Færsluflokkur: Bloggar

Viljastyrkur hvað ?

Mér finnst alveg ótrúlegt þar sem við lifum í samfélagi árið 2007 að svona fordómar séu ennþá í gangi. Að "viljastyrkur unglinga sé það sem þarf !!!" er forsetinn okkar að segja þarna að þurfi ekkert nema viljastyrk til að sporna við fíkn ? Er fíkill eða alki ekki lengur huglægur, líkamlegur og andlegur sjúklingu ? Ég hélt nú eitt sinn stuttan fyrirlestur um skaðsemi vímuefna og barðist á móti þeim, skrifaði ritgerð og allt, en svo fekk ég að öðlast aðra reynslu líka á þeim heimi.

En það sem ég sá gott við fréttina voru þrjú atriði sem forsetinn hvatti til og þau eru eftirfarandi:

1. Að foreldrar og ungmenni verji sem mestum tíma saman.

2. Að börn og unglingar taki skipulagðan þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og

3.  að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis.

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 

 


mbl.is Viljastyrkur ungs fólks skiptir mestu í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farin að dreyma um mikinn hita, sundlaugar og sólböð

Hvor ætli hafi verið meira heillandi Hefner eða Cruise ? Sá síðarnefndi er nú ekkert ómyndalegur, en ég hef bara séð þann fyrri nefnda sem gamlann kall, sem er ofnotaður af konum því hann á helling af peningum Winkhaha

Reyndar hef ég séð þátt þar sem heimili hans var sýnt og gaðurinn og sundlaugar og sona, það væri ekki leiðinlegt að eiga svona eins og viku þar eða tvær á góðum og heitum sumardögum Wink .......æi núna er mig farið að dreyma sólarströnd, hlýtt veður og svona Halo

Jæja, ég bið að heilsa ykkur í bili,

Inga Lára  

 


mbl.is Tom Cruise fer í sloppinn hans Hefners
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aaaaaalveg að springa núna :)

Spáið í það að á sunnudag, eftir tvo daga, eru aðeins tvær vikur þar til 1. sunnudagur í aðventu verður haldinn Smile

Mikið rosalega hlakka ég til að setja upp seríur og fleira jólaskraut og auðvitað að kveikja á fyrsta aðventukertinu Wink

Ég er búin að ákveða flest allar jólagjafir, er búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa í mat, af bakkelsi og sætindum og hvar ég ætla að kaupa jólatréð Grin ....en ég hef lítið getað gert fram að þessu þar sem bæði ég og maðurinn minn erum á fullu í prófundirbúningi Shocking

Er einhver byrjaður eða búinn að undirbúa ? Joyful

Kveðja Inga Lára 


Frekar hissa hér....

ég er ekki samt hissa á því í fréttinni að hjúkrunarfræðingurinn hafi ekki fengið bætur, heldur vegna þeirra ástæðna sem hún vildi fá bæturnar. Sagðist hafa orðið þunglynd eftir að hafa verið kýld, mér fannst ég hreinlega lesa að hún hafi bara verið í svartnætti síðan Woundering
Líka ótrúlegt að manneskja sem er svo þunglynd að hún þarf margra ára sálfræðiviðtöl til að koma sér í betra ástand, mér finnst ótrúlegt að hún sé að vinna á stað sem þessum..... og ætlar að fá bætur fyrir að hafa fundið fyrir þunglyndi sínu aftur.

Allt er gert held ég til að fá peninga,

Kveðja,

Inga Lára  


mbl.is Íslenska ríkið sýknað af bótakröfu hjúkrunarfræðings á Kleppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin með jólafiðring í magann :D

Já það er sko óhætt að segja það. Ég fór stutta ferð í dag í Kringluna með manni mínum og syni. Ég hef nú farið nokkrar stuttar Kringluferðir upp á síðkastið, en þessi var sú allra jólalegasta.

Um leið og ég kom inn í Hagkaup (efri hæð), þá var ekki bara búið að stylla upp jólaskrautinu, heldur var líka búið að koma fyrir öllum snyrtikössunum í snyrtivörudeildinni......... æi þið vitið þeim sem að blasa við manni svo vel upp raðaðir og girnilegir Halo..... svo var líka að finna fullt af þessum jólablómum.

Í matvöruversluninni Hagkaup (neðri hæð), sá staður toppaði jólastuðið í mér Wink, en þar var verið að kynna jólakökurnar, æi svona lagkökur, nokkur lög af brúnni köku með svona hvítu kremi alltaf á milli, svona ekta eins og hefur alltaf verið fyrir framan mig á jólum þegar ég hef heimsótt ömmu í Lönguhlíð Smile

Gvöööööööð hvað ég er komin í mikið jólaskap Grin ég hlakka til að rumpa þessum prófum af og drífa mig inn í jólin, íííííha LoL

Kveðja til ykkar allra góða fólk,

Inga Lára Helgadóttir 


Nokkrar spurninga komu upp í huga mér á leið í skólann......

....þar sem ég var að hlusta á Svala, Siggu og Gassa á fm 957. Í þeim þætti var verið að tala um trúarbrögð.

Margir tala um það í dag að verði sífellt erfiðara að ala börn upp, það sé semsagt erfiðari aðstæður núna en fyrir einhverjum árum síðan. Ég ól reyndar engin börn á meðan ég var sjálf barn, svo að sú reynsla kemur ekki frá mér Grin

Fólk talar oft að mér finnst um fíkniefnaneyslu, að hún hafi ekki verið eins mikil hér á árum áður, drykkju unglinga, ofbeldi í miðbænum og annað slíkt.

Hvort ætti að kenna kristna trú í grunnskólum eða trúarbragðarfræði ?

Ég er á því að eigi að kenna trúarbragðarfræði með meiri áherslu á kristni. Ég er ekki alveg tilbúin að útfæra þetta neitt rosalega sjálf, en mér finnst bara margt af því sem ég lærði í skólanum bara vera af hinu góða. En ég er líka á því að læra um önnur trúarbrögð og hafa kennsluna opnari en hún var á þeim tíma sem ég var að læra.

Núna hef ég heyrt foreldra mótmæla því að börnin læri kristna trú og svo er verið að halda fermningarveislu með pökkum og læti kannski ekki nema ári seinna ?

Ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta rosalega frelsi okkar (sem er reyndar mjög gott) sé ekki alveg að fara rétt ofan í þá sem vilja vera með einhverja uppreysnarhegðun. Mér dettur í hug þá krakka sem töluðu um önnur trúarbrögð þegar ég var í skóla, þá voru þetta mikið til krakkar sem áttu erfitt, voru fljótir að byrja neyslu og leið ekki vel. ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞEIR SEM ERU EKKI KRISTNIR SÉU Í RUGLI !!!!!! heldur er ég ansi viss um að þeir sem eru uppreysnargjarnir að þeir leiðist út í að finna sér önnur trúarbrögð.

Endilega kommentið.... ég mun ala kristna trú í mínum dreng..... eða reyndar nokkrar góðar dæmisögur. Ég er ekki beint kirkjurækin kona Wink en mér finnst í lagi að kenna það sem er gott í boðorðunum og jú, má líka láta annað fylgja með.

Ég skýrði son minn, hann á Barnabiblíuna og ég hef lesið úr henni fyrir hann (reyndar mjög sjaldan) en það er nú bara þannig.

Mér fannst líka þeir sem koma með rök gegn kristinni oft vera í svona einskonar "hassvímupælingum" ef ég má voga mér að orða það þannig...... með einhverja rosalega speki, upplifi sig sem mjög klára einstaklinga á meðan þeir eru að tala en orð þeirra hafa ekki við nein rök að styðjast.

Þetta voru bara mínar pælingar og endilega kommentið á þetta, ég er alveg opin fyrir hugmyndum annarra svo framanlega sem þær eru ekki eitthvað algert bull Grin..... en ég segi enn og aftur að önnur trúarbrögð eiga líka rétt á sér fyrir mér, þó að ég vilji tilheyra þeirri kristnu kirkju.

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


Feit og full þjóð :(

Þetta var frekar ömuleg frétt, að við erum búin að auka áfengisneysluna okkar um 65% á örfáum árum og svo leggur þingið ekkert annað á sig þessa dagana en að berjast fyrir því að auka víndrykkju landans Woundering þvílík heimska..... ef ég má segja svona hreint og beint.

Endilega reynum að auka neysluna okkar á því sem við þurfum síst á að halda, áherslurnar eru alveg fáránlegar. Drykkja búin að aukast um 65% eins og ég sagði og offitusjúklingar búnir að aukast úr 8% í 12% frá árinu 1990-2002........ við erum okkur sjálfum til skammar.

Tökum höndum saman, hættum þessu rugli, hreyfum okkur og hugsum um mataræðið og mótmælum þeim þingmönnum sem styðja þetta áfengisfrumvarp.

Kveðja,

Inga Lára Wink


Einhver að flytja á næstunni ?

Núna er spurning hversu margir eru tilbúnir að hlusta á þá sem virkilega eru að veita ráðin. Ég hef svo oft heyrt fólk segja að stjórnarfarið sé bara lélegt fyrst að verðbólga sé svona og svona, þó að hún sé nú mjög lág hjá okkur miðað við það sem gerist annarsstaðar.

En þá er það líka lið sem styðja stjórnarandstöðuna og þeir sem studdu XS áður en þeir komust með XD í ríkisstjórn......... spurning hvað þeir segja í dag Wink

Fólk kaupir oft á tíðum alveg brjálæðislega og sé ég í blöðunum eftir útsölutíð sem er tvisvar á ári að útsölurnar muni hafa áhrif á hagkerfið okkar. En þeir sem kvarta hvað mest og hafa kennt XD um það, það eru einmitt þeir sem ég þekki sem eru eins og úlfar á hverju strái að versla og versla Grin

Ég tek það fram að ég er ekki að tala almennt, heldur er ég að tala um þá sem ég þekki til. Þeir kvarta og kenna svo bara þeim um sem fara í taugarnar á þeim Wink

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Forsætisráðherra: Skynsamlegt að halda að sér höndum og fresta fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nógu gott....

Það ætti nú að tryggja samtökum sem þessum húsnæði sem fyrst. Alveg magnað, að eigi að byggja hótel þar sem samtökin eru nú og að eigi að rífa húsið undan þeim. Hvað er málið ?

Mér finnst þetta vera í takt við svo margt annað. Á ekki að fara að byggja einhverja höll þarna niður á höfn og svo þetta. Hverjir eru það sem nota svona hallir til að hlusta á óperusöng eða annað slíkt og hverjir eru það sem þvælast um á hótelum ?

Það er ekki verið að hugsa um hag allra þarna......... djö hvað ég er reið Angry að eigi virkilega að fara að rífa húsnæðið undan foreldrahúsum, sem hafa orðið mörgum að gagni.

Jæja,  hef víst ekki mikið um þetta að segja eða velja,

Inga Lára 


mbl.is Foreldrahúsið húsnæðislaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hafa stefnumálin með leikskólana breyst ?

Sko, fyrir einu og hálfu ári síðan, þegar borgarstjórakosningar voru, þá vildi Samfylkingin veiða til sín atkvæði með því að segja að leikskólar yrðu gjaldfrjálsir.

Í dag í Mogganum er sagt frá því að eigi að hækka kjöldin um tæplega 3% núna næsta janúar ?

Halló góðan daginn, en er þetta ekki eitthvað í ótakt við það sem þeir lofuðu ef þeir kæmust að...... núna eru þeir komnir að og hvað er eiginlega það sem breyttist svona rosalega hjá þeim ?

Einhver sem vill útskýra Grin

Kveðja,

Inga Lára HelgadóttirSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband