Gera vel við hjúkrunarfræðinga !

Finnst alveg agalegt að skuli ekki vera hægt að gera betur við hjúkrunarfræðinga. Hvað með þær deildir sem verða lokaðar ef að samningar nást ekki þann 10. júlí ? Woundering

Agalegt að sjá háskólamenntað fólk þurfa að berjast svona fyrir sér, það gekk að semja við flugumferðarstjóra um daginn, sem eru með margfallt hærri tekjur en hjúkrunarfræðingar Devil en þar er líka verið að sinna þjónustu ríkari einstaklinga þjóðarinnar, þeir sem hátt settir eru hjá okkur fara gjarnan nokkrar ferðir á ári og hafa það drullu gott- þá þarf að þjónusta vel auðvitað, en svo þegar kemur að veikum einstaklingum, þá er það ekki eins góður kúnnahópur Angry Er það ekki líka orðið þannig að þeir sem eiga peninga geta orðið keypt sér hvaða læknisþjónustu sem er ? Hvert stefnir þetta eiginlega hjá okkur ?

Jæja, ég hvet þá sem standa í samningarviðræðum að sýna hjúkrunarfræðingum þá virðingu og sanngirni að veita þeim þá launahækkun sem þeir eru að biðja um.

Annars er allt fínt að frétta af mér, bara nóg að gera hér í vinnunni á spítalanum og er búin að njóta sólarinnar með syni mínum síðustu daga InLove

Kveðja,

Inga Lára


mbl.is Puðað í samningagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir stuðninginn! Kv. Hjúkrunarfræðingur

Guðrún (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Áfram hjúkkur !, (Carry on nurses!) á ódónóháttinn.  En reyndar finnst mér nú alveg í jafn mikið í lagi að háskólamenntað fólk þurfi að berjast fyrir sínu, sem & hinir sem skarta ekki gráðunum.

Steingrímur Helgason, 13.7.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband