Færsluflokkur: Bloggar

Rán nr. tvö á stuttum tíma....

Mér finnst þetta alveg ótrlúlegt, erum nýbúin að ræða það í afbrotafræðinni að sé næstum ekkert um rán hér á Íslandi. Enda er það nú fátítt að við heyrum að starfsfólki sé ógnað með vopni eða ofbeldi.

Eftir afbrotafræðitímann í síðustu viku, þá er búið að fremja tvö rán, þetta sem var á mbl.is núna og einnig það sem framið var í Mávahlíðinni fyrir nokkrum dögum síðan.

Hvað er málið ? er ungt fólk (þó ég sé nú ekki nema 26 Wink) orðið svona hömlulaust og snarvitlaust ? Mér finnst að ætti að refsa þeim alveg rækilega, þó það yrði gert á annan hátt en að stinga þeim í steininn. Td. að láta þá vinna einhver verk eða annað slíkt...... það þyrfti nú að útfæra það á ákveðinn  hátt. En djöfulsins bilun er þetta nú orðið Woundering

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Ránstilraun í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einum of vel sloppið.....

.....að mér finnst.

Þegar menn eru að brjóta af sér, þá eiga þeir aðeins að þurfa að líða fyrir það. Ekki að mér finnist við eiga að vera með einhverja harðstjóra yfir þeim og þeiri eigi að kveljast í fangelsi, heldur mættu þeir nú samt aðeins fá að finna fyrir því að hafa gert rangt.

Við skulum vona að þeir skammist sín mikið og læri eitthvað af þessu á þann hátt Frown

Kveðja,

Inga Lára HelgadóttirKissing


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta finnst mér ekkert smá krípí :-/

Mér fannst þessi frétt alveg ótrúleg..... 2,5 metra langur sæsporðdreki.

Fyrsta sem mér datt í hug er að ef svona væri til í dag, þá mundi ég aldrei vilja fara í bátsferð.... en það er nú svo margt annað sem leynist þarna úti í sjó sem ég veit ekkert af Wink En mér fannst þetta samt ekkert smá eitthvað ógeðslegt, það voru mín fyrstu viðbrögð við þessari frétt.

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Risasporðdreki lifði eitt sinn í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var merkileg frétt að mér fannst :)

Að börn um sex mánaða átti sig á því hverjir séu vinveittir og hverjir ekki, það þykir mér merkilegt. Ég hef líka trú á svona rannsóknum, ég er í námi í félagsvísindadeild í félagsráðgjöf og hef lesið til um hvernig rannsóknir hafa verið gerðar og það er alveg magnað hvað hægt er að gera til að komast að því sem við héldum að við gætum ekki komist að Wink

En þessi litlu grey.... ég vona bara að þau þurfi þá ekki að hitta neina óvinveitta Kissing

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Ungabörn sýna félagsgreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ekkert lítið :)

 Las frétt á mbl.is um að lögreglan á Selfossi hefði tekið 10 einstaklinga fyrir að keyra beltislausir. Sektin við því eru 10.000 krónur en 7.500 kr. ef greitt er innan mánaðar.

Þetta finnst mér vera alveg fáránlegt. Ég sjálf er nú svo mikið "nörd" í augum sumra að nota alltaf bílbelti, en þetta mun ekki bara spara okkur sem notum beltin líf okkar, heldur veskið líka..... Wink

Mér finnst þetta rosalega mikið að vera svo mikill trassi að muna ekki að setja á sig bílbelti, þetta er nokkuð sem foreldrar eiga að kenna börnum sínum og beltin hafa bjargað mörgum mannslífunum... svo af hverju ekki að nota þau ? Woundering

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


Kjörið tækifæri fyrir fíklana ;)

Já það er ótrúlegt með marga fíkla að þeir nota oft það sem þeir heyra og túlka fréttina algjörlega sér í hag Wink

Núna þori ég að veðja að margar stúlkur eða konur leiði nú hugann að þessu meðan þær kveikja sér í og fyrir utan "bókina" af afsökunum sem þær eins og karlmenn eru með á hreinu til að afsaka neyslu sína, að þá er loksins komið eitthvað þarna sem réttlætir neysluna Joyful

Það yrði nú frábært að geta skoðað þetta á einn eða annan hátt, koma sér í dulagerfi og þykjast vera virkur sukkari svona einu sinni.......... eða nei..... læt einhvern annan um það LoL

Kær kveðja, og til hamingju þið sem elskið plöntuna

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Kannabis gegn brjóstakrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst ?

Á þetta engan endi að taka ? Endalaust verið að beita ofbeldi og hegða sér eins og fífl...... þetta er alveg í tengslum við mínar fyrri færslur og finnst mér ótrúlegt að þetta skuli bara koma alveg í hrönnum.

Svo að þessi allir sem einn hugmynd mín í fyrri færslu hefur greinilega ekki veirð tekin til greina Blush

Kveðja,

Inga Lára 


Var að koma með eitt og þá er komið annað :-/

Þetta er orðið pínu gróft þetta samfélag okkar, ég var að tala um ránið í Mávahlíðinni í dag og svo kemur þetta seinnipart dags, að maður hafi sært vinnufélaga sinn með hnífi í gærkvöldi, en hafi gefið sig fram við lögreglu í dag. Hvað er eiginlega til bragðs að taka ? Woundering Ef við öll ættum að greiða atkvæði, hver fyrir sig, þá mundu allir vilja fá útkomu sem er önnur en þessi, en af hverju er þetta þá svona ?

Kveðja,

Inga  


mbl.is Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðindarmál.

Virkilega sorglegt, að einstaklingar skulu vera að brjóta af sér á þennan hátt. Mér datt nú í hug þegar ég las fréttina, hvort að væri ekki minna um rán þar sem svo mikið af greiðslum á raftæku formi væru notaðar. Þá meina ég með debet og vísakortum.

Eitt sem kom mér á óvart var að ránið hafi verið framið á þessum tíma dags........ hélt að þetta væri yfirleitt framið á öðrum tímum...... en svo er það líklega vitleysa í mér.

Kveðja,

Inga Lára


mbl.is Vopnað rán í söluturni í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Eva :)

Jæja góðu bloggvinir og Eva ef þú lest þetta.

Núna í nokkra mánuði hef ég fylgst með vinkonu minni úr ræktinni vera að hafa sig til fyrir Ice-fitness mótið sem haldið var í kvöld í Laugardalshöllinni.

Ég er búin að horfa á hana keppast með þvílíkum krafti og dugnaði og taldi mig nú vita alltaf þegar ég sá hana að hún mundi vinna þessa keppni. Tek nú samt fram að ég hef ekki hundsvit á slíkum keppnum og veit ekkert hvað þarf til þess að komast áfram í svona........ en ég vissi samt að manneskja eins og hún mundi standa uppi sem sigurvegari Smile Hún er metnaðarfull, kröftug, heiðarleg og góð manneskja, sem ég held að færi ekki út í svona nema taka það verulega alvarlega og því vissi ég að hún mundi allavega ná alveg rosalega langt Wink

Ótrúlega gaman að fá að vera vitni að því hvernig hún náði þessu markmiði sínu og hún er mér sko sönn fyrirmynd. Hún er alger hetja Kissing Til hamingju Eva mín og það var gaman að fylgjast með þér, sérstaklega síðustu vikurnar. Svo var bara best að sjá þig vinna í kvöld, en sonur minn var mikið lasinn og sátum við fjölskyldan því fyrir framan sjónvarpið og fögnuðum sigri þínum.

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband