Alveg yndislegt :)

Sonur minn er aðeins þriggja ára gamall og er alveg búinn að gera sér grein fyrir því að jólin séu á næstu grösum Smile

Hann talar um jóladagatalið sitt, jólapakkana og jólatré og höfum við verið að skoða myndir síðan í fyrra og rifja upp með honum jólin, sem hann man nú alveg örugglega eitthvað takmarkað eftir Wink

En ég bara varð að deila því með ykkur að það var algjört æði í gær þegar ég rétti honum dagatalið og hann sagði bara "opna þetta". Hann vissi greinilega að átti að opna en vildi ekki segja hvað ætti að vera í dagatalinu. Hann var svo ánægður að opna en við pabbi hans gerðum honum grein fyrir því að það mætti aðeins opna einn glugga fram að jólum. Þá tók sá stutti sig til og fór aftur inn í eldhús og benti upp á skáp þar sem við höfðum geymt fjársjóðinn og sagði "mamma meira" og brosti Grin .....guð hann var svo sætur, en ég sagði honum að það mætti bara fá eitt núna og hann fengi nú meira nammi seinna og litli kúturinn lét það nú bara duga sér InLove

Þetta var alveg gullin stund með honum í gær....

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Sæl Inga Lára. Þú átt greinilega algjöran gullmola. Það hefðu nú kannski einhverjir suðað og suðað. En börnin muna meira en við höldum. Það kemur í ljós seinna. Fyrstu ár ævinnar eru mikilvæg því þá eru börnin að mótast.

Kv Steinunn

Steinunn Þórisdóttir, 2.12.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er skemmtilegt Inga, enn bíddu þá eftir því þegar ömmubörnin fara að koma, ég á eina 3ja afabarn reyndar enn það eiginlega það sama og ég get sagt þér að það er ekkert skemmtilegra en barnabörnin (og auðvelt).

Gangi ykkur áfram vel með strákinn og þau sem á eftir koma auðvitað líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.12.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Falleg mynd hjá þér sem þú gefur, glaða móðir!

Verði svo sem lengst hjá þér og litlu fjölskyldunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.12.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1699

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband