég ekki hugsað mér að verið sé eitthvað að bruðla sko
Kveðja Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar