Viljastyrkur hvað ?

Mér finnst alveg ótrúlegt þar sem við lifum í samfélagi árið 2007 að svona fordómar séu ennþá í gangi. Að "viljastyrkur unglinga sé það sem þarf !!!" er forsetinn okkar að segja þarna að þurfi ekkert nema viljastyrk til að sporna við fíkn ? Er fíkill eða alki ekki lengur huglægur, líkamlegur og andlegur sjúklingu ? Ég hélt nú eitt sinn stuttan fyrirlestur um skaðsemi vímuefna og barðist á móti þeim, skrifaði ritgerð og allt, en svo fekk ég að öðlast aðra reynslu líka á þeim heimi.

En það sem ég sá gott við fréttina voru þrjú atriði sem forsetinn hvatti til og þau eru eftirfarandi:

1. Að foreldrar og ungmenni verji sem mestum tíma saman.

2. Að börn og unglingar taki skipulagðan þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og

3.  að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis.

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 

 


mbl.is Viljastyrkur ungs fólks skiptir mestu í baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi sjúkdómur er slæmur og ekki er allir sem ráða við sína fíkn.  En ég held samt þrátt fyrir að ég hef ekki lent í þessu sjálfur að ef viljinn er ekki til staðar til að hætta að neita áfengis eða vímuefna þá tekst ekki að hætta.  Þess vegna þarf hver og einn að hafa viljastyrk að hætta til að þetta gagni upp.  En þetta örugglega mjög erfitt að komast yfir svona fíkn sem hefur kannski staðið legni yfir.

Þórður Ingi Bjarnason, 17.11.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Var hann ekki að tala um viljastyrk til að halda úti forvörnum og að spyrna við ?

Ég held líka já að ef ekki er vilji fyrir hendi þá er ekki hægt að stoppa, eða reyna að stoppa.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.11.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Inga Lára!

Bara varðandi þriðja atriðið þitt, þá er nú eiginlega allra best að þau byrji aldrei!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2007 kl. 03:55

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sorglegt að heyra þig Mummi skrifa svona, ég bjóst nú ekki við þessu af þér. En svona er þetta bara........  Ég ætla bara að vona að þetta sé ekki í rauninni þú sem skrifar svona

Inga Lára Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 14:28

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammál þér Inga ég átti ekki von á þessu frá Mumma.  

Þórður Ingi Bjarnason, 18.11.2007 kl. 14:45

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er Mummi ekki að benda okkur á að vímuefni eru valmöguleiki og áður en þeirra er neytt reynir á viljastyrkinn, svo eftir að búið er að neyta þeirra svo að líkaminn er orðinn þeim háður má fara að tala um sýki/fíkn/veikindi osfr.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.11.2007 kl. 17:14

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Í rauninni að mörgu leiti skil ég þessa afstöðu þeirra sem eru ekki fíklar sjálfir....... og þeir auðvitað mega hafa sína skoðun, alveg eins og ég gæti svosem leyft mér að finnast eitthvað um eitthvað sem ég hef enga reynslu af..... alveg eins og þegar ég sagði alltaf að þeir sem væru samkynhneygðir ættu ekki að finnast það leiðinlegt því að það væri þeirra val, en sem betur fer lagði ég þá fáfræðisfullyrðingu aðeins á hilluna

En ég meina þarna hugsaði ég þetta virkilega og þessi hugsun var virkilega skýr fyrir mér þá, en er það alls ekki í dag og ég þekki samkynhneygt fólk sem mér líkar mjög vel við.

Ef að búið er að viðurkenna það af læknisfræðinni að þetta sé sjúkdómur, hver ætlar þá að taka það að sér að vera svo skoðanasterkur og þver á annað en sitt eigið álit að segja að það sé það ekki. Ekki hef ég til dæmis verið að mynda mér einhverja skoðun á því hvort að krabbamein sé sjúkdómur eða ekki, krabbinn er meðhöndlaður sem slíkur í okkar samfélagi og MÉR er ekkert að fara að finnast eitt né neitt um það.

Kveðja til ykkar allra hér að ofan,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband