Berlínarferð með manninum mínum

Jæja, núna er komið að því að segja frá Berlínarferð sem ég fór í um síðustu helgi. Við maðurinn minn fórum semsagt eldsnemma á fimmtudegi og komum aftur um miðjan sunnudag.Cool

Þegar við komum til Berlínar fórum við beint á Best Western -  Hotel City Ost hótelið okkar sem er við Frankfurter Allee götuna. Þar leið okkur mjög vel, þjónustan góð og fólkið mjög vingjarnlegt.

Eftir að skoða hótelið fórum við út og ætluðum að finna eitthvað sniðugt, endaði með því að við vorum búin að ganga um 15 km. og búin að skoða Brandenburgarhliðið og fleira á þessari göngu okkar.

Næstu daga skoðuðum við Sögusafn Berlínar, St. Marie kirkjuna, annað safn sem varðaði stríðið og líkneski stórt um hina nýju borg eða "1000 ára ríkið" sem Hitler ætlaði að láta byggja.
Einnig fórum við inn í háskóla þarna í Berlín, en sá skóli var mjög fallegur og þar hafði Albert Einstein meðal annars verið starfandi sem kennari.
Við þræddum vel ýmislegt sem varðaði Hitler, við td. fundum þar sem hann og Eva skutu sig og ég tók mynd af Mortan þar. Einnig sáum við minnisvarða um alla þá Gyðinga sem voru drepnir, en sá minnisvarði eru hellingur af stórum steinum sem reistir voru á stóru plani rétt hjá Brandenburgarhliðinu. 

Auðvitað fór ferðin líka aðeins í það að versla á okkur og svona. Mortan reyndar keypti sér meira af fötum en ég, ég var eitthvað löt við að skoða, sem var auðvitað algjör vitleysa því að fötin í Galeria og eins C&A eru sko mikið hundrað sinnum ódýrari en hér heima. Við keyptum líka helling af fötum á Sæþór Helga okkar InLove

Þið getið séð myndir á Barnalandi.is, þar sem þær verða birtar á www.barnaland.is/barn/25924 og þið megið endilega skoða. Þær verða settar inn strax í dagWink

Jæja, bið að heilsa ykkur í bili,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Gaman að sjá þig aftur á blogginu Inga. Greinilega skemmtilegar ferðir hjá þér.

Steinunn Þórisdóttir, 14.8.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Skoða hótelið já. Yea wrigt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.8.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband