Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2007 | 19:20
Loksins einhver viðurkenni DV blaðamann brjóta siðareglur....
Það er alveg ótrúlegt hvað mér og mörgum þeim sem ég hef rætt við, finnst blaðamenn DV oft vera siðlausir og ósmekklegir.
Mér finnst hinsvegar slæmt þar sem blaðamenn DV hafa komist upp með allt of mikið. Ég get tekið sem dæmi þegar þeir fjalla um glæpi sem hafa verið framdir og dæma ákveðinn geranda í málinu áður en búið er að dæma í viðkomandi máli. Að dæma mann sem sakamann er glæpur að mínu mati og kemur einnig fram í siðareglum Blaðamannafélags Íslands að blaðamaður eigi ekki að fella dóm á einstakling í blaði fyrr en búið er að dæma í rétti í viðkomandi máli.
Ég hafði eitt sinn samband við blaðamann þar sem mér og fleirum var misboðið á ógeðfelldan hátt, en í því tilfelli var verið að kalla einstakling morðingja án þess að búið var að dæma hann sem slíkan.
Blaðamaðurinn sagði við mig í símann að honum væri sama hvað mér eða öðrum finndist og vildi gera spennandi frétt. Þegar ég spurði hvort hann væri tilbúinn að ganga þetta langt þó að þetta færi illa í marga einstaklinga og eyðinlegði mannorð, þá sagðist honum vera sama og vera sama um hvað mér finndist. Þessi einstaklingur var hjá DV og ég sá nokkrar fréttir eftir hann síðan þá. Hef kallað DV "sorpritið" síðan.
Æi, varð aðeins að tjá mig hér um þetta
Bestu kveðjur til ykkar kæru bloggvinir,
Inga Lára
Blaðamaður DV braut siðareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2007 | 15:35
Ótrúlegt að VG skulu ALLTAF vera á móti öllu, þeir eru FÝLUPÚKAR !
Eins og fram kom í fréttinni, að þá eru þarna flokkar sem eru ánægðir með svör Geirs varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, en ég held líka að eitthvað mikið þurfi að ganga á til að VG verði ánægðir, sáttir og sammála um eitthvað
Ég held að sumir (þingmenn) ættu að slá þessu upp í kæruleysi einu sinni, aðeins að róa hugann og hætta þessari stífni og fara að fá sér í glas eða eitthvað
Alveg ótrúlegt eins og magrir hverjir eru nú flottir þarna í VG, það eru sko góðir í þeim hópi eins og annarsstaðar
Kveðja,
Inga Lára
Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.11.2007 | 23:41
Já ég fæ ekki leið á að mótmæla þessu ;)
Áfengisfrumvarpið er nokkuð sem ég er ekki alveg með. Málið er að mér finnst að ef við ÆTLUM að koma áfengi inn á almennan markað, að þá þurfi að vanda mjög mikið til þar.
En hvað eru menn að reyna að ná í gegn með þessu, ég veit ekki betur en að áfengi sé selt út um allt í dag, mér finnst ÁTVR vera liggur við á hverju horni..... eða kannski ekki alveg , en ég meina það er í Kringlunni, Smáranum, Miðbænum, Árbænum, Mjóddinni, Skeifunni og þar og hreinlega út um allt.... af hverju í ósköpunum er verið að tala um að aðgengi sé ekki nógu gott ?
Er þetta virkilega svona mikið mál að berjast verði fyrir því fram í rauðan dauðan ?
Jæja, ég óska þess að þingmenn eigi eftir að hlusta á hvað hjúkrunarfræðingar hafa að segja
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.11.2007 | 18:52
Björn Ingi, hvenar færðu nóg ?
Það er ótrúlegt, að maður eins og Björn Ingi skuli ljúga svona upp í opið geðið á okkur. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvernig maður hann er.
Hann svíkur og lýgur eins og hann getur til að fá hvað út úr því ? Vonandi fer sá dagur að renna upp að hann er búinn að vera svo óheiðarlegur að hann mun algjörlega gera á sig fyrir framan alþjóð.
Geir Haarde er ekki að mínumati lygari og treysti ég því sem hann segir. Hann mundi frekar segja það sem okkur líkaði ekki að heyra og koma með sín rök heldur en eitthvað annað. Ég hef sitið landsfund hjá honum og hef séð hann gefa fólki svör sem fólkið hefur örugglega ekki viljað heyra. Ég veit fyrir víst að hann er að segja satt.
Kveðja til ykkar allra,
Inga Lára Helgadóttir
Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og GGE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2007 | 12:15
Illa farið með skepnurnar...
Við vorum einmitt að ræða það um daginn í vinnunni hve illa væri farið með dýr víða um heim, svo sá ég þessa frétt í dag og ákvað að skella henni hérna inn. Ég meina er ekki allt í lagi ? verið að svelta dýrin til dauða, svo þau fara að leggja sömu dýrategund við sig til munns.
Ég veit það alveg ósköp vel að svín væri ekki að éta annað svín á venjulegum sveitabæ, það hefur allavega ekki þurft að girða þau af hingað til......... farðu bara í húsdýragarðinn og sjáðu
Þau hafa greinilega kvalist mjög mikið áður en þau tóku það stóra skref að leggja sér önnur svín til munns, þetta er hræðilegt.
Eins og við ræddum í vinnunni um daginn, hvernig farið væri með td. kjúklinga í Ameríku, þar sem þeir eru aldir á óheilbrigðan hátt og jafnvel teknir af þeim fæturnir svo þeir hreyfi sig ekki, því að þá væri hætta á því að þeir mundu LÉTTAST !!!!! sem yrði þá tekjutap fyrir hænsnabóndann.
Hvenar á þessu að linna ?
Bestu kveðjur til ykkar,
Inga Lára Helgadóttir
Hundruð grísa sveltir í hel í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2007 | 22:05
Jæja :-/
er þetta ekki einhver toppur í þetta skipti ? ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki alveg svona á hverju kvöldi um helgar
En þessi fjöldi hlýtur að vera að aukast vegna herts eftirlits í Miðbænum, en hvað ætli hafi gengið á þarna í nótt....... er fólk að verða vitlaust ?
Ég segi fyrir mig að ég vil ekki fara í Miðbæ Reykjavíkur, finnst þessi staður vera frekar sjoppulegur og óaðlaðandi og fólk er hreynlega að ég held í hættu við að fara þangað
En alltaf bestu kveðjur frá mér,
Inga Lára
Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2007 | 14:06
Þetta er frekar hallærislegt.....
Ef þú spáir í það hversu margir alkar eru enn drekkandi og margir hverjir eru að drekka úr sér líftóruna án þess að hafa nokkurntíma farið í meðferð eða annað slíkt, ein JÚ !!!! þeir fá að tryggja sig bak og fyrir eins og hver annar
Mér finnst þetta vera mjög lélegt, það mætti taka fram í svona tryggingu ákveðin skilyrði til að tryggingin haldist, þá þyrfti að vera hægt að sjá hvort að viðkomandi væri búinn að vera undir miklum áhirfum eða ekki.
Það er algerlega mín skoðun að það á að endurskoða þessar reglur og koma upp nýju kerfi hjá þessum tryggingafélögum, svo að allir geti átt sama rétt.
Kveðja Inga Lára
Óvirkir alkar fá ekki tryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.11.2007 | 09:04
Hún er sko mér að skapi :)
Loksins loksins kemur einhver sem vill ljúka þessari endalausu skerðingu á lífeyrissjóðunum. Enda kominn tími til.
Hverjir hafa ekki orðið varir við þá umræðu að öryrkjar margir hverjir hafi það ekki nógu gott og núna fer sú umræða vonandi að heyra sögunni til
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Vill stöðva skerðingu lífeyrissjóðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 20:08
Ekki furða ég mig á því :-/......
.....að úrkomumet hafi verið slegin þessa dagana. Allir búnir að vera hundvotir og ég hef ekki vitað eins miklar úrkomu lengi eins og núna. Lengi svo ég muni, segi ég metin eru víst aftur um 30 ára skeið og ég hef ekki einu sinni náð þeim aldri .
En góði Guð, viltu hætta að láta rigna á okkur ? ....nei þetta var kannski ekki við hæfi, en ég vona að þessu fari að linna, það er svo langt síðan ég heyrði fólk segja, sumarið var svo gott og það er nú aldeilis búið að bæta það upp ....en það er svolítið langt síðan ég heyrði það sagt síðan, og búið er að rigna nánast stöðugt síðan þá
Kveðja til ykkar allra,
Inga Lára
Úrkomumet féllu á að minnsta kosti 33 veðurstöðvum í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 00:06
Vetrarfrí barna, smá hugdetta :)
Það sem kom fram hér í fréttinni er að atvinnurekendur og fleiri þurfa að sýna foreldrum skilning á vetrarfríinu í grunnskólum barnanna.
En ætli að allt verði ekki pínu tómlegt, um 10.000-15.000 foreldrar heima að passa börn, enginn lengur til að opna verslanir eða neitt slíkt ....svo verður kannski allt brjálað að gera allstaðar þar sem foreldrar og börn vilja nota tímann og gera eitthvað skemmtilegt saman
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Vetrarfrí að hefjast hjá þúsundum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar