Vetrarfrí barna, smá hugdetta :)

Það sem kom fram hér í fréttinni er að atvinnurekendur og fleiri þurfa að sýna foreldrum skilning á vetrarfríinu í grunnskólum barnanna. 

En ætli að allt verði ekki pínu tómlegt, um 10.000-15.000 foreldrar heima að passa börn, enginn lengur til að opna verslanir eða neitt slíkt Wink....svo verður kannski allt brjálað að gera allstaðar þar sem foreldrar og börn vilja nota tímann og gera eitthvað skemmtilegt saman Grin

Bestu kveðjur,

Inga LáraHalo


mbl.is Vetrarfrí að hefjast hjá þúsundum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú ef vetrarfrí yrði bara lögboðið, bæði í grunn-framhalds-háskólum og á vinnustöðum. Fimm daga "fjölskylduhelgi" Ég meina, fólk lifir jólin af með allt lokað, þetta hlyti að vera framkvæmanlegt...

Torfi Geir Símonarson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:57

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Í rauninni er ekki allt lokað lengur á jólum, ekki einu sinni frí hjá mörgum hverjum fyrr en seinnipart dags á aðfangadag. En mikið er ég sammála þér Torfi Geir með svona lögboðið vetrarfrí.

Við þurfum að koma því á framfæri

Kveðja Inga  

Inga Lára Helgadóttir, 1.11.2007 kl. 01:25

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi vetra frí eru ekki góð.  Ef þjóðfélagið væri samstíga í þessum fríum þá eru þau í lagi en eins og þetta er í dag er þetta ekki gott fyrir neinn.  Þessi vetra frí komi því að skólaárið lengdist, en þessi lenging hefur ekkert að seigja nema að um fleiri vettvangsferðir fyrir börnin sem er gott en þau eru í skólanum fram i júní og byrja fyrr, kennslu dagar eru þeir sömu.  Hér á Hólum er ekki vetrafrí og allir starfdagar kennara eru í lágmarki,  fyrir vikið þá klára börnin skólan tæpum tveim vikum fyrr en skólar i bænum.  Þetta fyrirkomulag er mjög gott fyrir alla bæði börnin þar sem sumarfríið er lengra og svo foreldra sem þurfa ekki að taka af sumarfríinu á veturna.  Foreldrar geta gert fullt með börnunum þau það sé ekki vetrafrí í skólum, en hraðinn og og öll sú vitleysa sem er í bænum gerir það að verkum að ekki fólk gefur sér ekki tíma til að vera með börnunum.  Þess vegna veit ég ekki hvort ég nenni að flytja í bæinn aftur næsta vor þegar ég klára skólann.

Þórður Ingi Bjarnason, 1.11.2007 kl. 07:57

4 Smámynd: Geimveran

Ég hef nú sem foreldri verið tvístíga yfir þessum vetrarfríum.

En mér skilst hinsvegar að t.d. í Svíþjóð séu ALLIR í fríi á þessum dögum. Það er bara ein vika á vetri þar sem allt er lokað og foreldrar fara í frí með börnunum sínum. Þar kippir enginn sér upp við þetta vegna þess að þetta er bara orðið að hefð og allir voða glaðir og sáttir.

Við á Íslandi mættum kannski svona til tilbreytingar hætta að hugsa fyrst um peningana og reksturinn og sinna fjölskyldu og vinum betur. Sér í lagi börnunum.

Geimveran, 1.11.2007 kl. 12:09

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Torfa Geir á þing.

Enn eru kennararnir ekki að vinna?

Er ekki kominn tími til að lengja orlofið og þá með einni viku að vetri og þá eftir að hafa lesið það sem Torfi er að segja, eina ákveðna viku.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.11.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband